Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 37
NYTJAJURTIR
31
kálið er allharðg'ert. Það þrífst víða hér
á landi, en þarfnast mikils áburðar og
góðrar umhirðu. Er það tæpast vansa-
laust oss íslendingum, hve lítt vér sinn-
um ræktun káijurta, sem allar eiga sam-
merkt í því að vera holl fæða, og margar
þeirra mjög auðugar af fjöi'efnum og
næringu. Mundi aukin neyzla þeirra á-
reiðanlega verða hvorttveggja í senn, til
heilsu og hagsbóta.
b. Annað grænmeti.
Af því nefni ég hér einungis salat,
spínat og tröllasúru eða rabarbara. Eiga
þær sammerkt káltegundunum í því, að
ofanjarðarhluta þeirra er neytt, en að
öðru leyti eru þær allsendis óskyldar
plöntur.
Salat (Lactuca sativa) er af körfu-
blámaættinni. Villijurtin, sem það er
komið af, þekkist enn í Suður-Evrópu.
Garðsalat er einær jurt og ræktuð vegna
blaðanna, sem eru allstór og' rík af fjör-
-efnum, einkum C-flokki þeirra. Er því
salatið kostafæða. Það hefur verið rækt-
að langa lengi. Þannig er þess getið aust-
ur í Persíu um 400 árum f. Kr. Nú er
það ræktað mjög viða, en einkum þó í
Suður-Evrópu og Frakklandi. Á Norður-
löndum er það og mikið íæktað. Hér
þrífst salat vel, en er lítið notað.
SpUiat (Spinacia oleracea) er af liéki-
njólaætt, er það skylt hrímblöðkunni, sem
vex hér víða í fjörusandi. Spínatið er
•einær jurt, sem talið er að upprunnin sé
I Persíu eða þar í grennd. Eigi eru menn
á eitt sáttir um, hvenær það hafi borizt
til Evrópu. Telja sumir fræðimenn, að
það hafi eigi gerzt fyrr en á 15. öld. Nú
er það mjög almennt ræktað. Er það
mjög’ til matbóta líkt og salatið, því að
það er auðugt af fjörefnum og ýmsum
málmsöltum, sem eru líkamanum holl
og nauðsynleg. Hér á landi þrífst spínat
"vel, eins og yfirleitt í norrænum löndum.
Tröllasúra eða rabarbari er af súru-
ættinni og því skyldur hinum alkunnu
villijurtum vallarsúnt og heimuhmjóla.
Rabarbari er þekktur frá fornu fari sem
lækningajurt. Fékkst hann austur í Kína
og vita menn með vissu um notkun
hans til lyfja um 2700 árurn f. Kr. Sá
hluti plöntunnar, sem þannig var not-
aður, var rótin, sem upp er grafin og
þurrkuð. Rót þessi, sem flutt var til
Evrópu, hjlaut nafriið Rha barbamm,
og þaðan er nafnið komið inn í Evr-
ópumálin. Þar eð rabarbararótin var
mikilvæg verzlunarvara, var reynt að
rækta plöntuna í Evrópu, en rætur
evrópiska rabarbarans stóðu hinum villtu
Asíuplöntum langt að baki sem læknis-
dómar. En um söniu mundir var farið
að rækta aðrar náskyldar tegundir til
matar hér í álfu, og er tröllasúra sú, sem
vér þekkjum, ein þeirra. Er hún ein hin
algengasta garðjurt um alla Evrópu. Svo
er talið, að tegund sú eigi heimkynni sín
austur í Altaifjöllum, en nú eru fram
komin af henni ótal afbrigða, bæði við
kynblöndun og úrval. Tröllasúra hefur
verið ræktuð í Evrópu síðan á miðöldum,
einkum vegna blaðstilkanna, sem kunn-
ugt er. Blöðkur hennar eru þó allvíða
notaðar sem græmneti meðan þær eru
ungar, sömuleiðis ungar blómskipanir.
Tröllasúran er harðger jurt, sem kleift
er að rækta í fjestum byggðum löndum.
Hér á landi er ræktun hennar og notkun
almennari en flestra annarra matjurta.
Talið er, að hún hafi flutzt hingað um
miðja 19. öld, fyrst til Reykjavíkur, en
síðan til Akureyrar og breiðst síðan út
frá þessum kaupstöðum.
4. Ertar.
Þær má einnig telja til garðjurta, en
af þeim eru það fræin, erturnar eða
baunimar, sem notað er til manneldis.
Eru þær rnjög næringarmiklar, einkum