Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 18
16 NÝJARTKVÖLDVÖVUR. »Nú, það varmeira,« svaraði Kúkilló. »Eg er með í þeim leiðangri, og er meira að segja leiðtogi þeirra og leiðsagnarmaður, þó eg reynd- ar, okkar á milli sagt, hafi aldrei komið neitt til muna norður fyrir Túbak. Oangið þér nú lið með okkur. Rar eruð þér viss tueð að hafa yður upp. Við erum eitthvað hundrað talsins, og þurfum því ekki að vera smeykir við Indíanana, en þeir eru þeir einu, sem gætu gert oss erfitt fyrir að ná í gullið.« «Eg þakka fyrir yðar góða boð,» svaraði pilturinn eftir litla umhugsun; «gefið mér sólar- hrings-umhugsunartínia, þá skal eg segja um það, hvað eggeri.« «Rað er rétt, sennor. Við verðum hvort hið er saman fyrst um sinn.« Og svo riðu þeir áfram þegjandi utn stund. Stundum hallaði pilturinn sér til beggja hliða og reyndi að athuga hestinn nákvæmlega. Rað var eins og hann kannaðist við klárinn. Alt í einu hnaut hesturinn rneð vinstra fratn- fæti, enda dró hann fótinn einkennilega í spor- inu, þegar hann brokkaði. Pilturinn stökk óðara af baki og hesturinn hnaut, greip í taumana, og sagði snögt og í geðshræringu: »Hvað hafið þér átt þenna hest lengi?« »Hvað varðar yður unt það?« svaraði Kú- killó, en sú spurning!» eins og hann vildi eyða tali um þetta, en hafði um leið hönd á byss- unni, sem var bundin við söðulbogann. »Eg verð að fá að vita það!» svaraði pilturinn. «Hvað hafið þér átt þenna hest lengi?« Kúkilló hló kaldahlátur: »Er þetta ekki merkileg forvitni af yður? Annars hefi eg keypt hestinn.« »Að hverjum?« «Að að ókunnum manni, sem — sem kom úr langferð. — Máske honum hafi verið stolið frá yður?« »Nei. — En merkilegt er það að minsta kosti!« sagði pilturinn við sjálfan sig, og gekk við hliðina á hestinum. »En eg fer ekki vilt í því, að eg held — þó að það geti verið. En hann er svo nauðalíkur — — Pér hafið keypt hann að ókunnum rnanni. Hvernig var hann í hátt?« «Pað man eg ekkert unr,« svaraði gullfar- inn og byrsti sig. «Eg get ekki munað hvern- ig þeir eru allir í hátt, sem eg hefi keypt hesta að.« Pilturinn ætlaði að svara einhverju en hætti við, en sökk síðan niður í svo djúpar hugs- anir, að liann tók ekki eftir því, að Kúkilló leysti byssuna frá söðulboganunr og horfði unr leið illum augum til hans. Kúkilló var búinn að ná góðum tökum á byssunni og var að draga upp bóginn einstak- lega hægt og gætilega — en þá kom maður ríðandi á harðastökki, og teymdi söðlaðan hest. Kúkiiló krossbölvaði í reiði sinni: »Æeruð það þér, Benító?« kallaði hann svo lrátt, er hann þekti manninn. »Manninum er borgið, sé eg er,« sagði þjónninn og hélt í báða hestana. »Don Este- van hefir þá ekki sent mig hingað erindisleysu. Takið þenna hest, hann er ætlaður yður,« sagði Irann kurteislega og rétti honunr tauminn. Pilturinn þakkaði fyrir, tók hestinn og stiklaði í söðulinn. Svo riðu þeir hratt þrír saman, þangað til að þeir sáu eldana álengd- ar innanum tré og runna, sem þar voru um alt, Síðan komu þeir í tjaldstað. Don Estevan gekk þegar á móti þeim. Hann starði hvast og lengi á hið föla and- lit piltsins þar við eldabirtuna, og var eins og hrollur færðist unr hann allan. Piltur þessi, er þeir Don Estavan og Kú- killó höfðu þannig bjargað, hét Tíbúrsíó, og var fóstursonur þeirra Markos Arellanoss og konu hans. Leizt Kúkilló illa á það, og grunaði, að liann ef til vill mundi eitthvað vita um gulldal- inn og leyndarmál hans. Og það var iíka orð og að sönnu. Markos Arellanos hafði sagt konu sinni frá þessu, áður enn hann fór af stað í síðasta sinni, og fengið henni uppdrátt lítinn á skinn- pjötlu, er vísaði nokkurnveginn til afstöðunn- ar. En svo kom hann aldrei aftur. Pegar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.