Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ró yfir hann. Fjöldi minninga úr tiltölu- lega stuttu lífi hans hvörfluðu í hugann. Svo vissi hann ekki af sér frekar. Guy hafði verið heppnari. Hann synti í brott frá flakinu; en í hvaða átt, vissi hann ekki. Þegar hugur hans tók að stillast, skild- ist honum, að hann ætti ekki að þreyta sig á sundi, og hann breytti stefnunni að stórum, tómum kassa. En rétt í því, er hann var að ná tökum á honum, sökk hann fyrir augum hans. Þó að fötin og stígvélin þyngdu Guy, þreytti hann sundið kappsamlega. En fljótlega stanzaði hann og tróð marvaða, meðan hann svipaðist um eftir einhverju öðru, sem hann gæti fest hendur á. Þá fyrst saknaði hann félaga síns. — Leslie! hrópaði hann svo hátt sem hann gat fyrir mæðinni. Hann hlustaði með eftirvæntingu. Ekkert svar kom. í fjarlægðinni gi-eindi hann skarkalann í skrúfu skipsins, sem sök átti á slysinu. Svo var að heyra, sem skipið fjarlægðist æ meira. — Auðvirðilegu þrælmenni! tautaði hann. Honum var ókunnugt um, að á- stæðan til þess, að skipið fjarlægðist, var ekki kæruleysi. Enginn á skipinu kunni ensku, og þegar Runswick skipstjóra tókst að lokum að koma einhverjum í skilning’ um, aö tvo af skipshöfninni á »Laughing Lassie« vantaði, hafði skipið tapað stefnunni á flakið vegna þokunnar. Lengi hringsólaði það á þessum slóð- um í von um að rekast á flótandi flök úr sokknu skútunni; en sakir þoku og myrkurs bar fyrirhöfnin ekki árangur. Það fjarlægðist meira og meira, og kom- ust menn loks að þeirri niðurstöðu, að ekki hefðu fleiri komizt lífs af, og var því ferðinni haldið áfram eftir upphaf- legri áætlun og stefnt í norska höfn. Allt í einu kom Guy auga á tunnu, sem flaut rétt hjá honum. Hann synti að henni, en gat ekki náð tökum á hálum hliðum hennar og varð að hætta þeim tilraunum. í nokkrar mínútur synti hann fram og aftur og skyggndist um eftir öðrum fljótandi munum, en þeim virtist sífellt fara fækkandi, og datt honum þá í hug, að hann kynni að hafa synt burt frá þeim stað, er skútan hafði farizt. Hann kallaði hvað eftir annað, án ár- angurs. Áreynslan tók nú að veikja þrótt hans. Ef hann fyndi ekki eitthvað að hvíla sig við innan skamms, hlaut björg- unarmöguleikunum að fækka. Þá kom honum til hugar að kasta af sér jakkanum, vettlingunum og stígvélun- um. Honiim heppnaðist það tiltölulega fljótt, sem þakka mátti góðri æfingu á skólaárunum, og honum varð óðar létt- ara um sundið. óafvitandi hafði hann synt stóran hring og nálgaðist nú aftur staðinn, þar sem slysið varð. Hann var að því kominn að láta hug- fallast, þegar hann kom auga á einhvern hvítan hlut í nánd við sig. Þetta var ká- etu-háglugginn af »Laughing Lassie«. Eirvírarnir, sem höfðu bundið hann við þiljubitana, voru mjög lyðgaðir, og þeg- ar skútan sökk, höfðu þeir brostið undan þrýstingi hins innibyrgða lofts og glugg- inn flotið upp á yfirborðið. Glugginn var fullur af vatni og flaut á hvolfi. Glerflöturinn var heill; en þar sem viðurinn var mjög þungur í sér, hafði glugginn ekki mikið fleytimagn. Þegar Guy greip í gluggann, snerist hann við, og með lítilli fyrirhöfn tókst honum að komast upp í hann. \ Nú var hann öruggur um stundarsak- ir, og ef kuldinn og þreytan buguðu hann ekki, hafði hann góða von um að bjarg- ast, þegar birti.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.