Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 32
30 NÝJAR KVÖLDVÖVUR. í skrifstofuna til föður síns, og hann var loks farinn að halda, að hún vildi helzt flýja sig. Rá talaði hann við hana alvarlega, og bað hana að segja sér, hvort hún væri nokkuð veik, eða hvort hún setti nokkuð fyrir sig, sem olli því, að hún væri orðin svo fálát. En hún fór bara að gráta, og svaraði sama sem engu. Eftir það fór hún þó að verða mannblendn- ari og var aftur hjá föður sínum. En hreimur- inn í röddinni var alt öðruvísi en áður, og augnaráðið ekki eins hreinskilnislegt. Svo kom læknirinn einu sinni til þess að skoða hana. Hún varð kafrjóð út að eyrum, og loks fór hún að gráta — svo að læknirinn varð frá að hverfa, og fór til prestsins niður í skrif- stofuna. «Jæja, læknir góður! hvað segið þér nú um dóttur mína?« «Heyrið þér, herra pres tur,« sagði læknirinn hálf hikandi; »hefir dóttiryðar orðið fyrir nokk- urri ákafri geðshræringu — hm — nokkurri —.« »Eigið þér við, hvort hún hafi orðið fyrir nokkru áfalli?« mælti prestur. »Ónei, ekki beinlínis; en hefir ekkert kom- ið fyrir hana, sem gæti ollað henni sorgar? — eða — eg á við í ástamálum?« Rað var'ekki laust við að prestur þyktist við spurninguna. Hvernig gat læknirinn í- myndað sér að hún Rebekka, dóttir hans, — sem var föður sínum svo samrýmd — gæti leynt nokku fyrir honum. Og auk þess var hún ekki ein af þeim drósum, sem sífelt eru að liugsa um ástamál. Og svo hafði hún ávalt verið undir hans verndarhendi, og hvernig átti hún þá að — ? »Nei, nei, kæri læknir; ekki vinnið þér yð- ur til frægðar með þessari uppfunding,« sagði presturinn brosandi. »Jæja, jæja, vertu nú rólegur,« sagði lækn- irinn; »eg ætla að skrifa eitthvað á pappírsmiða. Hann þekti að vísu ekkert meðal við ástsýki, og ekki hafði hann skift skoðun við það, sem presturinn sagðij en liann vissi, að meðalið, sem hann bað um handa henni, myndi eng- an saka. Rebekka hafði orðið hrædd, þegar læknir- inn kom, og eftir það reyndi hún enn meira til þess að láta ekki bera á öðru, en að hún væri eins og hún ætti að sér að vera. Rað mátti enginn vita, hvað komið hafði fyrir — að ungur, al-ókunnugur maður hefði tekið hana í faðm sinn og kyst hana — marga marga — kossa. Hún blóðroðnaði í hvert skifti sem hún hugsaði til þess; og hún þvoði sér tíu sinnum á dag, en henni fanst samt, að hún yrði aldrei hrein. Hvað hafði komið fyrir hana? — var það ekki stærsta svívirðing? — var hún nú nokkru betri en margar aðrar stúlkur, sem fallið höfðu og lent í ógæfu — í ógæfu, sem hún hafði áður hugsað til með skelfingu, og aldrei get- að skilið? Hún óskaði að hún gæti spurt einhvern um það, svo að hún þyrfti ekki sífelt að vera í þessum efa, sem ætlaði að gera út af við hana. Hún vildi vita hvað hún hefði gert; hvort hún hefði framar rétt til þess að horfa í augu föður sínum — eða hvort hún væri sekur syndari. Faðir hennar spurði hana þess oft, hvort hún gæti ekki sagt sér, hvað að henni gengi, því að hann fann það vel, að það hlaut að vera eitthvað, sem hún duldi fyrir honum. En þegar hún horfði í augu honum, sem voru svo hrein og sakleysisleg, þá fanst henni sér vera það alveg ómögulegt — alveg ómögu- legt — að fara að tala um þetta hræðilega atvik, og hún fór að gráta. Stundum hugsaði hún um konsúlsfrúna, sem hafði verið svo góð við hana, og um mjúku hendina á henni, en hún var ókunnug og svo langt í burtu, að hún gat ekki talað við hana. Hún hlaut að bera ein birðina, og það mátti enginn vita neitt. En hann — sem var með brosandi andlit og harm í huga einhversstaðar úti í veröldinni! Skyldi hún aldrei fá að sjá hann framar? — og hvar átti hún að fela sig, ef hann yrði aft- ur á vegum hennar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.