Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 30
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sveitalegt nema réttirnir, það væru alt kaup-
staðarréttir, og sagði, að þar sem þeir væru
að borða í sveit, þyrfti að vera súrmjólk á
borðinu.
Rebekka stóð þegar upp frá borðinu, og
bað leyfis að mega fara og sækja súrmjólkur-
skál, og gekk síðan út til þess að sækja hana,
og heyrði ekki einusinni mótbárur konsúls-
frúarinnar.
»Lofið þér mérað hjálpa yður, ungfrú« hróp-
aði Lintzow, og stökk á eftir henni.
Bpetta er fjörugur piltur,* sagði prestur-
inn.
«Já, það er hann,« svaraði konsúllinn, «og
auk þess er hann ágætur verzlutiarmaður. Hann
er búinn að vera mörg ár erlendis, og nú er
hann orðinn meðeigandi verzlunar föðursíns.>'
«En eg er hrædd um að hann sé heldur
óstöðuglyndur,« sagði frúin hikandi.
«Já, það held eg áreiðanlega,» sagði Frið-
rika, og stundi þungan.
Lintzow fór með Rebekku gegn um allar
stofurnar og út í mjólkurbúrið. Henni var raun-
ar ekkert um það gefið, þó að hún væri í
aðra röndina montin af búrinu En hann hló
svo skemtilega, að hún mátti til að hlæja líka.
Hún rétti upp hendurnar, og ætlaði að
taka eina mjólkurskálina á efri hyllunni.
«Nei, nei, ungfrú, það er alt of hátt fyrir
yður, eg skal ná fatinu,» kallaði Lintzow, og
tók um hendurnar á henni.
Hún kypti að sér höndunum. Hún fann
að hún blóðroðnaði, og henni fanst sem hún
mundi fara að gráta.
Rá Ieit hann undan, og varð alt í einu
stiltur og alvarlegur. «Eg bið yður að fyrir-
gefa mér, ungfrú Rebekka, sagði hann. »Eg
finn það, að framkoma rnín gagnvart annari
eins stúlku eins og yður, er alt of gáleysisleg
og léttúðug. En mér þætti svo mikið fyr-
ir því, ef þér hélduð, að eg væri ekkert annað
en lauslyndur spjátrungur, eins og eg kem
öðruin fyrir sjónir. Rað eru sumir, sem þurfa
að vera kátir til þess að dylja harma sína, og
aðrir sem hlæja til þess að verjast grátinum.
Hann leit upp, þegar hann sagði síðustu
orðin. Augnaráðið var svo þunglyndislcgt, og
þó svó auðmjúkt, að Rebekku fanst hún hafa
verið vond við hann.
Hún hafði oft tekið ýmislegt úr hyllunni,
en þegar hún rétti hendurnrr aftur upp til
þess að taka skálina, Iét hún þá síga niður
aftur og mælti:
«Nei, eg held annars að það verði of hátt
fyrir mig.»'
Rað var bros á vörunum á honum, þegar
hann tók mjclkurskálina með varakárni niður
af hillunni cg bar hana út, Rebekka gekk með
honum, og opnaði fyrir hann hurðirnar. Hún
tók vel eftir honum í hvert skifti sem hann
gekk fram hjá henni. Frakkinn hans, flibbinn
og hálsklúturinn voru alt öðru vísi en á föð-
ur hennar, og það var einhver einkennilegur
ilmur af honum, sem hún þekti ekki.
Regar þau komu að garðshliðinu, stóð
hann við snögvastg og leit upp, brosti þung-
lyndislega og sagði:
«Nú ætla eg að gefa mér ofurlítinn tíma
til þess að koma gleðisvip á andlitið aftur, svo
að engan gruni neitt.»
Síðan steig hann út á þrepið og kastaði
gamanyrðum á fólkið, og Rebekka heyrði að
því var svarað með skeliihlátri. En hún varð
eftir inni í stofunnu.
Veslings maðurinn! en hvað hún kendi í
brjósti um hann! Rað var undarlegt, að hún
skyldi vera eini maðurinn, sem hann tryði fyr-
ir hugsunum sínum. Hvaða sorggat það ver-
ið, sem hann bjó yfir. Skyldi hann líka hafa
mist móður sína? Eða var það eitthvað enn þá
þungbærara? En hve hana langaði til að
hjálpa honum, ef hún gæti það.
Regar Rebekka kom út, var hann aftur orð-
inn kátastur allra þeirra, sam við borðið sátu.
En hann leit stundum til hennar, og þá
sýndist henni augnaráðið verða snöggvast svo
þunglyndislegt og biðjandi; svo fór hann aftur
aðhlæja í sömuandránniogþaðféll hennisvo illa.
Loks ætluðu gestirnir af stað, og allir kvödd-
ust með hinni mestu vináttu,