Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 37
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 31 Þetta voru háir menn og herðabreiðir. Vígbúnir frá hvirfli til ilja og ægilegir. En Díana sá þegar, að þeir voru orðnir þreyttir af langri reið. Þeir stöðvuðu hesta sína og stigu af baki. Annar þeirra kom þreytulegur í -spori til hennar og heilsaði henni á her- hiannavísu. Honum virtist þegar vera ljóst, hver hún væri, því hann spurði óðara, hvort höfðinginn væri heima. Og er hún neitaði því, tók hann upp bréf og afhenti henni. Hún stakk bréfinu í vasa sinn. Það gat teðið. Fyrir fjórum mánuðum síðan hafði komið samskonar bréf, og hún varð að láta bæði bréfin sæta sömu örlögum — að bíða, þangað til Ahmed kæmi heim aftur. En hvenær myndi það verða?.... Guð hiinn góður? Hún reyndi að dreifa þessum þungbæru úugsunum og kallaði á Gaston. „Hvaðan koma þessir menn, Gaston?“ spurði hún. „Frá Touggourt, madame“. >,Er þá yfirhershöfðinginn í Touggourt?“ spurði hún. „Já, madame“. Henni varð hugsað til sonar síns, sem beið þarna í setuliðsþorpinu. „Er nokkuð um að vera þar nyrðra?“ „Aðeins dálitlar innanhéraðs-erjur, ekki neitt hættulegt. Útsvarsskærur og þess háttar. — Og svo ofurlítil Túaregárás“. „Túaregar? Svona norðarlega?“ Gaston yþpti öxlum. — „Já, svo segja þeir, madame. En madame þekkir til þess háttar fréttaburðar — þeir segja það, sem þeim dettur í hug....“ Gaston vildi með öllu móti sporna við Því, að Díana fengi hinn minnsta grun um> að nokkur hætta væri á ferðum. Hún var þegar orðin meira en nógu hrædd um höfðingjann, sem aldrei kom aftur, þó að hann stuðlaði eigi að því að auka við hræðsl'u hennar. Og það væri blátt áfram glæpur að auka ótta hennar og kvíða með því að segja henni nokkuð um útúrdúra og æf- intýri unga Ahmeds, og þau voru mjög misjafnlega skemmtileg. Eitthvað vissi hún sennilega um þau, en ekki eins mikið og monsieur eða hann sjálfur. Og það var heldur ekki nauðsynlegt. Ahmed ungi var aðeins ærslafullur unglingur ennþá. Ein- hverntíma myndi hann vaxa upp úr þess- um ærslum og glannaskap. Það skyldi maður vona. Út frá þessum heilabrotum tók hinn tryggi, frakkneski þjónn að fitja upp á samræðum um hversdagslega hluti, og stóð ekki eitt augnablik á honum munn- urinn, er þau riðu hratt heimleiðis. Sól var hnigin að söndum, er þau komu heim aftur til tjaldbúðanna. Díana stóð um hríð og starði á purpurarauðan kvöld- himininn. Úlfaldarnir voru teymdir heim í langri röð undir nóttina. Þeir gengu fúslega til byrgja sinna, nema tveir-þrír þrjóskulim- ir, er reyndu að laumast á brott. Og þeir grenjuðu hátt af gremju, er þeir voru teknir og hýstir hjá hinum. Eblis hataði úlfaldana og forðaðist þá, og hann sló eins og trylltur, er einn þeirra kom of nærri honum. Díana heyrði Gaston reka uþp aðvörunaróp, og komu þá hlaupandi nokkrir Arabar, er staðið höfðu nærri. Díana sneri hestinum snöggt við og spjallaði og gældi við hann langa stund, þar til hann spektist. Er hún hafði teymt hann inn í hesthús- ið, fór hún inn í tjald sitt til að lauga sig og hafa fataskifti, og er hún kom inn aft- ur í dagstofuna, var Yúsef þar fyrir og beið hennar til að skýra henni frá við- burðum dagsins. Hún bauð honum sæti og settist sjálf á dívaninn. Hann talaði skýrt og skilmerki- lega, var stuttorður og gagnorður. Hún leit á hann öðru hvoru. Hjá þessum hold-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.