Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 37
SPARISKÓRNIP. 35 sem vetlingi gat valdið, út úr húsum sínum eftir miðjan daginn, til þess að eyða skaðræð- isstundunum úti undir beru lofti og vera kátur. Hinir tóku þátt í skemtunum þessum, allir embættismenn og konur. Og þá mundi heldur ekki fjárstjórann vanta. Og hún varð að sjá hann. En Liane skyldi sitja heima; henni mátti vera sama um landsvenjur þar. Hún ásetti sér að vera kát, varpaði hárfyll- unni silkimjúkri aftur um herðar sér og stóð upp. Pað var orðið of þröngt um hana þar inni — hún varð að komast út undir bert loft. Hún þaut út í garðinn; konur kvennabúrsins máttu að sönnu ekki vera þar varðlausar, en ógiftum konum stóð hann opinn, og vegur hirðarembættismannanna heim til sin eða stjórn- arráðshúsanna lá og um hann. Hún gekk í hægðum sínum og virtist varla snerta jörðina. En svo fanst henni blóðið alt í einu storkna í æðum sér. Hún stóð við og hlustaði. Henni heyrðist hún þekkja málróm fjármálastjórans. Um allann garðinri angaði sæt ilman pers- neskra vorrósa. Munaðarlegt blómskrúð af lil- jum, túiipönum, hýasintum og negulblómum huldi alla blómreitina, og aldintrén stóðu þar í fylsta blóma. Tautandi smálækir niðuðu og seitluðu innan um þessa brosfögru paradís, hægur andvari bar þar um þýðan svala, og dökkblár himininn speglaðist í vatnsstöfum gos- brunnanna, sem glitruðu sem gullstafir í sól- skininu. En Miriam sá ekkert af allri þessari dýrð. Hún hugsaði ekki um annað en orðin, sem hún hafði heyrt að eins óglögt og til hálfs. Pað var auðheyrt að fjármálastjórinn var að spjalla við einhvern af vinum sínum. Pótt hún sæi engan fyrir trjárunnunum, er á milli voru, þóttist hún samt þekkja þar málróm æðsta lífvarðarforingja keisarans; var hann einn þeirra er mest hafði dáð hana; og hún fann það þeg- ar af kvenlegri skarpskygni sinni, að þeir mundu vera að tala um hana. Hún var í ofsalegum geðshræringum, og þrýsti fast á brjóst sér, eins og vildi hún draga úr andardrættinum, og faldi sig á bakviðrisa- vaxna meyljónsmynd úr marmara, og fór að hlusta á samtal þeirra. «Nei —nei,« sagði fjármálastjórinn með hljóm- fagurri röddu, rótt og stilt, «þú þarft ekki að óttast kepni af minni hendi, Hússein, að því er hana snertir. Eg legg ekkert í sölurnar fyr- ir þig í því efni. Pó aldrei nema sé hún fremst og fegurst allra við hirðina, biðla eg samt ekki til hennar í alvöru. Eigingirni og þokkagirni gera mennina að heimskingjum — og hún á ekkert vald á mér. Trú þú mér til — hún elskar hvorki mig né þig, né neinn þeirra, sem fjargviðrast um hana — enga nema sjálfa sig. Hvers mætti þá sannelskandi maður vænta sér af henni? Hún mundi aldrei geta lagt neitt í sölurnar fyrir þann sem elskaði hana, og það á þó hver göfug, heittelskandi kona að gera. Fegurð konunnar er ekki hið Jæðsta góða; sá sem enga meðaumkun á til, getur ekki gert aðra sæla — og fegurð sálarinnar er oft að finna hjá þeim, sem lágt eru settir og lítið kveð- ur að.» Miriam heyrði ekki hverju vinur hans svar- aði, en hún sá að fjárstjórinn beygði sig niður og sleit upp fjólu og festi á frakka sinn. Svo urðu raddirnar lægri og færðust fjær, svo hún þorði að gægjast út undan steinmyndinni. Peg- ar þeir voru horfnir út í trjágöngin, stóð hún upp og svifti blæjunni frá andliti sér. Hún var afmynduð í framan af reiði og ofsalegu æði. í fyrstu var hún agndofa af þessu, sem hún hafði heyrt, er svo vaknaði í henni sár tilfinning með að sér væri misboðið. Fjármála- stjórinn var svo ósvífinn, að virða hana að vettugi. Og það var satt, sem Liane hafði sagt, hann hafði ekki fylgt Miriam á sölutorg- inu, heldur leitaði hann hjá henni þessarar sál- arfegurðar, sem hann þóttist finna hjá þeim, er lágt væru settir og litið kvæði að. Að taka þernuna fram yfir húsmóður hennar — en sú ósvífni! «Hún á ekkert vald á mér», hafði hann sagt í háði, hinn drambsami maður. »Við skulum sjá hvað setur!* ýskraði í henni ura leið og hún riísti saman tennurrtar ifijall-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.