Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Page 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR allt það, sem hún sjálf hafði orðið að reyna endur fyrir löngu? En henni var það full ljóst, að hér var það höfðinginn, sem hafði á réttu að standa, þótt hann beitti ofbeldisfullri harðneskju. í þeirra þjóðskipulagi mátti aðeins vera einn höfðingi, og drengurinn varð að læra hlýðni. Ef hún gæti nú að- eins sjálf kennt honum það, án þess að beita þyrfti hörðu við hann. Hún var í engum vafa um það, að kæmi höfðinginn aftur í dag, myndi hann verða æfa-reiður sökum þess, að Ahmed ungi var horfinn á brott, þrátt fyrir það þótt faðir hans hefði fyrirskipað, að hann væri heima. Hún gat eigi varist brosi, er henni varð hugsað til þess, þegar hann kom þjótandi inn til hennar einn morguninn og sagðx henni, að allur hans sálarfriður væri X veði, fengi hann eigi nokkurra daga ferðaleyfi. Og svo hafði hann rokið af stað og tek- ið með sér báða syni Yúsefs, sem ætíð höfðu haft gát á honum, síðan hann var dálítill strákhnokki. Og síðan voru liðnar sex vikur! Hún var orðin því vön, að hann færi ferða sinna, eins og honum sýndist, og reyndi því að bægja þessu úr huga sfn- um. En samt óskaði hún þess, að hann hefði frestað þessu, þangað til Ahmed hefði verið kominn aftur, Ahmed, mað- urinn hennar og elskhugi. Hann sem með ást sinni hafði gert henni það fært og bærilegt að setjast hér að í eyðimörkinni. Hún hvíslaði nafnið hans hlýtt og hljótt, eins og hún væri að reyna að bæla niður óttann, sem fór sívaxandi hjá henni. Til þess að dreifa þessum ásæknu hugs- unum sínum tók hún hina myndina og íór að skoða hana. Hún var af eldri syn- inum, sem hún hafði ekki séð, síðan harm var 5 ára, og sem nú var á leiðinni heim iil þeirra. Hvernig skyldi hann nú vera í sjón? Myndi hann nú á ný elska hana, eins og „drengurinn“ gerði? Myndi hon- um nokkuru sinni skiljast, að sú skilnað- arstund, sem hafði bakað henni svo mikla sorg og óteljandi tár, var eigi tilorðin að hennar vilja og undirlagi? Og myndi honum skiljast, hve hún tók það nærri sér að senda hann frá sér? Hún hafði neyðst til að gera það. Það var eins og hnífsstunga í hjarta hennar, í hvert sinn og hún minntist þess, er hún í síðasta sinn hélt litla dreng- hnokkanum í fangi sér, áður en hann var sendur til Englands. Höfðinginn hafði aldrei getað gleymt því, að hann varð að senda son sinn til Englands. En Glencaryll gamli lávarður hafði beðið þau svo lengi og innilega um að fá þennan dreng, að þau gátu eigi lengur neitað honum um það. Höfðingj- anum hafði fallið þungt að verða að gera þetta, og henni þá eigi síður. Honum var það lítils virði, að drengurinn yrði Glen- caryll lávarður, heldur hitt, að hann yrði höfðingi Ahmed-ættarinnar. Það var hon- um fyrir öllu. En nú hafði drengurinn alist upp án þess að sjá foreldra sína. Hún hafði frétt, að hann væri röskur og myndarlegur drengur — en talinn alvarlegur eftir aldri. Hún sat lengi og velti þessu fyrir sér. Hvernig myndi hann hafa breytzt með tímanum? Hvers virði myndi koma hans verða — fyrir sjálfan hann, og fyrir for- eldrana, sem hann hafði gleymt? Hún hafði aðeins bréfin. Það var sitt eigið andlit, sem Díana sá fyrir sér á myndinni. Hennar eigin augu, sem störðu á hana. Þessi mynd var mjög ólík myndinni, sem hún sjálf hafði tekið af hinum bróðurnum. Þetta var fín og listræn ljósmynd af smávöxnum, ungum manni, bjartleitum og alvarlegum — eftir hinum stuttorðu bréfum hans að dæma.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.