Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 6
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. komdu, við skulum sjá, livort ekkert er óhreint þarna uppfrá.» »Nú, þetta ætlar að fara að verða viðsjár- vert,» hugsaði Pepe og smaug úr kápunni eins og ormur úr hýði og lét hana eftir, og skreið með byssuna hægt og hljóðalaust alt ofan í fjöru. Hann kom skjótt þangað, er báturinn hafði lent. Priðji maðurinn, er komið hafði, sat enn í bátnum; hann var sveipaður síðri kápu, og horfði hugstola út á sjóinn. Hann varð ekki var við strandvörðinn fyrri en hann setti byss- una fyrir brjóst honum og sagði um leið: «Hrærið yðurekki, eða þéreruð dauðans matur!« »Hver ert þú?« svaraði hinn og hvesti aug- un á móti. »Eg? Eg er Pepe svefnpurka!« »Vei honum, hafi hann svikið mig!- taut- aði maðurinn í bátnum við sjálfan sig. «Ef þér eigið við Don Lúkas, þá er hann saklaus. Hann er ekki svo gerður. Og þetta, að eg er hér, kemur til af því, að hann hef- ir verið ofvarasamur, herra smygill.« «Ja, smygill!« svaraði hinn fyrirlitlega. Pepe glotti við. «Hafi eg sagt smygill, þá hefi eg gert það til þess að segja ekki annað verra, því að ekki eru hér neinar vör- ur sjáanlegar - nema ef það skyldi þá vera þetta?« og hann benti ásamanvafinn kaðalstiga, sem lá í bátnum. Skýin rak frá tunglinu rétt í þessu og skein á komumann; hann var klæddur spánskum sjó- foringjabúningi og virtist vera nálægt hálfþrí. tugur að aldri. Hann var veðurtekinn í and- liti sem sjómaður, augun voru hvöss og eldsnör og skygðu svartar brýrnar yfir þau. Ennið var hátt og hvelft, og hárið yfir svart og í lokkum, nefið bjúgt og munnurinn bogadreg- inn, og kuldadrættir við vikin. Alt yfirbragð hans lýsti kaldlyndi, harðneskju og drambi. Flestum hefði skotið skelk í bringu við að hitta hann nema Pepe. »Sleppum nú öllu gamni,» sagði hann, »Hvað viltu?« 0 Fyrst og fremst skuluð þér segja félög- um yðar að halda sér nógu langt frá, ef þeir skyldu koma með kápuna mína og ljósberann minn, því þá varðar ekkert um það, sem við kunnum að rabba saman,« svaraði Pebe borg- inmannlega. «Ef það verður ekki gert, fer kúlan úr byssunni minni óðara inn í höfuðið á yður. Jæja — þá er nú úttalað um það. — En svo kemur nú hitt trl greina. — Pér haf- ið gefið varðliðsforingjanum fjörutíu únsur*) í gulli.« »Ekki nema tuttugu«, svaraði maðurinn í bátnum. »Jæja þá,« svaraði Pepe rólega; «en það gefa menn ekki fyrir eintóma gamanferð hing- að. Að minsta kosti mundi eg tefja fyrir yð- ur eins og eg gæti.-Eg fer ekki, nema egfái fé fyrir.« »Hvað seturðu upp?« svaraði hinn óþol- inmóðlega. »Bara svolítið! Pér hafið gefið foringjanum 40 únsur» — »Tuttugu— segi eg þér enn.» »Jæja, tuttugu þá. Eg ætla ekki að vera heimtufrekur, en eg er fátækar strandvörður, en hann er foringi — borgið mér fjörutíu.« Maðuring stappaði fætinum í vonzku. — Hann hikaði við um stund, en dró síðan dýr- mætan hring af hendi sér og fékk honum. »Taktu við — og snautaðu svo burtu.« Pepe horfði brosandi á hringinn; steinarn- ir sindruðu í tunglsljósinu. «Pað er gott, herra; farið þér yðar ferða; eg er bæði heyrnarlaus, mállaus og blindur.« Hann hneigði sig og gekk burt. En mað- urinn í bátnum gekk upp í klifið og hvarf. >Ef þessir steinar eru ósviknir,» muldraði Pepe »þá skal þjóðin ekki þurfa að borga mér framar; nú skal eg ganga óvægilega eftir mínu á morgun, og krefja þá eins og fjandinn sjálf- ur þangað til . . . það verður tekið eftir því.« ') Unza gulls er nál. 64 kr.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.