Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 38
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUK er cggjahvítumagn þeirra mikið. Ei-tur eru allar af hinni merku jurtaætt, ertto- blómaættinni eða beIgjurtaættinni, sem hún einnig er kölluð. Nafn það er dregið af aldininu, sem kallast belgur. Belgjurt- irnar eru allar með óreglulegum blómum og frævast af skordýrum. Einkennilegt er það við margar þeirra, að á rótum þeirra lifa bakteríur, sem gæddar eru þeim hæfileika, að þær vinna köfnunar- efni úr loftinu og binda það. Fellur það til jarðvegsins, þegar jurtirnar og bakte- ríurnar deyja. Belgjurtir, eða sumar teg- undir þeirra, eru því oft ræktaðar til jarðvegsbóta. Þá eru og margar hinar merkustu fóðurjurtir belgjurtaættar. Fá- einar belgjurtir vaxa villtar hér á landi. Algengastar þeirra og merkastar eru hvitsmári og umfeðmingur. Af hinum mörgu og merku matjurtum ertublómaættarinnar verður hér aðeins minnzt einnar: GarSertunna/r (Pisum sa- tivum). Hún er einær jurt með hvítum blómum og samsettum fjaðurstrengjótt- um blöðum. Fremstu smáblöðin eru um- sköpuð í klifurþræði, sem plantan krækir í hvaða styttu, sem hún getur fundið, því að stöngull hennar er of veikbyggður, til að halda henni uppréttri. Þess vegna eru hvarvetna reknar niður stoðir í ertugörð- unum til styi'ktar plöntunum. Fræ garð- ertanna eru hnöttótt oftast gul eða græn á litinn (gular baunir, grænar baunir). Grænu baunirnar eru oft skornar upp áð- ur en þær eru fullþroska. Þær eru þá oft ljúffengari en tæpast eins nærandi og fullþroskuð fi-æ. Efnasamsetning þrosk- aðra gulbauna er sem hér segir: Vatn 14—15%, mjölvi 50%, eggjahvítuefni 22 —23% og feiti 1—2%. Af þessu er ljóst, að þær eru mjög nærandi, líklega nær- ingai-mestar allra garðjurta. En þó er að- gæzluvert, að þær mega kallast fremur tormeltar, þannig notast eggjahvítuefnin ekki til fulls. Garðertan er ævagömul yrkiplanta. Grikkir og Rómverjar ræktuðu hana mikið mörgum hundruðum ára f. Kr., og í staurabýlum í Sviss frá eiröld eru glöggar minjar ei-turæktar. Hún mun einnig hafa borizt snemma norður á bóg- inn. Víst er um það, að ertur voru rækt- aðar á Norðurlöndum á 13. öld, en ekki er það víst, hvort það var garðertan eða önnur náskyld tegund gráertan (Pisum ai'vense). Af garðertum er nú til mikið á annað hundrað afbrigða, sem aðgreind eru með ýmsu móti, sem of langt yrði nér upp að telja. Ekki er mönnum fullljóst um uppruna garðertunnar. Hún er hvergi til villt, og telja því margir líklegt, að hún sé komin af gráertunni, sem vex villt víða í Suður- Evrópu og fyrr er nefnd. Sú tegund er einnig ræktuð nokkuð, ekki sízt í norð- lægum löndum, því að hún er harðgerð- ari, en þykir naumast eins góð til matar og garðertan. Hér á landi má takast að rækta garð- ertur, ef lag er með, en vandhæfni er þó allmikil þar á. III. Ávextir. Til þessa flokks nytjaplantna tel ég' þær, sem hafa þannig aldini, að hægt er að neyta þein’a ótilreiddra, og einungis tína þau af plöntunum og eta síðan. — Flokk þessum skipti ég í tvær undirdeild- ir eftir eðli og útliti aldinanna. Safa- aldin og feit aldin. Flest þessara aldina vaxa á trjám. 1. Safaaldin eða kfötaldin. öllum þeim aldinum, er til þessarar deildar teljast, er það sameiginlegt, að þau eru »fögur á að líta«, safarík og ljúffeng á bragð. Skal hér stuttlega skýrt frá gerð þessara aldina. Þegar fræ plönt- unnar og aldin taka að þroskast, er það

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.