Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 35
SPARISKÓRNIR. 33 urálfunni, og vildi svo vera láta. — Hann var maður fríður sýnum, hraustur og djarfmann- legur, og hafði svo hertekið hjarta einuar Par- ísarmeyjar af góðum ættum, að hún var fús til að giftast honum og ætlaði svo með honum austur. En áður en það komst svo langt, fæddist Miriam, og dó móðir hennar af fæðingunni. Félst föður hennar mjög um missinn, og kom meynni fyrir hjá frændfólki hennar þar, því að keisarinn kallaði hann þá heim; hafði drottinn sólarríkisins kallað hann til þess að taka þar við háu embætti, og hefði það kostað líf hans, hefði hann talizt undan. Hafði læknirinn sagt honum, að ekki væri viðlit að fara með barn- ið, það mundi ekki þola breytinguna. Þegar hann var kominn heim til Persalands, og fór að sætta sig við skilnaðinn, kom hon- um til hugar að láta ala meyna upp eins og tignar meyjar á Frakklandi, og dróst það því ár frá ári, að mærin væri flutt heim til föður síns. Þegar hún var nær fullvaxta, kom bréf að austan úr ríki sólarinnar, en það var ekki rit- að með hendi föður hennar, heldur vezírsins, afa hennar. Hún las bréf þetta titrandi af hræðslu. Faðir hennar hafði dottið af hestbaki á tígra- veiðum, og meiðst svo mikið, að tvísýni var á um líf hans; langaði hann mjög til að sjá dóttur sína áður en hann félli frá. Hann hafði átt tvær konur þar eystra eftir þeirrar þjóðar sið, en þær höfðu alið honum eintóma syni, svo að hjarta hans þráði nú meyna fjarlægu. Miriam kvaddi þær grátandi, gömlu kon- urnar báðar, frændkonur móður sinnar, sem höfðu alið hana upp og kent henni; þær bjugg- ust ekki við að sjá hana framar, og féll það Þungt. Svo liðu nokkrar vikur, þangað til hún náði til feðraborgar sinnar, og var Liane og einn þjónn með henni á leiðinni. En þegar þangað kom, var faðir hennar kominn undir græna torfu fyrir löngu, og hafði ekki fengið ósk sína uppfylta. Vezírinn, afi hennar, var harðlyndur og þurlegur, en orðlagður fyrir réttvísi, og var því í miklum metúm sem embættismaður. Hann tók mjög ástúðlega á móti sonardóttur sinni, enda sá hann þegar, að hún var mjög !ík hon- um, og töfraðist af fegurð hennar; sléttist því brátt yfir harm hennar út af föðurmissinum, enda var þar margt nýstárlegt að sjá fyrir hana, og áttaði hún sig þar í hirðljómanum og allri dýrðinni, jafnvel fyr en hún átti von á. Lotn- ing sú og hylling, sem henni var sýnd af öll- um karlmönnum, kitlaði hégómadýrð hennar, fann hún fljótt, að hún var hin dásamaða drotning fegurðarinnar, enda bætti franska ment- unin og fasið nýjum yndisleikum við það sem hafði áður þekzt. Fjöldi manna keptust eftir að ná hylli henn- ar, og töldu henni trú um það hver í kapp við annan, að enginn gæti staðizt fegurð henn- ar og yndisþokka; varð hún við það dramb- söm og dutlungafull. Hún trúði öllu, sem henni var sagt, eigingirnin og hégómadýrðin hálfærðu hana og festu þá trú í’hjarta hennar, að enginn jarðneskur maður gæti staðizt ofur- vald fegurðar hennar. Og spegillinn gat ekkí annað en staðfest þessa trú hennar, en alt í einu datt henni eitthvað í hug, sem fór eins og hnifur í hjarta hennar. Hún svelpaði að sér hjúpslæðunni, sem hún hafði kastað yfir sig, því hún ætlaði að ganga út, herpti saman varirnar hálf-ólund- arlega og augún virtust verða enn þá dekkri en þau voru áður. »Hann sá mig þó fara út á sölutorgið líka í gær,« tautaði hún með sjálfri sér, »því skyldi hann ekki hafa komið á eftir okkur?>. Liane var á hnjánum frammi fyrir henni og var að laga fellingarnar í brókunum, og lét sem hún hefði ekkert heyrt. «Hann er fallegur maður — líklega falleg- astur við hirðina,« — svo talaði hún hærra, eins og hún færi að tala |við annan: »því gegnirðu ekki, þegar maður er að spyrja þig?» Voruð þér að spyrja mig, lafði? — fyrir- gefið mér — eg — vissi ekki — Miriam stappaði fætii.u í gólfið — hann 5

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.