Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 46
40 NÝ.JAR KVÖLDVÖKUR andai'dráttinn, og' hafa þær athuganir gefið sama árangur. Samt er vert að geta þess, að regla þessi á ekki við alla menn, enda þótt flestir hlýði þessum lög- um. Allflestir kannast við morgunsvæfa menn. Það er torvelt að vekja þá, enda þótt þeir hafi sofið alla nóttina, og þeir eru daufir í dálkinn og syfjaðir fram eftir öllum degi. Má telja sjálfsagt, að þeir séu undantekning frá reglunni. Þá skal litið á svefnþörfina og nauð- syn svefnsins. í öllum lífeðlisfræðiritum er það tekið fram, að svefninn sé lífs- nauðsynlegur bæði mönnum og dýrum. Og margir meðal hinna eldri lífeðlisfræð- inga fullyrða, að hundar hafi dáið, ef þeim var varnað svefns í fimm sólar- hringa. Nýjustu rannsóknir sýna að vísu, að þetta séu öfgar, en hinu neitar eng- .inn, að öllum mönnum og mörgum teg- undum dýra sé lífsnauðsyn að sofa og það helzt nokkuniveginn reglubundið. Og ekki hefur tekizt að halda »nonnal« manni lengur vakandi en fjóra sólar- hringa samfleytt. í dýraríkinu verður svefns ekki vart, nema meðal hinna fullkomnustu dýra. Af hryggleysingjunum eru það einungis fá- ar tegundir skordýra, sem tekizt hefur að fá fullvissu um að þau sofi í líkum skiln- ingi og vér. Meðal hryggdýranna eru það einungis fuglar og spendýr, sem vér vitum að sofa á reglubundinn hátt. Það -virðist einnig svo, að svefninn verði því fullkomnari, sem dýrið er gætt meiri skynsemi. Það er því engu líkara en að svefninn sé ástand, sem mjög er háð sál- arþroska dýranna. Almennt er talið að svefnþörf manns- ins sé 8 stundir í sólarhring. Þetta er þó mjög breytilegt, og fer það eftir aldri og einstaklingum. Svo er talið að á fyrsta aldursári sé svefnþörfin 16 stundir, á óðru til fimmta ári 12—14 stundir, á Æjötta til fjórtánda ári 10 stundir. Full- þroska maður sefur 7—8 stundir í sól- arhring, en aftur er svefnþörf gamal- menna oft minni, og það jafnvel þótt þau þarfnist meiri líkamshvíldar en þeir, sem. yngri eru. Vitanlega eru tölur þessar meðaltöl, og til ei*u þeir menn og eigi allfáir, sem aldrei fá sofið væran blund' án svefnlyfja. Þá komum vér loks að spurningunum:: Hvers vegna þurfum vér að sofa? Og hvernig ber að skýra eðli svefnsins?' Margar skýringar hafa komið fram á þessum fyrirbærum bæöi fyrr og síðar. Það hefur jafnvel verið reynt að skýra svefninn með sálnaflakki, þ. e. að sálin. yfirgefi líkamann meðan sofið er. Aðrir hafa haldið því fram að í svefninum losni frumur heilans úr tengslum hvorar við aðrar, en grípi aftur saman þegar menn vakna. Hvoruga þessa skoðun geta lífeðl- isfræðingar nútímans aðhyllzt. Um alllangt skeið hefur sú skoðun ver- ið ofarlega á baugi, að í vökunni safnist mikið af úrgangsefnum fyrir í heila- frumunum, einkum hinum æðri, eða a8 frumur þessar eyði svo miklu af næring- arforða sínum, að þeim sé ókleift að starfa, nema þær fái hvíld. úrgangsefni þau, sem hér er um að ræða, eru helzt talin vera kolsýra og mjólkursýra. Þessi skýring er að mörgu leyti hin álitlegasta, en ýmislegt má samt finna henni til for- áttu. Fyrst er að geta þess, að myndun úrgangsefna og hreinsun þeirra burt aft- ur fylgist að hvarvetna annarstaðar í líkamanum. Það er því engan veginn hægt að sanna, að slík svæfandi efni safn- ist saman í heilanum, eða séu þar fyrir' hendi. Einnig er líklegt, að finna mætti- þann vinnuhraða, að úrgangsefnin sköp- uðust alls ekki hraðar en líkamanum- tækist að hreinsa þau burtu. En væri sá vinnuhraði fundinn, þá væri svefn- spursmálið leyst, og svefninn elcki lengur bráðnauðsynlegur. Sumir halda því fram;,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.