Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR landamæri alls um 1350 km., en að austan er Rússland með 1570 km. löngum landa- mærum. Mestur hluti þessara landamæra eru ónáttúrleg, enda þótt nokkur vötn skilji á milli, mest þeirra er Ladogavatnið. Þrátt fyrir hina löngu strönd liggur Finn- land ekki vel við siglingum, er það hvoru- tveggja, að ströndin liggur öll að innhafi og eins hitt, að flóarnir frjósa langan tíma á hverjum vetri. Hangö syðst og vestast í landinu er hin eina Eystrasalts- höfn, sem næstum ætíð er íslaus, en Petsamo við íshafið er það einnig. Auk meginlandsins teljast Álandseyjar, allstór eyjabálkur í miðju Eystrasalti, til Finn- lands. Öll strönd Finnlands er girt skerjagarði með óteljandi eyjum og hólmum. Þegar maður kemur siglandi handan frá Sví- þjóð er hið fyrsta, sem mætir auganu, lág og jöfn landræma, þar mætir manni engin stórgerð hamrahlíð, með tindum og skörðum, það er fyrst þegar komið er inn undir ströndina, að í ljós kemur smátennt rönd efst við sjónhringinn, það er greni- skógurinn, sem vex niður á yztu tanga og sker. Mestur hluti landsins er láglendi. Fjöll eru naumast, nema nyrst í landinu og þó lág. Hæst eru þau á landamærum Noregs eða 1350 metrar. Annars ná þau óvíða 500 m .hæð, og mestur hluti landsins er fyrir neðan hálendismörk, 200 m. Ekkert er þó fjar sanni en Finnland sé óslitin slétta með endalausu víðerni. Landið er æfafornt að allri jarðmyndun, gert úr granít og gneis. Það er raunverulega rúst af fornu hálendi, og leifar þess koma fram í ótali ása, sem sundur eru skornir af dölum og lægðum. ísaldarjökullinn hefir á sínum tíma sorfið allar hvassar brúnir af hæðunum, en hann hefir einnig ekið saman gífurlegum jökulruðningum í ása og hæðir. Hvassar brúnir, fell og tind- ar sjást hvergi, heldur er landið allt mót- að mjúkum boglínum. Mesta sléttlendið er við norðanverðan Helsingjabotn þar sem heitir í Austurbotni. í öllum dölum og dældum eru stöðu- vötn. Þau eru alls 60000 talsins í landinu auk tjarna og smávatna. Mjög eru þau víkótt og nesjum skorin og höfðum, svo að oft er torvelt að átta sig á hvað er eitt vatn. Stærsta vatnið heitir Saima og er það í suðaustanverðu landinu. En Ladoga- vatn liggur sem fyrr segir á landamærum Finnlands og Rússlands, og á Finnland af því drjúga sneið. Milli vatnanna falla ótal ár og fljót. Þótt hálendi sé ekki í landinu er samt víða svo mislent að foss- ar og flúðir skapast. Landið er því auðugt af vatnsafli, og hefir það mjög verið virkjað á síðari árum, Mesta aflstöð landsins er í suðausturlandinu við Imatra fossana. Þar eru virkjuð 174000 hestöfl, og þaðan fá helztu bæir landsins rafmagn til ljósa og iðnaðar. Alls eru virkjuð í land- inu um 650000 hestöfl. En árnar og vötn- in hafa verið Finnum mikilvæg að öðru leyti. Helztu samgönguleiðir inn í landið lágu um ár og vötn, og ekki var talið óal- gengt að menn flyttu báta sína yfir mjó eiði milli vatnanna. Á vetrum voru þar hinar greiðustu sleðaleiðir. Og enn eru árnar hvarvetna notaðar til timburfleyt- ingar. Vötnin eru eftirlæti Finna. Svo segja kunnugir menn, að Finnum þyki ekkert landslag fagurt, séu þar eigi vötn, ár eða fljót. Bústaði sína reisa þeir helzt ekki nema við strendur, eða þar sem útsýn er til vatna. „Finninn þarf að sjá frá heimili sínu yfir sitt eigið vatn eða vog, hversu það á kveldin verður spegillygnt, og him- inbláminn og hinn deyjandi kveldroði speglast í fleti þess með ótali litbrigða. Hann leggst til hvíldar um leið og vatnið hans. Og þegar morgunblærinn vekur fyrstu öldurnar á vatninu, þá rís hann á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.