Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 24
22 NÝJAR KVÖLDVÖVUR. Vepjan flaug fram og aftur uppi f lyng- mónum, og var heldur en ekki asi á henni. Vorið hafði komið svo flatt upp á hana, að hún hafði ekki einu sinni haft tíma tii að sjá sér fyrir almennilegum varpstað; og svo hafði hún orðið að verpa uppi á flatri þúfu. Hún vissi auðvitað að það var heimskulegt, en svo búið varð þó að standa. Lævirkinn hló að öllum gauraganginum. En grátitlingarnir voru alveg utan við sig af ósköpunum. Reir voru ekki nærri því tilbúnir. Sumir voru ekki einu sinni búnir að byggja sér hreiður; sumir voru búnir að verpa einu eða tveimur eggjum, en flestir voru þeir bún- ir að sitja á húsþökunum í margar vikur, og þræta um, hvað tímanum liði. Nú var svo mikið fát á þeim, að þeir vissu ekkert á liverju þeir áttu að byrja, Reir söfnuðust saman í stóran hóp í rósa- runni einum við sáðgarðsvegginn hjá prests- setrinu, og tístu hver framan í annan. Karlfugl- arnir þöndu sig, svo að allar fjaðrirnar stóð.u beint út í ioftið, og spertu upp stélið, svo að þeir urðu eins og ofurlitlir gráir hnyklar með gildum prjóni í gegnum. Þeir ultu niður úr greinunum, og skoppuðu svo niður engið. Alt í einu fóru tveir að fljúgast á, og þá þustu til allir hinir, svo að það var eins og allir litlu hnyklarnir yrðu að einum stórum hnykli. Hann valt inn undir rósarunninn, og hoppaði svo upp í loftið með ógurlegum gaura- gangi. Síðan datt hann niður aftur og fór allur í smámola. Svo flugu litlu hnyklarnir sinn í hverja áttina, allir steinþegjandi, og eftir það sást ekki einn einasti grátitlingur á prestsetriuu. Ansgarius litli hafði horft hugfanginn á titl- ingabardagann. Honum fansl það vera hin skæð- asta orusta með liörðum atreiðum hins frækn- asta riddaraliðs. Hann var að lesa veraldarsöguna og sögu Noregs hjá föður sínum, og þess vegna hafði alt á sér einhvers konar hernaðarsnið, sem gerðist á prestssetrinu. Pegar kýrnar komu heim á kvöldin, þá var það heil herfylking, sem þar fór að garði. Hænsin voru varðliðið, og haninn var borgar- stjórinn, og hét Nansen, Ansgarius var námfús drengur, og kunni ártölin öll utan að, upp á sína tíu fingur; en hann hafði nú samt litla hugmynd um tíma- skiftin. Ress vegna voru þeir allir í einni bendu hjá honum Napóleon fyrsti, Eiríkur blóðöx og Tiberius. Og þegar þann sá skipin fara hjá úti á hafinu, þá var þar Tordenskjold á ferð- inni, ýmist í orustu við víkingalið, eða þá spánska flotann hinn ósigrandi (Armada). A bak við lystihúsið geymdi hann rautt prik, sem hann kallaði Bukefalus; og það var hans mesta yndi að hlaupa um garðinn með hestinn sinn á tnilli fótanna og blómlegg í heiidinni. Spottakorn frá garðinum var dálítið leiti, og uxu þar nokkur lágvaxin tré. Rar gat Ans- garíus verið í leyni og njósnað, því að þaðan sá hann yfir lyngmóana í kring og út á sjóinn. Rað brást heldur aldrei, að liann sæi eigi ein- hverja yfirvofandi hættu, þegar hann fór upp á leitið til þess að njósna. Ýmist sá hann einhver tortryggileg skip að landi komin, eða geysimikla riddarasveit, sem fór svo kænlega, að það sýndist ef til vill ekki nema einn hestur; en Ansgaríus litli skildi alla lævísina. Hann sveiflaði Bukefalus í hring, og þeysti niður leitið og þvert yfir aldingarðinn, og á harðastökki inn í húsagarð- inn. Hænsin görguðu eins og það ætti að höggva þau, og Nansen borgarstjóri flaug í dauðans ofboði upp að skrifstofuglugga prests- ins. Presturinn flýtti sér að líta út um glugg- ann, og sá rétt á taglið á Búkefalus, þegar riddarinn beygði fyrir fjóshornið, þar sem hann ætlaði að hafa vígi og búast til varnar. íRað eru sorgleg ólæti í þessum strák- hnokka», hugsaði presturinn. Honum geðjaðist alls ekki að þessum styrjaldarleikum. Ansgar- íus átti að vera friðsamur maður eins og hann var sjálfur, og honum féll það hálfi.lla, hve næm- ur drengurinn var á alt það, sem eitthvað laut að ófriði.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.