Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 54
48
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
húsbónda sínum, til íslenzka lærisveins-
ins og allra prófessoranna. Var það mjög
tiginn maður þar í borginni. Með heim-
boðinu til íslendingsins fylgdi stúdents-
fatnaður, mjög vandaður, og þá er hann
aðgætti númerið á húsi því, er hann var
boðinn til, sá hann, að það var sama
húsið og júngfrúin hafði leitt hann áður
að.
Að prófinu afstöðnu, fóru þeir síðan,
prófessorarnir og íslendingurinn, til
heimboðsins. Þá er þeir koma að húsinu,
kemur skrautbúinn þjónn út á móti þeim
og leiðir þá inn í forsalinn. Þar kom hús-
bóndinn á móti þeim og biður þá að vera
velkomna, og leiðir þá síðan inn í sal
mikinn. Þar er síðan setzt að veizlu mik-
illi og er þar dýrlegt borðhald og
skemmtilegar borðræður. Og segist hús-
bóndinn vilja segja þeim sögu eina litla.
»Það voru einu sinni margir skóla-
sveinar í borg einni, nálægt hundrað. Það
var venja þeirra, að gista mjög oft hjá
gestgjafa einum ríkum og lánaði hann
þeim þá tíðum stúlkur til hvíluneytis,
mót ærnu fé. Einn skólapilturinn var fá-
tækastur þeirra allra, en vandaður mjög
og ráðsettur, og aldrei með hinum í þess-
um erindagjörum. Að lyktum fór hann
þó einu sinni, fyrir áeggjan hinna. —
Stúlka sú, er hann kaus að hvíla hjá,
bað hann að gefa sig lausa af því skil-
yrði, og gerði hann það. Var hann þó
búinn að kosta til þess meginhluta pen-
inga sinna«.
»Hvaða skylda finnst ykkur liggja á
stúlku þessari gagnvart skólapiltinum,
er sýndi henni svo mikinn góðvilja?«
»Það er sjálfsagf, að stúlkan væri
skyld til að giftast skólapiltinum, ef
hann æskir þess«, segja prófessorarnir,
»Það hygg ég líka«, segir herramaðui’-
inn. »Og þetta var dóttir mín«. mælti
hann. Sagði hann þeim síðan alla sögu,
að dóttir sín hefði verið á skemmtigöngu
úti á stræti eitt kvöld, og þá hefði gest-
gjafinn komið að henni og ginnt hana
til herbergja sinna, sleppt henni síðan
aldrei út þaðan aftur. Og þannig hefði
hann tælt til sín margar stúlkur, og
lánað þær út til rekkjuneytis, bæði skóla-
piltunum og fleiri. Gestgjafinn var alltaf
vanur að taka þær úr rúmunum frá
skólapiltunum á morgnana og loka þær
svo aftur inn í klefa sína. Það var
skömmum tíma áður en íslenzki skóla-
pilturinn kom til gestgjafans, sem hann
hafði náð herramannsdóttur einni á vald
sitt; var hann því engum búinn að lána-
hana til hvíluneytis, enda hafði hún ekkí
verið auðveld í höndum hans. En fyrir
þá sök gat hún komizt út úr húsum hans,
að hún var fyrri á fótum um morguninn-
en hann og gat einhvernyeginn komið sér
fyrir með að komast út um bakdyr húss-
ins. Herramaðurinn vildi ekki ákæra
gestgjafann fyrir breytni hans áður en
hann vissi hvaða vitnisburð íslendingur-
inn fengi við embættisprófið. Og var
hann útskrifaður með lofi. Tók herra-
maðurinn hann þá til sín, gaf honum
dóttur sína, gerði hann að aðstoðarmanni
sínum í embættinu og útvegaði honum
síðan fyrirheit um embættið eftir sinn
dag. Herramaður þessi var í mjög háu,
mikilsvirtu embætti, og hlaut fslend-
ingurinn það að honum látnum, og hafði
það á hendi alla æfi. Vel féll á með þeim
hjónum, en ekki er getið barna þeirra.
Oft komu íslendingar til hans og tók
hann þeim jafnan vel, en ætíð hafði hann
æfintýri sitt í kyrrþey. Þá er hann var
orðinn gamall maður, sagði hann það
einhverjum íslendingi. Barst þannig saga
þessi til íslands, og dreifðist hún þar út
meðal manna. — Málefni gestgjafans um
kvennaránið, kom fyrir rétt, og var hann
dæmdur frá eignum sínum og gerður út-
lægur.