Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 15
FINNLAND 9 an herstyrk og aðeins litla lögreglu að styðjast við. Það, sem mest jók nú vand- ræðin var, að ábyrgðarlitlir æsinga- menn náðu tökum á nokkrum hluta verkalýðsins og meiri hluta þingflokks jafnaðarmanna. Tóku þeir nú í öllu upp starfsaðferðir kommúnistanna rússnesku og hugðu á það eitt að spilla sem mest ástandinu í landinu og hefja byltingu jafnskjótt og færi gæfist. Kommúnista- flokkur þessi, sem þegar efldist mjög að fylgi neitaði að hlýðnast lögum og boð- um stjórnarinnar, efndu þeir til skyndi- verkfalla og efldu herflokka, og í öllu þessu starfi voru þeir dyggilega studdir af rússnesku setuliði, sem enn dvaldi í landinu, enda þótt Rússastjórn hefði heit- ið þvf að kalla það heim. Komu þar þá þegar fram fyrstu svik kommúnista- stjórnarinnar rússnesku. Með tilstyrk hins rússneska setuliðs gerðu svo komm- únistar uppreisn seint í janúar 1918, og nutu þeir þar fullrar samúðar stjórnar- innar í Leningrad. Finnska stjórnin flýði frá Helsingfors, komust sumir meðlimir hennar þegar í stað norður til Vasa, en nokkrir fóru huldu höfði í Helsingfors um skeið, þar á meðal stjórnarforsetinn Svinhuvud, sem fyrir skömmu síðan var kominn heim úr Síberíuvist. Hann flýði ásamt tveimur öðrum ráðherrum til Þýzkalands og komst til Vasa aftur yfir Svíþjóð. Kommúnistar náðu þegar á sitt vald Helsingfors og öllum suðurhluta landsins, sem þéttbýlastur er. Með valdaráni kommúnista hófst borg- arastyrjöld í landinu. í upphafi styrjald- arinnar hafði stjórnin engan her er kall- ast gæti, en kommúnistar höfðu yfir að ráða allt að 100.000 manns af rússnesku setuliði og innlendum mönnum. En for- ingi stjórnarhersins var þegar ráðinn Gustaf Mannerheim, sem hafði getið sér mikinn orðstír í her Rússa, hinn sami, sem nú 72 ára að aldri, stýrir hinni fræki- legu vörn Finna. Það má kalla að gengið hafi kraftaverki næst, hvernig Manner- heim tókst á skömmum tíma að koma upp her og æfa hann, svo að fært væri að leggja til orustu við það ofurefli, sem á móti var, en engu að síður tók hann brátt að vinna á og rauði herinn hlaut að láta undan síga. Vafalítið má telja, að nokkurn þátt í ósigrum hins rauða hers hafi það átt, hversu þjóðin hataði Rússa, svo að þótt nokkur hluti hennar hefði getað aðhyllst stefnu kommúnista, þá voru tengsl þeirra við Rússa, og vissan um það, að landið undir þeirra stjórn yrði aðeins rússneskt fylki, nægilegt til þess að dauðadæma stefnu þeirra meðal almennings, og mun víst engan undra það eftir þá aðbúð, er Rússar höfðu sýnt finnsku þjóðinni Finnska stjórnin leitaði til Norðurlanda, einkum Svíþjóðar, um hjálp, en árangurslaust. Að vísu fékk stjórnarliðið ýmsan styrk frá Norður- löndum og margt sjálfboðaliða barðist þar undir merkjum Mannerheims. Loks leitaði stjórnin til Þýzkalands um hjálp og voru þaðan sendar um 20000 manna henni til fulltingis. Liðsbón sú var þó far- in án samþykkis Mannerheims, og lá nærri að hann legði niður herstjórn, er honum barst fregn um þessa ráðstöfun stjórnarinnar. Skoðun hans var sú, að stjórnin ætti að sigra af eigin ramleik, eða falla að öðrum kosti. Um sömu mund- ir og þýzka herliðið kom, stóð yfir höfuð- orustan í styrjöldinni við Tammerfors, sem lauk með fullum sigri stjórnarhers- ins þrátt fyrir geisilegan liðsmun. Loks var borgarastyrjöldinni lokið í maí með sigri stjórnarinnar, hafði þá tekist að hrekja hinar rússnesku sveitir úr landinu og taka hina innlendu uppreisnarmenn höndum. En eftir stóð land og þjóð flak- andi í sárum, því að styjöldin var háð hlífðarlaust á báða bóga. Ýmsar greinir urðu þó enn með Finnum og Rússum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.