Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 45
SPARISKÓRNIR. 43 En Sóbeide vildi ekkert hugsa um það. Hún sagði að það gæti gert ilt verra að flasa svo að ráði sínu, meðan óvíst væri, hvort nokkuð væri í hættunni. Pað væri bezt að bíða átekta. «Gangið þér við hlið mér,» sagði hún «og verið bæði seinstígur og stuttstígur —varðmenn- irnir skifta sér ekki af tveimur konum — eg geng með yður yfir garðinn út að embættis- mantiahluta hallarinnar.® Hann sá að þetta var snjallræði og gerði svo. Þegar þau komu heim undir hjá honum, sáu þau gráa vofu skjótast milli trjánna fram hjá þeim. Var það geldingur eða ambátt? Pað sáu þau ekki. Sóbeide horfði á eftir þessari veru og brá við, en sagði ekkert. Svo komu þau að dyrum fjárstjórans. Hann var sloppinn. Hann rétti henni gullpening, en hún bandaði á móti. «Petta, sem eg gerði, hefi eg gert fyrir lafði mína —setjið þér hana ekki oftar í hættu. Ef eitthvað ætlar að' fara illa, læt eg yður vita það.» Og svo hvarf hún eíns og örskot út í myrkrið. Svo gekk hann titrandi af geðshræringum inn til sín; en í tröppunum fann hann eitthvað kalt og hart í stígvélinu sínu. Hann gætti að hvað það var, og létt: heldur en ekki, þegar hann fann að þetta var rýtingurinn; hann hafði hrokkið úr beltinu ofan í stígvélið. Pá var Miriam borgið. Hann kveikti í herbergi sínu, þegar inn kom; þá kom hann auga á seðil, sem lá þar opinn á borðinu. Pjónninn var hvergi nærri, og þenna miða hefði liann varla skilið svona eftir á borð- inu. Skyldi hann hafa gengið sjálfur frá opnu herberginu, þegar hann fór? Hann tók miðann og fór að rýna í hann; hann dökknaði skjótt í framan, og eldur brann úr augum hans, og hann kiptist hart við. Hann sá að ritarinn vissi um samband hans við Miri- am. Seðillinn hljóðaði svo: «Takið vinsamlegri aðvörun. Pér eruð kom- inn í tálsnöru tilfinningarlausrar stúlku. Hún gerir sér npp ást og vináttu til yðar, sem hjartað á engan þátt í. Hún leikur sér að yður í hefndaskyni fyrir það, að þér hafið ekki látið leiðast til að biðja um hylli henn- ar; hún ætlar sér að gera yður sem mesta minkun, sem hún getur. Óðara en þér ját- ið henni ást yðar, ætlar hún að reka yður frá sér með smán. Pér megið trúa þessu. því eg þekki vel þessa fögru slöngu.* Blaðið datt úr hendi fjárstjórans. Hann stóð sem steini Iostinn. En svo datt honum í hug að skellihlæja að öllu saman. —Petta hlaut að vera tómur rógburður. Einhver hryggbrotinn biðill að hefna sín á henni. En svokvaldi hann þóefasemin; alt brauzt um í hjarta hans, ást, gremja, dramb og reiði — að vera hafður svo að háði og spotti. — Burt—-burt úr nánd við þetta flagð. Hann tók húfu sína, stakk seðlinum á sig og þaut út í myrkrið. Fyrst var hann ráðlaus, en svo datt honum T hug að strjúka til ^Kasmin, til föð- ur síns. Hér átti hann engan trúnaðarmann. Paðan gæti hann skrifað vezírnum og beðið hann fyrirgefningar á flóttanum, og ef það feng- ist ekki, gilti hann einu, þó að hann væri gerð- ur útlægur úr Teheran. (Framh.) — Bókmentir. Mikil er hún, þessi Ijóðabókaöld, sem geng- ur yfir landið; það er mörgum farið að of- bjóða, og mér ekki síður en öðrum. Pað hefir stundum.verið merki til stórrar hnignunar og aft- urfarar, þessi ljóðastraumur, hjásumum þjóðum, þetta sífelda bergmál af því sama með öðrum orðum, en sama undirómnum. En eigi vil eg nú samt segja að svo sé hér með oss. Pað gladdi mig stórum í haust, þegar eg fékk kvœði Huldu, hinnar dulvitru skáldgyðju, Egeríu Jónasar Hallgrímssonar. Konurnar hafa lengst af dregið sig í hlé, eða ef til vill verið haldið í hlé af mörgu, alt fram undir þetta. Lítið hafði maður fengið að sjá eða heyra frá þeirri ltlið mannkynsins, nema lítið éitt af 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.