Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 26
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR V. Hafisjakinn. Heimsskautsfarið nálgaðist óðfluga á- kvörðunarstaðinn. Skipið var nú komið inn fyrir draglengd hinna þráðlausu tækja Claude Ranworth, og það bárust fregnir um að rannsóknarmennirnir hefðu enn orðið fyrir nýju óhappi. Þrátt fyrir nákvæmar varúðarreglur, var hinn hræðilegi skyrbjúgur kominn upp, og fimm menn höfðu þegar látizt af honum. Þar að auki voru flest-allir Eskimóahundarnir, sem notaðir voru til að draga sleðana, dauðir af einhverri ó- skiljanlegri ástæðu, og rannsóknarmenn- irnir neyddust því til að setjast um kyrrt í nokkrum snjókofum, sem þeir höfðu byggt nálægt fjörutíu og fimm enskar mílur inni á eyjunni. ’Skipshöfnin hafði klæðzt hlýjustu föt- unum, því að hitinn minnkaði ótt, því norðar sem skipið komst. Skipið fór oft fram hjá fyrirferðar- miklum ísjökum á reki, sem sönnuðu það, að ísinn brotnaði venju fyrr. Það var ekki lengur um nótt að ræða. Allan sól- arhringinn sat sólin eins og bleik skífa á himinþámanum. Þegar Stormleigh skipstjóri hafði ósk- að sjálfum sér til hamingju með svo fljóta ferð, lenti »Polarity« í þokubelti. f fjörutíu og átta stundii' var ógerlegt að sjá lengra en fáa faðma fram undan og ferðina varð að hægja ofan í fimm sj ómíluf j órðunga. Síðari þokudaginn, þegar Leslie og Guy komu upp á þilfariö frá því að borða miðdegisverð, heyrðu þeir vélsím- ann hringja. Um leið unnu vélarnar öf- ugt, og skrúfurnar tvær þeyttu freyðandi löðri meðfram endilangri skipshliðinni. Frammi á skipinu tóku varðbergs- mennirnir að hrópa hvor í kapp við ann- an, svo að liðsforingjarnir á stjórnpall- inum skildu ekkert af því, er þeir sögðu. Þá brotnaði framsiglan með ógurlegu braki tuttugu fetum fyrir neðan fána- húninn og féll niður á þilfarið ásamt stóru jakastykki. Báðir drengimir, sem heyrðu brakið en gátu ekkert séð, þreifuðu sig áfram, þar til siglan stöðvaði þá. Aftur heyrðist brak gegnum þokuvegg- inn. »Polarity«, sem enilþá þokaðist á- fram, þrátt fyrir mótspyrnu vélanna, hafði rekizt á nálega lóðréttan ísvegg. Til allrar hamingju fór skipið hægt, ann- ars mundi áreksturinn vafalaust hafa brotið kinnunginn. Drengirnir köstuðust báðir um koll á þilfarinu við þenna óvænta lmykk, og meðan þeir voru að staulast á fætur, hrasaði Paul Travers um þá. Annar stýrimaður var á leiðinni fram á, til að komast að raun um, hve skemmdimar væru miklar. — Það er í lagi, skipstjóri, kallaði hann. Enginn leki. Stafninn hefur dalazt lítið eitt, en plöturnar á kinnungnum eru heilar. Stormleigh skipstjóri andvarpaði feg- insamlega. Hann var hugrakkur sjómað- u'r; en við þoku var hann hræddur á sjó, sérstaklega undir núverandi kringum- stæðum. Nú ákvað hann að snúa við um nokkrar mílur og liggja um kyrrt, þar til þokunni létti. — Hafísjaki afturundan, skipstjóri, kallaði einn hásetanna. »Polarity« hafði streitzt á móti, þótt hún hreyfðist áfram, var nú hætt við að rekast á jaka, þegar hún tók að þokast aftur á bak. Vélsíminn hringdi aftur. í þetta sinn var skipið fljótara að stöðvast, því hrað- inn aftur á bak var aðeins tveir mílu- fjórðungar. — Hvernig getur staðið á þessu, Storm- leigh skipstjóri? spurði Ranwórth. Ef við

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.