Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 7
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
F i n n I a n d.
Þættir um land og þjóð.
Inngangur.
Lengst í austri hinna norrænu landa
liggur Finnland „þúsund vatna landiS“.
Það liggur þar sem varnargarður milli
Norðurlanda og Rússlands. Vegna legu
sinnar hefir það orðið ágreiningsefni
milli ríkja, því að þangað hefir fyrrum
verið seilst til yfirráða, bæði úr vestri og
austri. Á Finnlandi og finnsku þjóðinni
hafa hvað eftir annað skollið holskeflur
austrænna áhrifa og yfirgangs, en finnska
þjóðin hefir tekið á móti þeim með
þeirri festu og þrautseigju, sem er höfuð-
einkenni hennar. Langvarandi náin skipti
og sambúð við Norðurlönd hafa fært
Finnum norræna menningu og skapað
meðal þjóðarinnar norræn viðhorf, svo að
hún bæði í eigin vitund og í skoðun um-
heimsins er ein hinna norrænu þjóða,
þrátt fyrir það, að mestur hluti hennar er
af öðrum kynstofni sprottinn.
Enda þótt ekki sé nema einnar nætur
sigling frá Stokkhólmi til Ábo í Finnlandi
og sólarhrings ferð þangað frá Kaup-
mannahöfn, hafa samt fáir íslendingar
lagt þangað leið sína. Land og þjóð hefir
verið oss lítt kunnugt nema af sögnum og
ljóðum. Ef Matthías Jochumsson hefði
ekki leyst af hendi það þrekvirki, að
þýða á íslenzku nokkur af helztu kvæð-
um Runebergs og „Sögur herlæknisins“
eftir Topelius, tvö af höfuðskáldum Finn-
lands, mundum vér vera harðla fáfróðir
um líf og baráttu þessarar þjóðar. En allt í
einu hefir svo skipast, að Finnland er hér
á hvers manns vörum. Hin ofbeldisfulla
árás Rússa á Finnland hefir vakið við-
N.-Kv. XXXIII. árg., 1,—3. h.
bjóð og skelfingu allra hugsandi manna,
en jafnframt hafa menn fyllst aðdáunar
og lotningar fyrir hinni finnsku þjóð, sem
svo drengilega og af þvílíkum hetjumóð
berst fyrir frelsi sínu, að fádæmmn sætir.
Oss verður það ljósara en nokkru sinni
fyrr, að hetjuljóð Runebergs eru ekki
skröksögur, heldur veruleikinn sjálfur,
svona er finnska þjóðin. Vér reynum það
nú, að hún er
„fólk sem þorði allt
nema þrek og manndáð svíkja,
og nakið, hungrað, kvalið, kalt
ei kunni að heldur víkja“.
í eftirfarandi köflum skal nú landi og
þjóð lýst nokkru nánar.
I. LANDIÐ.
Náttúrufar.
Finnland er eitt hinna nyrstu menn-
ingarlanda á jörðunni. Það liggur milli
60° og 70°N. br., svo að verulegur hluti
þess er norðar en ísland. Annars er land-
ið geysilangt frá norðri til suðurs eða um
1150 km., en mest breidd þess frá austri
til vesturs er um 600 km., en þar sem það
er mjóst einungis nál. 100 km. Stærð
landsins er 383000 km2. Suður- og vestur-
hluti landsins liggja að innstu flóum
Eystrasalts, Finnska flóanum og Hels-
ingjabotni. Er strandlengjan alls 1650 km.
Að öðru leyti nær landið ekki að sjó
nema örmjó landræma norður að íshafi.
Lönd þau, er að Finnlandi liggja eru Sví-
þjóð og Noregur að vestan, eru þau
1