Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 10
4 NÝJAli KVÖLDVÖICUR delse —• for det dejligc, solbeskmnede Da/rmmk — med Tilladelse. En orðin stóðu föst í hálsinum og hugsununum varð fótaskortur. Hann stotaði og stam- aði — med Tilladelse — en lille Tale — med Tilladelse. Lengra komst hann ekki. Svo datt hann niður aftur á milli borð- anna. »Det er s’gu Taagens Skyld — med Til- kidelsc!« tautaði hann. »Ja, den har s’gu skuiet sig j>aa Hjer- nen«, sagði fyndinn náungi. — »Det er klart s om Blæk!« En ræðumaðurinn heyrði það ekki. Hann sat steinsofandi á gólfinu, rígskorðaður milli tveggja stóla og hallaðist upp að öðrum þeirra. Við píanóið sat þvengmjór, svarthærð- ur miisihus og spilaði klassisk og söng til, með loðnurn hetjutenór. Á eftir ræðunni med Tilladelse spilaði hann Dct er et, yn- digt Land. Og er hann sá áhrif ræðu- mannsins, varð hann barmafullur af and- ríki, svo flæddi yfir á alla vegu. Hann kastaði höfðinu aftur á bak, lyfti hönd- unum hátt og hristi svo út úr ermunum inspireraða fantas'm til lofs og dýrðar for den hensovede. Að lokum klykkti hann út með Fred hviler over Land og By og Sov i Ro. Prestasjóninni var tekiö með dynjandi applás frá öllum velvakandi. Og den hen- sovede rumskaðist og tautaði í svefni: en lille Tale — med Tilladelse!---------- Ennþá seig strandferðaskipið áfram. anjakaðist gegnum þokuna eins og svart- ur ormur í gráum sandi. Og reykurinn varð að löngum og loðnum hala, sem lyppaðist út í loftið og hvarf. Róðrar- bátar sigu fram hjá á bæði borð og rugg- uðust í straumröstinni og tóku inn sjó, er' þeir komu of nærri skipinu. Var þá send heilmikil gófla af velvöldum bless- unarorðum upp á þilfarið. Venjulega heillöng runa af íslenzkum og færeyzkum blótsyrðum í óslitinni lotu, sem entist þrjár — fjórar skipslengdir og kafnaði svo í þokunni. Skipið blés í sífellu. Þrjú eimskip svör- uðu einhverstaðar langt í burtu, og hásir þokulúðrar göluðu eins og hanakjúkling- ar, sem eru nýfarnir að tilkynna tilveru sína í hænsnastíunni. Franskar fiskiskútur risu eins og æfin- týrahallir úr djúpi. Geysileg bákn með logndauðum seglum. 15—20 manns með- fram öldustokknum. Allir í þokugráum segldúksstökkum með víðar prjónahúfur á höfðinu og mislitan klút í þríhyrnu um hálsinn. Þeir keipa allt öðru vísi heldur en íslendingar. Renna færinu til botns, draga það svo upp aftur, hratt og kipp- ótt nokkra faðma. Renna svo til botns á ný. Þeir veifa hendinni og kalla nokk- ur gamanyrði yfir til strandferðaskips- ins, um leið og það sígur framhjá. Svo gleypir þokan allt á ný eins og Gýpa. Þokan þéttist með kvöldinu. Strand- ferðaskipið leggst við akkeri einhverstað- ar út af Seyðisfirði. Það eru engin tiltök að halda áfram. Himinn og haf er ein litlaus endaleysa. Og skipið er kafloðið í þokuúðanum eins og risavaxið Kataness- dýr í nýrri og endurbættri útgáfu. Niðri á 1. plássi fjarar heimsmenning- in smám saman út. En í lestinni er al- þýðumenningin í algleymingi. Þar er kveðið við raust. Rímur og klámvísur á víxl með hneykslanlegri hreinskilni. Kvenfólkið fussar og sveiar, en hlær þó í laumi. Svona eru þeir blessaðir karl- mennirnir! Þetta.eru þeirra ærogkýr. Og þetta er svo scm ekki tiltökumál: þegar þeir eru svona hýrir og góðglaðir. Þá eni þeir alltaf svo kátir og skemmtilegir. Þar er einnig drukkizt á úr sama stút og rifizt, bölvað og blessað og flogizt á í mesta bróðerni: — Halt’ á ðér an’skodans kjafteninum, helvídes dröllösokkörinn dinn! — Ætl- arð’ að berja meg, helvídes helvíde’ðitt!

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.