Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 28
26 NÝJAR KVÖLDYÖKUR. Da hve það hafði góð áhrif á Rebekku. Rað vakti svo hlýjar og viðkvæmar endurminning- ar, þegar frúin strauk um kinnina á henni með heitu, mjúku hendinni. Það lá við að hún tár- feldi, og hún stóð lengi í sömu sporum, eins og hún ætti von á, að þessi óþekta kona myndi faðma hana að sér og hvísla einhverju í eyra sér, einhverju sem hún var lengi búin að bíða eftir. En samræðunum héltáfram. Unga fólkið kom með glaumi og gleðilátum, og flutti með sér al lskonar bögla úr vögnunum. Konsúlsfrúin fleygði kápunni af sér á stól í stofunni, og fór að hagræða öllu eftir beztu föngum, en þeir yngri reyndu að tefja fyrir henni, og koma öllu á ringulreið, og þar var Lintzow fremstur í flokki; og Rebekka varð al- veg hissa, þegar hún sá föður sinn vera að hjálpa honum til að fela einhvern böggul, sém pappír var vafið utan um, undir kápu frúarinnar. Loksins var gömlu konunni nóg boðið. «Kæra Rebekka-;, sagði hún, »er ekki ein- hver markverður staður hérna í grendinni — því betra sem hann er lengra frá — svo að eg geti losnað við þessa ólátabelgi ofurlitla stund.» «Það er fallegt útsýni frá Kóngshaugi, og svo er fallegt suður við sjóinn,» sagði Re- bekka. »Já, við skulum fara suður að sjó,» hróp- aði Lintzow. ^Rað var ágætt,« sagði frúin. «Ef þér get- ið losað mig við hann, þá er eg hólpin, því að hann er allra verstur.» «Ef úngfrú Rebekka vildi fylgja mér, þá skyldi eg fara hvert á land sem vera skyldi,» sagði Lintzow og hneigði sig. Rebekkablóðroðnaði. Hún hafði aldrei heyrt neinn taía þessu líkt. Ressi ungi, laglegi maður, hneigði sig svo djúpt fyrir henni, og hann talaði svo hreinskilnislega. En nú var enginn tími til þess að hugsa um einstök atriði eða augnabliksáhrif. Óðara var allur hópurinn kominn út úr stofunni, og yfir garðinn, og svo hélt hann áfram upp ofurlitla hæð, sem kölluð var Kon- ungshaugur, með Rebekku og Lintzow í broddi fylkingar. Lyrir mörgum árum höfðu fundist nokkrir forngripir í hauginum, og síðan hafði prestur- inn, sem þá var í sveitinni, gróðursett nokkur harðger tré á hauginum. Rað voru ekki önn- ur tré nokkurstaðar þar í nánd, á vindberu, uppblásnu sandöldunum út við hafið, en eitt reynitré, og svo hnottrjáraðir beggja megin gangstigsins í garðinum prestsins. Eftir þenn- an Ianga tíma, voru þó trén orðin nær því mannhá, þrátt fyrir stormana og sandfokið. Þau settu bera og hnútótta stofnana eins og kryppu í norðanstorminu, en teygðu löngu hand- leggina fram móti sólu og suðri. Móðir Rebekku hafði gróðursett fjólur milli trjánna. «Ó, hvaðþetta var heppilegt,» hrópaði elzta dóttir konsúlsins upp yfir sig; hér eru þá fjól- ur. Æ, herra Lintzow, týndu nú fjólur í blóm- vönd handa mér í kvöld.» Lintzow hafði verið að reyna að finna, hvernig hann ætti að tala við Rebekku. Hon- um sýndist hún hrökkva við, þegar Fríðrika nefndi fjólurnar. «Rykir yður væntum fjólurnar?« sagði hann í hálfum hljóðum við Rebekku. Hún leit á haun undrandi. Hvernig skyldi hann vita það ? »Haldið þér ekki, ungfrú Hartvík, að það væri betra að tína ekki fjólurnar fyr en í kvöld, að við förum heim, þá halda þær sér betur,» sagði Lintzow. «Hafið þér það eins og yður þóknast» sagði Friðrika stutt í spuna. «Eg vona að hún verði þá búin að gleyma því,» sagði Lintzow í hálfum hljóðum við sjálfan sig. En Rebekka heyrði það samt. Hún furðaði sig á því, hvaða ánægju hann gæti haft af þvf að hlífa fjólunum hennár, í stað þess að tína þær handa þessari fallegu stúlku.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.