Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 23
ÞÁTTUR AF JÓNI HRÓLFI BUCK 17 Kaðalstöðum í Austarafirði. Fór mikið orð af þreki Jóns Hrólfs og áræði hans, bæði við ár og illa vegi. Hann var skap- maður mikill, eins og þau systkini öll, og nokkuð langrækinn, ef honum var mikið gert á móti skapi. Hann þótti afbragðs vinnumaður og þurfti mikið að borða, en svo gat hann líka þolað að vera matar- laus tímum saman, og drakk hann þá ósköpin öll af vatni. Hann var oft gam- ansamur og skrítinn í háttum og dálítið hneigður fyrir bækur. Las hann mikið Is- lendingasögur og Sturlungu, sem voru uppáhaldsbækur hans. Hann átti mikil og sterk eikarskíði, þungan og gildan brodd- staf og fjallajárn (mannbrodda). Þurfti Jón Hrólfur oft á þessum tækjum að halda þar úti í Fjörðum að vetrarlagi. Þá voru margir góðir skíðamenn í Fjörðum, eftir því sem kallað var í þá daga. F.n þegar í verulega harðbakka sló, hafði ekki nokkur maður þar um slóðir annað eins þrek og áræði að brjótast út í stór- hríðar og Jón Hrólfur. Var líkast því sem hann hefði gaman af að fara þar sem verst var, og varð honum aldrei ráðafátt í þeim sökum, hversu ógætilega sem hann fór að ráði sínu. Það var eins og hann hefði yndi af að ferðast í stórhríðum með þunga bagga á bakinu, þegar aðrir tölu ófært með öllu. Jón Hrólfur var dökkur á hár og móeygður, stór maður vexti og út- limadigur, afar lendabreiður og rassmik- iU. Voru bæði lær og fótleggir með því allra gildasta, sem ég hefi séð á nokkrum manni, enda var hann svo sterkur í fót- unum, að hann dró skíði í fullum gangi í límingsfæri, þegar aðrir komust lítið afram fyrir ófærð. Var þá ekki heiglum hent að verða honum samferða, ef hann vildi beita verulegu kappi á annað borð. Eftir það er ég fluttist vestur í Fjörðu, vandist ég miklum snjó og örðugum skíðaferðum, og varð það um tíma hlut- skipti mitt að ferðast allmikið með Jóni Hrólfi og verða honum persónulega kunn- ugur. Hann var mér ósköp góður og gerði sér far um að forða mér frá öllum hætt- um, enda gaf hann mér margar góðar leiðbeiningar um vetrarferðir í snjó og kulda. Jón Hrólfur fór oft illa með sig. Hlífði hann sér aldrei á þessum árum við neinu vosi. Hann var svo heilsugóður, að honum varð ekkert meint af því, þótt hann væði ár og mýrar og sæti svo í dellunni allan liðlangan daginn, þegar því var að skipta. Hann kostaði kapps um að vera aldrei vit- undarlaus af brennivíni og hafði saman við það bæði kamfóru og einiber. Tók hann hæfilega skammta af þessu eini- berjabrennivíni, þegar hann var í sem mestu slarki úti við. Vorið, sem ég fluttist með foreldrum mínum að Tindriðastöðum í Austarafirði, lagðist ég veikur nokkrum dögum eftir það er ég kom heim úr hákarlalegum síð- asta túrinn, sem farinn var á gamla Látra- Felix. Gekk þá mikill faraldur af vondu kvefi (inflúenzu). Urðu um tíma mikil brögð að veikindum á öllum bæjum £ Fjörðunum. Var þá Jón Hrólfur þindar- laust á hlaupum á milli bæjanna, boðinn og búinn til að veita fólkinu einhverja hjálp eða leita því lækninga, ef á þurfti að halda. Skrapp hann þá nokkrum sinn- um eftir meðulum, ýmist Leirdalsheiði eða Trölladal inn á Grenivík til Sigurðar Hjörleifssonar læknis. Fór hann þessar ferðir oftast gangandi. Meðan á þessum lasleika stóð mátti heita, að hann væri á ferðinni bæði dag og nótt svolítið hýr af einiberjabrennivíni og alltaf rennandi blautur í fæturna. Hann fékk aldrei inflú- enzuna, en lagði mikið kapp á að fá vel að borða, enda var það eini greiðinn, sem hann þáði, þar sem hann kom fólki til hjálpar. Þegar þetta var, taldi hann sig til heimilis á Kussungsstöðum hjá Jóhannesii 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.