Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 33
SYNIR ARABAHÖFÐIN.GJANS 27 En í þeim fólst eigi annað en stuttar og einfaldar frásagnir um helztu viðburði á heimili hans, en ekkert um hann sjálfan. Ekkert um það, sem móðurhjarta þráði mest að vita. Hefði hún aðeins fengið að sjá hann öðru hvoru! Að hún hefði fengið að bregða sér til Englands snöggva ferð, þótt eigi hefði verið nema aðeins einu sinni. En er hún hafði nefnt þetta einu sinni eða tvisvar, hafði Ahmed litið á hana svo hryggur í bragði, að hún hafði eigi nefnt það framar. Og nú loksins átti drengurinn hennar að koma. — En hann kom aðeins sökum þess, að nauðsyn krafði, — af viðskipta- legum ástæðum. Það brá sorgarblæ á svip hennar, er hún minntist síðasta bréfsins frá honum. Það var kuldalegra og líktist meira þurru viðskiptabréfi en nokkurt hinna. Það var eigi bréf frá syni til foreldra sinna, held- ur kuldaleg boðsending frá ungum manni til yfirboðara síns. Nærri ár var liðið síðan Glencaryll gamli lávarður dó. Og Ahmed Ben Hass- vildi með engu móti taka við nokkru af hinum geysimiklu jarðeignum hans. Hann hafði ánafnað syni sínum öll auð- ®fi hans. Jafnvel þótt hann sjálfur hefði verið öreigi, myndi hann eigi hafa snert við þeim. Samt voru ýms atriði, er eigi varð ráðstafað til hlítar, án þess að feðg- arnir hittust. Þeir höfðu nú skrifazt á í nokkra mán- uði, og svo hafði samizt um með þeim, að örengurinn skyldi koma. Hún fékk hjartslátt, er hún hugsaði um þetta. Nú beið Caryll, ásamt Raoul de Saint Hubert, í þorpinu Touggourt eftir bréfi frá föður sínum, er ákvæði nánar um komu hans. Það var Raoul, sem hafði frætt hana um son hennar, allt það, er hún vissi. Hann var enn sem fyrr einasti tengilið- urinn milli Englands og hennar. Heim- sóknir hans höfðu ætíð verið henni ann- að og meira en venjuleg vinarheimsókn. Hún hafði aldrei rennt grun í ást þá, er hann bar til hennar, öll þessi ár, aldrei grunað, hvílíka kvöl þessar heimsóknir höfðu bakað honum. Henni hafði það ver- ið fyrir öllu að frétta af syni sínum, Ca- ryll, og hinu glæsilega heimili hans á Englandi, en þar var Raoul ætíð kærkom- inn gestur. Það var í frásögnum hans, að hún hafði séð son sinn vaxa og þroskast frá ofur- litlum strákshnokka til fullorðinsára og verða að lokum hinn efnilegi, ungi mað- ur, sem hann nú var að sögn. En þrátt fyrir allt þetta hafði hann samt sem áður aðeins getað sagt henni lítið eitt. Hann hafði sagt henni frá hrygg- um, gömlum manni og ást hans á drengn- um, og einnig frá umhyggju drengsins og ástúð við afa sinn, og svo hafði hann sagt henni frá ýmsum smá-viðburðum úr dag- lega lífinu. Henni var vel kunnugt, að sonur hennar var önnum kafinn við stjórn og umsjón hinna víðlendu jarðeigna, og að hann var mjög alvarlegur eftir aldri. Einnig var hann stilltur mjög og fáorður, svo að Raoul gat aldrei fyllilega áttað sig á honum, þótt hann hefði þekkt hann frá blautu barnsbeini. Hún hafði langtímum saman þráð að hitta son sinn, og er nú loksins var komið að því, að hann kæmi, lá við, að hún kviði fyrir því. Hún þóttist lesa það út úr bréfum hans, að hann langaði ekkert sér- staklega til að heimsækja hana. Það var eins og hún yrði vör einhverrar andúðar af hans hálfu, og hún tók það nærri sér. En ef til vill var þetta aðeins eðlilegt, þótt sárt væri að hugsa til þess. Hún gat svo sem ekki búist við, að hann skyldi unna móður, sem — að því er hann hlaut að halda — hafði brugðist honum. Og: 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.