Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 51
GJAFIR VITRINGANNA 45 ranga svarið. Vitringamir konm með verðmætar gjafir. En það var ekki með- al þeirra. Þessi myrka staðhæfing mun verða útskýrð seinna. Jim dró böggul úr kápuvasa sínum og kastaði honum á borðið. »Þú getur verið alveg róleg mín vegna, Dellí mín«, sagði hann, »ég býst ekki við að nokkurskonar klipping eða hárgreiðsla eða jafnvel krúnurakstur : gæti komið mér til að þykja nokkuð minna vænt uni stúlkuna mina. En ef þú vilt líta í böggulinn þarna, þá skilst þér kannske hvers vegna ég varð hálf ringlaður í svipinn«. í einni svipan hafði Dellí svift umbúð- unum utan af bögglinum. Hátt gleðióp kvað viö, en snerist á næsta augnabliki i svo ákafan krampagrát, að það útheimti alla huggunarhæfileika húsbóndans. Því í bögglinum voru hárkambarnir — samstæða af vanga- og hnakkakömb- um sem Dellí hafði séð í einum búð- arglugganum í Breiðgötu, og var búin að tilbiðja í langan tírna. Dásamlega fagrir kambar, úr ekta skjaldbökuskel, með gimsteinum á röðunum, og liturinn átti alveg við hár hennar. Hún vissi, að þeir voru afardýrir, og þó hún hefði þráð þá jafnt og þétt, hafði hún aldrei gert sér minnstu von um að eignast þá, Og nú voru þeir hennar. En loklcarnir, sem hinir langþráðu dýrgripir áttu að prýða, voru horfnir. En hún þrýsti þeim að bai’mi sér, og bráðlega gat hún litið upp og brosað : gegnum tárin og hvíslað: »Hárið á mér er svo fljótt að vaxa, • Jim«. En allt í einu stökk hún upp, eins og hún hefði verið stungin, og hrópaði: »Bíddu, Jim!« Jim hafði nefnilega ekki séð jólagjöf •sína ennþá. Hún rétti honum festina á flötum lófa sínum og hinn daufi, dýr- mæti málmur virtist fá aukið geisla- magn frá glöðu, tindrandi andliti hennar. »Er hún ekki sæt, Jim? Ég var búin að leita út um allan bæ, áður en ég fann hana. Hér eftir verðurðu að »fylgjast með tímanum«, að minnsta kosti hundr- að sinnum á dag. Komdu með úrið, ég ætla að sjá hvernig hún passar«. i stað þess að hlýða, kastaði Jim sér aftur á bak í legubekkinn, stakk höndun- um á bak við hnakkann og brosti. »Dellí mín«, sagði hann, »við skulum læsa jólagjafirnar okkar niður og geyma þær. fyrst um sinn. Þær eru alltof fall- egar til þess að nota þær strax. Ég seldi úrið til þess að geta keypt hár- kambana. — Og hvað segirðu nú um að setja pönnuna yfir?« — Eins og allir vita, voru vitringarn- ir úr Austurlöndum undursamlega vitrir menn, sem komu með gjafir til barnsins í jötunni. Það voru þeir, sem fundu upp jólagjafasiðinn.Það ræður að líkum, að svo vitrir menn hafa einungis gefið vit- urlegar gjafir. En hér hef ég nú, af veikum mætti, verið að segja ykkur hversdagslega viðburði úr lífi tveggja ein- feldninga, sem á hinn óviturlegasta hátt fórnuðu hvort öðru því dýrmætasta, sem þau áttu. En eitt orð að lokum, þér vitringar nútímans: Af öllum gefendum eru þessi tvö þau vitrustu. Af öllum, sem gefa eða þiggja gjafir, eru þau, og þeirra líkar hin vitrustu. Alstaðar eru þau vitrust. Þau eru Vitringamir. Stefán Bjarman þýddi. Hann: Hvernig stendur á því að þú ert svona gröm við læknirinn? Hún: Hann var svo óforskammaður. Þegar ég lýsti því fyrir honum hvað ég var þreytt, þá bað hann mig að lofa sér að sjá tunguna.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.