Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 19
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 13 Meðan hann lá þarna, fór hann að hugsa uni, hvað orðið væri af Leslie. Honum kom alls ekki til hugar, að vinur hans hefði farizt; Vissulega mundi hann hafa komizt um borð í gufuskipið. — Það ætlar að verða hræðilega kalt, tautaði Guy litlu síðar. Mér þætti gam- an að vita, hvort ég gæti losnað við nokkuð af vatninu. Hann tók að ausa með höndunum. Upphaflega var hann næsta hnugginn. En þegar brúnin á glugganum fór að lyftast hærra yfir vatnsflötinn, vann hann af meira kappi. Áreynslan liökaði smám saman stirða handleggina, og hann fann lítilsháttar yl færast í þá við aust- urinn. Eftir stundarfjórðung var vatnið í þessum veltandi glugga mörgum þuml- ungum lægra en sjórinn umhverfis. Skyndilega hætti Guy og starði, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, Það var farið að daga og jafnframt tók þokunni að létta. Tæpum fimmtán rnetr- um frá sér sá hann eitthvað í vatnsborð- inu, sem líktist mannlegum líkama. Þessi líkami flaut á bakinu, en sneri andlitinu til hliðar. Það gat enginn vafi leikið á, að þetta væri Leslie. Guy kallaði. Hann heyrði ekkert svar, en sá greinilega, að Leslie hreyfði höf- uðið. — Það stafar ef til vill af öldugangin- um, hugsaði Guy. Ég- verð að komast til hans með einhverju móti. Fyrst kom honum til hugar aö skríða upp ur glugganum og synda til félaga ’su'ns, en það mundi eyðileggja alla þá vinnu, er hann hafði lagt í að þurrka gluggann. Fullur af vatni gæti hann fleytt einum manni, en vissulega ekki tveimur. Eins og hann var nú, gat hann kannske borið þrjá eða fjóra. Guy beygði sig varlega út yfir brún- ina og tók að busla með höndunum. Það gekk hægt, en smátt og smátt nálgaðist hann þó félagann. Hugsunin um það, að Leslie kynni að vera dáinn, lagðist á Guy með hræðilegum þunga. Þegar hann kom alveg að honum, sá hann, hvers vegna Leslie var á floti. Þegar háglugginn losnaði fi'á þilfar- inu, höfðu ýmsir munir flotið upp úr káetunni, þar á meðal hrosshársdýna. Þegar hún kom upp á yfirborðið, lenti hún einmitt undir meðvitundarlausum líkama Leslie’s, svo að hún myndaði eins- konar bjargdufl undir honum. En hrosshárið drakk vatnið í sig án afláts og burðarmagn þess minnkaði fljótt. Innan fárra mínútna mundi dýn- an sökkva. Guy komst að lokum svo nærri vi.ni sínum, að hann gat gripið í öxlina á honum og snúið höföi hans. Leslie var náfölur. Augun voru lokuð en munnurinn opinn. Guy gat ekki séð með vissu, hvort hann var lifandi. Nú var um að gera að koma Leslie yf- ir í gluggann. Það var varasöm aðferð, en að lokum tókst honum það, án þess að fá mikið vatn inn í gluggann. Guy komst þá fljótt að raun um, að Leslie var enn á lífi. i flýti jós hann því vatni. er eftir var, út úr glugganum og fór síðan aö stumra yfir vini sínum. Stundarfjórðungi síðar opnaði Leslie augun og leit í kringum sig sljóu augna- ráði. — Heyrðu, mælti hann veikum rómi. Hvað gengur á? ó, einmitt, nú man ég það... En hvar er ég? — Það gengur vel, sagði Guy hug- hreystandi. Við finnumst sjálfsagt fljót- lega. Ein klukkustund leið. Sólin fór að skína og drengirnir fóru úr votu fötun- um og breiddu þau til þerris. Þokan var á bak og burt. Aðeins þunn móða huldi ennþá himinjaðarinn. Sjór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.