Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 34
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. — Rebekka sat á bekk niðri í aldingarð- inum, rétt á móti sólinni, og rendi augunum yfir dimmbláa lyngmóana og haustbleika akrana. Vepjurnar voru hljóðar og fálátar, og söfn- uðust saman í hóp til jress að æfa sig undir burtförina, og allir strandfuglarnir fóru að þeirra dæmi. Lævirkinn var jafnvel biíinn að missa kjark- inn, og slóst í för með öðrum" gráum haust- fuglum, svo að enginn gat þekt liann úr. En márinn setti fram kviðinn, og spígspor- aði um fjöruna í hægðum sínum; hann ætlaði sér ekki að fara langt. Alt var hljótt; loftið var dimt og mollulegt. Litirnir urðu daufari og raddirnar hljóðn- uðu, eftir því sem á leið haustið, og það hafði svo góð áhrif á Rebekku. Hún var orðin þreytt, og Iangur og dauðalegur vetur var henni bezt að skapi. Hún fann það, að veturinn hennar myndi verða miklu lengri en allra annara, og hún fór undir eins að kvíða vorinu. Hún vissi að þá myndi alt vakna, sem veturinn hafði svæft; fuglarnir myndi koma aftur, og syngja gömlu söngvana sína nýjum tónum — og þá mundu fjólurnar hennar mömmu hennar sálugu breiða aftur út bláu blómin sín uppi á Konungshauginuin — þar sem hann tók hana í faðm sinn — og kysti hana marga — marga kossa. — [Endir.] --4--0#C->- SPARISKÓRN I R. SAGA FRÁ PERSALANDl. EFTIR FRANZ WICHMANN. I. Miriam var nýbúin að búa sig. Hún horfði ánægjulega í fagrati krystallsspegil, sem þernan hennar, hún Líane, hélt frammi fyrir henni. Hún hafði kömið með hann frá Frakklandi. Hún var sonardóttir vezírsins í Persalandi, Mirza Taki Kans; hann var æðsti embættismaður við hirð keisarans, og réð mestu um stjórn- arfar í löndum hans. Hún fann allmjög til sín, enda var það að vonum. Hún var 18 vetra að aldri, tíguleg í vexti, há og bein- vaxin; brjóst og herðar voru yndisfögur, and- litið var barnslega fagurt, hárið mikið og dökk- jarpt á lit; hélt því saman silfurnæla í hnakk- anum, en þaðan féll það svo eins og ölduflóð niður um axlirnar, sem gljáðu eins og injall- hvítt silki; fór það yndislega saman. Hún var klædd víðum, grænum brókum, sem féllu niður á fallega skó, samlita; var dúk- urinn í þeim svo smáger, að það mótaði fyr- ir hinu yndisíagra sköpulagi innan undir þeim. Hún hafði alizt lengi upp í París á yngri ár- um sínum, og þá fengið óbeit á þessum bún- ingi. En nú var hún búin að vera meira en heilt ár heima hjá afa sínum við hirðina, og hafði tekið hann upp aftur, og lét þá ekk- ert til vanta að láta bera sem mest á fegurð þeirri og yndisleikum, er hún var gædd. Hún vissi það ofboðsvel, að engin hinna fimm dætra konungs konunganna, eða nein þeirra yngis- meyja, er heima áttu þar við hirðina, komust í hálfkvisti við hana að fegurð; fyltist hún við það mikillæti og hégómadýrð, þótt ung væri. Faðir hennar hafði verið hátt settur við hirðina, og síðar yfirumsjónarmaður eins af æðstu höfðingjum við hirðina. Hafði hann komið til Parísarborgar á yngri árum með pers- neskri sendiherrasveit þangað, og haldið þar til um nokkur ár, eftir ósk föður síns, til þess að kynnast siðum og háttum Norðurálfuinanna. Keisarinn hafði þá í liuga að takast ferð á hend- ur og skoða hirðir og konungasetur í Norð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.