Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Page 11
FINNLAND 5 leður-, gúmmí- og vélasmíðar. Svo er tal- ið að þar séu nær 300 verksmiðja og stór- iðnfyrirtækja. Austur í landi nálægt landamærunum rússnesku liggur Viborg (Viipuri). Hún var fyrst reist 1293 til varnar gegn innrásum Rússa, enda stend- ur hún vestast á Kirjálaeiði, en svo nefn- ist landspildan milli Ladogavatns og finnska flóans. Þar hefir ætíð verið aðal- innrásarleið Rússa í Finnland, enda er sú gatan greiðust, og skemmst að fara, til að herja hin fjölbyggðustu héruð landsins. Til þess að draga úr þeirri hættu reistu Finnar þar hinar traustustu víggirðingar, Mannerheimlínuna, þvert yfir eiðið, og þar hefir verið barizt án afláts síðan styrjöldin hófst. Viborg er verzlunarstað- ur mikill, og hefir lengur lotið stjórn Rússa en aðrir hlutar Finnlands. En þrátt fyrir varnir Mannerheimlínunnar er eng- in borg Finnlands í jafnmikilli hættu fyr- ir árásum og Viborg. II. ÞJÓÐIN. í Finnlandi búa aðallega tvær þjóðir, Finnar og Svíar. Mestur hluti þjóðarinn- ar eða 9/10 hlutar eru þó af finnskum stofni og mæla á finnska tungu. Svíarnir búa einkum með ströndum fram og í bæj- unum, af sveitum er einkum margt Svía i Austurbotni sunnanverðum. Finnar teljast til hinna svokölluðu finnsk-ugrisku þjóða. Svo var talið fyrr, að Finnar myndu vera af mongólskum uppruna, en þjóðfræðarannsóknir nútím- ans hafa sýnt að svo er ekki, heldur telj- ast þeir til hinna erönsku þjóða, enda þótt ókunnugt sé um uppruna og fyrstu heim- kynni þessa þjóðflokks, sem yfirleitt er fámennur, auk Finna teljast til hans Eistlendingar, Ungverjar og nokkrar smá- þjóðir aðrar. Margir telja að frumheimiii þessa þjóðflokks hafi staðið le ;gst suður á sléttum Rússlands, en landnám þeirra í Finnlandi hafi byrjað á fyrstu öldunum eftir Krists fæðingu. Tveir eru taldir aðalstofnar Finna. Tavastar eða vesturfinnar og Kirjálar eða austurfinnar. Eru þeir taldir allólíkir bæði í sjón og raun. Kirjálarnir eru frem- ur grannvaxnir og greina sig þannig mjög frá hinum þjóðbræðrum sínum sem eru manna þrekvaxnastir. Þeir eru ekki sérlega hneigðir fyrir jarðyrkju en fást meira við kvikfjárrækt, verzlun og hverskyns handiðnir. Listhneigðir eru þeir einnig, einkum sönghneigðir. Þeir eru glaðlyndir og málreifir, ferðast mikið og hafa því kynnst mörgum, einnig utan endimarka Finnlands. Tavastarnir eru þeim í mörgu ólíkir. Þeir eru harðgerðir og hraustbyggðir, svo að firnum sætir, þolgóðir og þrautseigir. Rithöfundur einn, sem nákunnugur er finnsku þjóðinni lýsir þeim svo: „Enginn þjóðflokkur e'r þeim jafn að herðabreidd né að beinagildleika, axlirnar eru beinar, og faðmslengd þeirra furðumikil, en fæturnir þreknir eins og stæðu þeir á trjábolum. En þetta breiða bak og herðar og sinaberu hendur hata rutt hina grýttu jörð Finnlands, svo að þar eru nú víða frjóir akrar, sem fyrr voru grýttar hæðir, og hvervetna getur að líta hin hraustlegu steinatök finnska bóndans. Og á leikvöllum íþróttanna um víða veröld hefir þrek og þolgæði Finn- ans fært honum sigrana. Tavastarnir hafa mótað svip þjóðarinnar, og það er mynd þeirra, beinir í baki, herðabreiðir og hnar- reistir, sem hefir mótast í hug þeirra manna, sem kynnst hafa Finnum. En Tavastar eru kyrrlátari en nokkur önnur þjóð. Þessir þreklegu menn eru lágróma, svo að raust þeirra heyrist ekki nema nokkra metra í brottu. Þeir eru hógværir í framgöngu og næstum því feimnir, þeír hlæja aldrei hátt, heldur brosa aðeins góðlátlega. Þeir eru viðkvæmir í lund, en svara þó sjaldnast, þótt móðgaðir séu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.