Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 14
8 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þeir væru í sambandi við Svía, og ófrið- urinn 1808—1809 sýndi að Svíar gátu ekki lengur veitt þeim sömu vörn og áður, en á hinn bóginn hét Rússakeisari, Alexand- er I., þeim öllu fögru, þeir skyldu njóta þess sjálfstæðis, sem þeir hefðu haft og halda löggjöf sinni og embættismönnum, en Rússakeisari gerðist stórfursti yfir landinu. Brátt komu þó ýmsar breytingar í ljós, þannig var t. d. aðsetur stjórnar- innar flutt frá Ábo til Helsingfors, til þess m. a. að vera í meira nágrenni við rússnesku stjórnina. Það má þó heita svo, að meðferð Rússa á Finnum væri sæmileg fram um 1880, og meira að segja voru gerðar þar ýmsar umbætur á félags- og menningarmálum. En eftir þann tíma snýr rússneska stjórn- in við blaðinu. Um þær mundir var þjóð- erniskennd Finna orðin allsterk, höfðu skáld og menntamenn þjóðarinnar bæði sænskir og finnskir unnið mjög að því að efla hana, einkum er finnska hreyfingin nú mjög í framför. En þetta var vitanlega þyrnir í augum Rússastjórnar. Landið og þjóSin skyldi gert rússneskt, og hver, sem lét í ljós aðra skoðun, skyldi á augabragði kúgaður til þagnar og hlýðni. Allra verst var ástandið frá því laust fyrir aldamótin síðustu og fram að frelsisstríði Finna. En þó tók steininn úr um aldamótin eða á meðan Bobrikojf var landstjóri á Finn- landi. Rússneska var nú skyldunámsgrein í öllum framhaldsskólum og ítrekaðar til- raunir voru gerðar, til að þröngva henni inn í barnaskólana. Lögum var breytt i rússneskt horf, hvervetna voru njósnarar á sveimi, til þess að vaka yfir hverju orði og atviki, og þúsundum saman voru menn hnepptir í fangelsi eða sendir til Síberíu fyrir það eitt að láta í ljós óá- nægju með aðfarir stjórnarinnar, að ógleymdum öllum þeim hrottaskap og svívirðingum, sem rússneskir embættis- menn höfðu í frammi við fólkið. Prent- frelsi var afnumið, og hvervetna var Rússum tyllt í embætti, en finnskum mönnum þokað á brott. Sendinefndir voru sendar til keisarans, erlendir merk- ismenn gerðu út nefndir, sem hitta skyldu keisarann og tala þar máli Finna, en allt var árangurslaust. Nefndirnar fengu ann- að hvort ekki áheyrn, eða stjórnin lét orð þeirra, sem vind um eyrun þjóta- Samt varð nokkurt hlé á ofsóknum Rússa eftir að finnskur stúdent, Schauman að nafni, skaut Bobrikoff. Þá varð þeim ljóst að finnska þjóðin lét ekki bjóða sér alla ósvinnu. Annars er aðdáanlegt að kynna sér hetjubaráttu finnsku þjóðarinnar á þessum árum og hvernig hún með ósegj- anlegri festu og þreki lét hvergi undan síga, og hvernig hún aldrei lét æsa sig til ofbeldisverka. Dráp Bobrikoffs er ein- stætt í því efni. Nokkurt hlé varð á kúg- un Rússa fyrst eftir dauða Bobrikoffs, en brátt sótti í sama horfið, og hélzt svo fram á styrjaldarárin 1914—17, enda þótt Finnar fengju stjórnarskrá 1906 og var hún í ýmsu frjálslynd, meðal annars hlutu þá konur kosningarrétt fyrr en í öllum öðrum löndum. Styrjaldarárin urðu Finnum á flesta lund erfið, enda þótt þeir sjálfir tækju ekki þátt í henni, því að þeir höfðu aldrei orðið hersKyldir til varnar Rússlandi. Þegar svo á árinu 1917, að ósigur Rússa var ljós orðinn, og stjórn keisarans velt úr sæti tóku Finnar sig til og lýstu yfir sjálfstæði landsins 6. desember 1917. Tókst þeim að fá samþykki og viðurkenn- ingu sjálfstæðisins hjá Rússastjórn í jan- úar 1918, en þá var Lenin kominn til valda í Rússlandi. En þótt sjálfstæðið væri þannig fengið að nafninu til var mikið óunnið. Ástandið í landinu var hið- versta, dýrtíð, atvinnuleysi og matvæla- skortur þjáði fólkið, einkum í borgunum, en hin nýkjörna stjórn var að mörgu leyti ráðlítil og veik, enda hafði hún eng-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.