Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 15
GULLFARARNIR. 13 Pedró Kúkilló lagði þumalfingnrinn^í kross yfir vísifingur hægri handar, eins og þar var landssiður og mælti: «Eg sver það við krossinn að eg segi satt — Pegar við höfum haldið tíu daga leið í norðausturátt,' komum við að fjallgarði ein- um, og er hann auðþektur á því, að yfir hon- liggur þoka bæði nótt og dag. Út úr fjallinu gengur snarbrattur stapi á einum stað og fell- ur foss mikill niður hjá stapanum; en uppi á stapanum er leiði Apakahöfðingja nokkurs, hanga sigurmerki hans: mörg mannshöfuðleð- ur þar á staurum, og beinagrind úr hesti stend- ur við leiðið; er stapinri því mjög auðkenni- legur. Við stapann er dálítið stöðuvatn, og klettar að því á tvo vegu; þar er gull- dalurinn.« »Þetta er auðfundið,« sagði Spánverjinn; «en eftir á að hyggja,« bætti hann við og gerðist áhyggufullur á svip, «væri ekki hugsanlegt að Markos Arellanos hefði sagt ein- hverjum öðrum frá fundi sínum?« »Nei engum gullfara. nema mér, það hef- ir hann svarið mér, «svaraði Don Kúkilló hik- laust. Don Estevan stóð upp. «Það er gott. Okkur kemur saman,« sagði hann stuttlega og rétti gullfaranum höndina, þó með sýnilegri óbeit, og staðfestu þeir svo málin með handabandi. »Áður en eg hitti liðsmenn inína í Túbak, er eg að hugsa um að koma við í «hacienda del Venadó!"1) sagði Spánverjinn; «það er víst ekki mjög langt úr vegi?« »Nei, sennor!» »Við höfum haldið hvíldalítið áfram hing- að, og verð eg því að gefa þjónum mínum Og hestunum nokkra hvíld. Eg hefi því í huga að leggja ekki upp fyrri en undir kvöld, því að það mun ekki vera öllu meira en tveggja stunda ferð héðan til tjarnarinnar; þar ætla eg að vera í nótt, til þess að menn og skepnur geti fengið nægju sína af vatni, því það er fátt um vatnsból um þessar slóðir. Svo kemst *) Búgaröurinn Veiðibær. eg með hægu móti frá tjörninni og til hasí- endunnar á morgun. »AIveg rétt, sennor,« svaraði Kúkilló og furðaði á því, hve Spánverjinn var kunnugur landslaginu. Don Estevari teygði sig: »Eg þarf líka að hvíla mig um stund. Má eg nota kofann yðar nokkrar stundir til þess að hvíla mig.» „Þér megið að öllu ráða yfir honum eftir vild, sennor,« svaraði Kúkilló auðmjúklega og hneigði sig djúpt fyrir Spánverjanum, en hann leit til hans eins og þjóðhöfðingi og bandaði honum fra sér með hendinni. Svo fór Kúkilló í burtu, en Spánverjinn fór inn í kofann. Sólin hækkaði meir og meir á lofti og skein brennandi á skafheiðum himninum. Sléttlendið mikla, sem náði langar leiðir til norðausturs, sveipaðist bláleitri móðu af hitagufum þeim, er lagði upp úr jörðinni og varð tilsýndar lík- ast stóreflis stöðuvatni álengdar að sjá. Síðara hluta dagsins fór ögn að gola, en loftið var samt jafnþunglamalegt og áður. Don Estevan kom nú út úr kofanum, þar sem hann hafði hvílt sig, og bauð að nú skyldi búast til brottfarar, Kúkilló og Baraja höfðu varið tímanum til þess að spila, og reynt af öllu megni að hafa rangt við, og beita svikum hvor við ann- an. Svo stóðu þeir upp, og Kúkilló blístr- aði hátt; kom þá hestur hans til hans á harða- stökki. Tungan lafði skrælþur út úr honum og augun voru döpur og fjörlaus. Kúkilló helti nú dálitlu af vatni úr belg sínum í skál eina, og sötraði hesturinn vatnið með mestu áfergju, og þó að það væri rnikils til oflítið, lifnaði þó yfir augum hans- við það. Hestar voru nú beizlaðir og söðlaðir, og dýnur lagðar á múlasnana og klyfjar þeirra látnar upp. Þjónninn, sem fyrst kom með hestalestina, handsamaði bjölluhryssuna og hélt í hana; allir lausu hestarnir skipuðust í kringum hana. Hann var maður hniginn á efri aldur og hæruskot- inn; svo fór hann á bnkog rak hópinn á undan. Síðan stiklaði Don Eestavan í söðulinn og reið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.