Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 44
42 NÝJAR KVÖLDYÖKUR. líf mitt. Þráin effir að eignast þig slítur hjarta mitt í sundur. Ó, vertu mín, Miriam, vertu mín.» Ráglumdi við hvell og skær bjalla —Feridún þagnaði. Mærin svaraði engu en kipti að sér hönd- unum, og hlustaði með skjálfandi hræðslu. Rá hringdi enn hærra —hvellara. *Guð sé okkur náðugur —það er Sóbeide — hún gefur okkur viðvörunarmerkið —það er hætta í aðsigi.» Hún spratt upp af legubekknum, föl og titrandi: Fjárstjórinn rétti sig upp keikur og djarflegur og mælti: «Miriam, eg er hér til þess að vernda þig — vernda þig fyrir öllum heiminum —vertuhvergi hrædd —það væri sæla að deyja fyrir þig.» Hún hrökk saman fyrir orðum hans eins og þau væru svipuhögg; hún kafroðnaði, og leit snöggvast upp á hann. En hræðslan varð skjótt öllu yfirsterkari. «Sleptu mér—eg verð að vita hvað það er,» Hún þaut fram að dyrunum og opnaði þær gætilega. Sóbeide stóð á þröskuldinum, og þorði ekki inn, titrandi af hræðslu, og hvíslaði í fáti: «Stjórnarherra ríkjanna er á leiðinni til yðar.« Miriam hrökk undan með ofboði: «Vezírinn — afi núnn — hvað getur hann viljað mér?« «Rér fáið að heyra það. En engum tíma má eyða. Hann kemur eftir hallargöngunum gegnum anddyrið hingað. Ef hann hittir fjár- stjórann hér, eru þið bæði illa farin.« Miriam sá að það var satt. Hún vissi hví- líkur harðneskjumaður vezírinn var, Rað gat kostað Feridún embætti lians og útlegðardóm og hana iljastroku. Það var vanahegningin með Persum, ef ung stúlka fanst með karímann hjá sér. Rað fór um hana kuldahrollur—hún var ráðþrota, «Hvað á eg að gera — hvar á eg að fela hann, Sóbeide—bjargaðu mér úr vand- anum—findu nú einhver ráð.» «Fela? —ómögulegt —engin smugatrygg, ef vezírinn hefir einhvern grun; en eg skal reyna að komahonum út —um leynigöngin, sem liggja úr baðherberginu út í garðinn. Paðan eru að- eins fáein skref heim til hans.« «Já, gerðu það elsku góðagull-Sobeide mín,» sagði Miriam hálfgrátandi af hræðslu. Feridún heyrði uudir væng hvað um var að vera, og sá þegar að hér var- ekki ráðlegt að beita karlmennsku henni til varnar. Eina ráðið var að sleppa sem fyrst í burtu. Og svo fór hann með ambáttinni út í leyni- göngin án þess að kveðja, án þess að hafa fengið nokkurt svar upp á bænir sínar, eða án þess að vita nokkuð um, hvort hann mætti eiga nokkurri von að mæta. Hún tók í hönd hans og dró hann með sér. Hún opnaði dyr einar hægt og kom út í baðherbergið, fult af heitu, röku og ilmþrungnu lofti. í anddyrinu úti fyrir heyrðist skóhljóð; það var vezírinn, sem fór þar fram hjá. Svo gátu þau sloppið út, og skall hurð nærri hælum að, vezírinn yrði þeirra ekki var, þau fálmuðu fyrir sér í myrkrinu og sluppu út í garðinn. Fjárstjórinn varð sárfeginn og ætlaði að fara að kveðja Sóbeide, en hún bandaði á móti og sagði; «Yður er ekki óhætt enn, geld- ingarnir eru á vakki í garðinum á kvöldin, og mundi þeinr þykja grunsamt ef þeir sæju karlnrann koma þessa leið einsamlan.« Hún hafði þrifið kvenskikkju í baðherberginu án þess hann yrði var við, og kastaði henni nú yfir herðar honum, en meðan hann var að sveipa að sér skikkjunni, tók hann efiir því að rýtingurinn í belti hans var horfinn. Varð hann þá dauðhræddúr, því að hann hlaut að hafa mist liann í herbergi Miriamar, þegar hann féll fram fyrir henni. Ef vezírinn fyndi hníf- inn yrði það hættulegt lyrir hana. Skyldi hún þá segja til hans? Hann hrylti við afleiðingunum. Iljastrokan mundi knýja hana til að tala. Nei, heldur skyldi hann segja til sfn, en hún yrði kvalin, varpa sér fyrir fæt- ur vezírnum og segja, að hann hefði brotist inn til hennar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.