Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 42
36 NÝJAlí KVÖLDVÖKUR verða sætir og safaríkir, og krukkurnar lokast með öllu. Litlu kornin, sem vér finnum innan í fíkjunum eru alclin, eitt úr hverju blómi. Frævunin fer fram með þeim hætti, að vespa ein skríður inn í blómskipunina og færir blómunum, sem á aldinfíkjunum eru eingöngu kvenblóm, frjóið. Heimkynni fíkjutrésins eru talin löndin við austanvert Miðjarðarhaf, og er álitið, að Arabar hafi í’æktað þær fyrstir manna. En mjög snemma náðu þær mikilli útbreiðslu. Má sjá það meðal annars á því, hversu oft þeirra er getið í fornum ritum, bæði í biblíunni og hin- um grísku og rómversku fornritum. — Fíkjur voru þá aðalfæða fjölda manna, einkum fátæklinga, í Grikklandi og víðar þar syðra. Fíkjur eru mjög nærandi og gómsæt fæða. Sykurmagn þeirra þurrk- aðra er um 50% og stundum meira, en þar að auki eru í þeim eggjahvítusam- bönd og feiti. Fíkjur eru nú ræktaðar víða um lönd, þar sem loftslag leyfir þeim þroska. En aðalræktarsvæði þeirra er samt löndin við austanvert Miðjarðar- hafið. Er Litla-Asía t. d. alkunn fyrir fíkjurækt sína (Smyrna-fíkjur). Fíkjur þroskast toiveldlega í Mið- og Norður- Evrópu. e. Döðlwpálmi (Phoenix dactylifera). Döðlupálminn er einkennisplanta Norö- ur-Afríku og Suðvestur-Asíu. Hann þrífst um alt þetta svæði og einhvers- staðar á því munu frumheimkynni hans vera. Hann þarfnast heits, sólríks lofts- lags, eins og eyðimerkurhéruð þessara landa bjóða, en jarðvegur og vatn vei'ður þó líka að vera fyrir hendi. En þar sem þessum skilyrðum er fullnægt, gnæfa hin 10—20 metra háu pálmatré yfir vinjarn- ar og gefa þeim svip. »Konungur vinj- anna stendur með fætuma i vatni, en teygir kórónu sína upp í glóð himinsinsc. segir arabiskt orðtak um döðlupálmann. Eins og fyrr er sagt, er döðlupálminn. hávaxið tré. Blóm hans eru einkynja og bera sum trén aðeins kvenblóm en önnur karlblóm. Um frævunina hafa mennimir annast frá alda öðli, og á pálmaekrunum gróðursetja menn 5—6 karltré á móti hverjum 100 kventrjám. Aldinin, döðl- urnar, eru mjög næringarríkar, í þeim þurrkuðum er nær 60% sykur. Döðlu- pálminn er lang mikilvægasta yrkiplanta eyðimarkanna, og er vafalítið, að á» hans yrði lífið í þessum löndum harla torvelt. Þetta verður skiljanlegra, þegar aðgætt er hve geysifrjósamt tré hans er. Frá því tréð er þrítugt og til 100 ára aldurs, gefur það að meðaltali af sér um 100 kg. af döðliun á ári. En menn hafa hans fleiri not. úr stöngulsafanum fæst pálmavín, og ung brum og blöð em etin sem grænmeti. Viðurinn er notaður til eldsneytis og húsagerðar, og blöðin í þök, mottur og fleiri hluti. Því er líka svo háttað í döðluræktarlöndunum, að menn verða að tíunda döðlupálmaeign sína, og eru pálmati’én einn helzti skattstofninn þar. Döðluræktin er afargömul. Til eru e- gypzkar myndir af döðlupálma frá því 2460 árum f. Kr., og í hinum elztu sögn- um og söngvum heimalanda hans, er hans hvarvetna getið. Norðan Miðjarðarhafs er döðlupálmi nokkuð ræktaður, en mest er það til prýði og vegna blaðanna, sem mjög eru notuð við ýmsar hátíðlegar athafnir, einkum kirkjulegar. Að öllu samantöldu, má döðlupálminn teljast til hinna merk- ustu yrkiplanta jarðarinnar. Ýmsir aðrir pálmar bera safarík aldin og eru hin nyt- sömustu tré, þótt eigi sé þeirra hér getið- f. Bjúgaldin (Musa sapientia og Musa paradisea). Bjúgaldin eða bananar em aldin hita- beltisplantna, sem fljótt á litið líkjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.