Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 12
ió NYJAR KVÖLDVÖKUR. með tannhjólum, og héldu sporunum ólar, saUmaðar gulli og silfri. Skikkju hafði hann yfir sér, víða og fellingaríka, og var hún öll flúruð gullborðum og gullsnúrum. Hann bar sig að öllu sem maður, er van- ur er að skipa fyrir og vera meðal stórmenna; Hann eyddi stórfé og Iéði hverjum fé, er hafa vildi, og heimtaði það aldrei aftur, og varð því skjótt aðkvæðamaður þar í Arispe. Honum veitti það því hægra en flestuni öðr- um að safna að sér æfintýramönmim, er voru fúsir að ganga í lið með honum. Söfnuðust honum skjótt átta tigir manna, og lagði flokkur þessi af stað til Túbak-vígis, sem er við lndí- analandamærin, því að þaðan hafði hann hugs- að sér að hefja Bjarmalandsför sína. Skömmu áður en hann hann fór af stað, fékk hann bréf með boðbera einum; er hann hafði lesið bréfið, kvaddi hann vini sina í Ar- rispe í skyndi, og fór þegar af stað með þjóna sína og nokkra hesta. Nú viljum vér bregða oss á undan hon- um svo sem þrjár dagleiðir frá Arispe, áfram á leiðina til Túbak, við skóg einn gisinn; það var þriðja daginn eftir að Don Estevan lagði af stað. Skamt frá krossgötum nokkrum í skóginum lá maður á kápu sinni úti fyrir litlum kofa og var að steikja þar nokkra bita af sólþurkuðu keti, og baka nokkrar þurrar kökur á kolelds- glæðum. Berbakaður hestur stóð þar skamt frá og nagaði hálfskrælnað gras. Dauðakyrð var þar alt um kring. Fáeinir hrafnar flöktu krunkandi milli trjánna, og blá- skjórirnar voru að garga lengra inn í skóginum. Fyrstu sólargeislarir voru að brjótast í gegn- nm þétta morgutiþokuna, sem legst á nóttunni eins og slæða á jörðina í þessurn löndunt. Þokulæða þessi leystist skjótt í sundur í lausa flóka; þeir lyftust upp jafnt trjátoppunum, runnu þar í sundur og urðu að engu. Maðurinn við eldinn var klæddur gulri skyrtu og víðum brókum úr rauðu, sútuðu leðri; þær voru opnar niður frá hnjárn utanfótar, og sást þar að fæturnir voru vafðir geitstöku; bönd óafði hann fyrir neðan hnén, er héldu þessum stórgerðu sokkum uppi, og sá þar á skaft á löngum hníf, skeiðalausum. Rauðum linda úr kínversku silki var vafið um niittið, og barða- breiðan flókahatt bar hann á höfði, prýddan perluböndum, snánum úr venetíönskum glertöl- um. Hann var svartur á hár, bjúgnefjaður, loðbrýndur, munnvíður og að öllu leyti hinn óþekkilegasti ásýndum. Augun voru hvöss og leið og lágu ofarlega undir brúnunum, og lék kalt glott um varirnar. Stutt byssa lá við hlið honum; þreif hann þegar til byssunnar, því hann heyrði jó- dyn í fjarska. Barst dynurinn nær, og kom maður ríðandi, óvandlega búinn og luralega vaxinn með mikið, svart skegg; hann tók ofan hatt sinn og heilsaði, er hann kom. »Veitist mér sá heiður, að hitta hér sennor Don Pedró Kúkilló?« sagði aðkomuinaður. «Já sennor, það er eg,« sagði Kúkilló, stóð upp og hneigði sig. «Eg heiti Manúel Baraja — auðmjúkur þjónn!« mælti komumaður; «Sennor Don Este- van de Arechísa sendir mig á undan, til þess að boða komu sína. Hami er skamt eitt á eftir. « Pedró Kúkilló hneigði s;g í annað sinni* «Pað gleður mig óvenjulega; mætti eg bjóða yður, sennor, að koma af baki og taka yður bita af þessu lélega nesti mínu?« «Pér gerið mig yður skuldbundinn!« Manúel Baraja stökk af baki, batt löngu ólarbandi um háls hestinum, skelti lófunum á lendina á honum, og lét hann hlaupa til liins hestsins. Hann hneggjaði á móti honum. Síðan settist komumaður við eldinn hjá fé- laga sínum og fór að snæða. Leið svo löng stund að þeir þögðu. «Eg get ekki skilið í því, hversvegna þér eruð að leiða Don Estevan hingað út í þess- ar eyðímerkur,» sagði Baraja, þegar hann var búinn að sefa mesta sultinn. «Líklega viljið þér heldur vera hér úti í öræfunum af því, að þér hafið gildar ástæður til þess.« Kukilló kinkaði kolli ti! samþykkis.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.