Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 38
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR uga manni, er hafði elzt fyrir skör fram, var nú eigi margt eftir, sem minnti um hinn grannvaxna, teprulega ungling, er hafði komið henni til að brosa í fyrsta sinni, er hún sá hann, þrátt fyrir örvænt- ing hennar og ótta þann dag. Hann var þá bæði ísmeygilega hrífandi og fram úr hófi hégómagjarn. Hann lét sér enn mjög annt um útlit sitt, og þótt hann væri full- um tíu árum yngri en höfðinginn, leit hann þó talsvert eldri út en hann. Hann hafði gifzt ungur og átti nú tvo fullorðna syni, og jók það mjög á alvöru hans og virðuleika, svo að hann virtist eldri en hann raunverulega var. Er hann hafði lokið skýrslu sinni, bað hún hann að staldra lítið eitt við, meðan hún ráðgaðist við hann um nokkur at- riði, er hún taldi hann færari til að ráða fram úr en hún sjálf. Aftur á móti nefndi hún ekki einu orði ferðalag höfðingjans, og heldur ekki fjarveru sonar síns. Og Yúsef gætti þess vel að nefna hvorugan þeirra á nafn. Það var eins og þau bæði forðuðust að hreyfa við þessu viðkvæma málefni. Þau skildu fyllilega hvort annað, og Yúsef var óvenju ákafur og nákvæmur í ráðleggingum sínum, og er hann fór, var salaam hans dýpri og virðingarfyllri en nokkru sinni áður. Díana horfði á eftir honum og andvarp- aði. Hún hálf sá eftir því að hafa ekki talað um þetta við hann, en hvað hefði hann annars átt að segja? Hún var þreytt og í þungu skapi, er hún gekk að skrifborðinu og opnaði bréf- ið, sem spahiarnir höfðu komið með. Það var frá yfirstjórn Sahara, eins og hún hafði búist við. Var þetta nærri því orðrétt endurtekning af fyrra bréfi — að- eins ákveðnara — og var beinlínis hjálp- arbeiðni til Ahmed ben Hassan. Það var nefnilega alkunnugt, að þótt hann viður- kenndi eigi yfirráð annarra né nein stjórnarvöld, var hann þó vinveittur hinni frakknesku stjórn og vár voldugur höfð- ingi í sínum landshluta. Nú var hann beð- inn hjálpar og heitið á hann sem bjarg- vætt mikla að veita stjórninni aðstoð til að grennslast eftir, hverjir væru upphafs- mennirnir að óróa þeim og skærum, sem. vart varð við víðsvegar um landið, og einnig áð komast eftir, hvaða ættkvíslir stæðu utan við þetta og reyndust enn tryggar stjórninni. Þegar Díana hafði lesið bréfið, sat hún all-langa hríð í djúpum hugsunum og horfði annars hugar á Gaston, sem var að undirbúa miðdegisverð hennar. Að þessu. sinni hafði yfirhershöfðinginn talað um- svifalaust. Það var auðséð, að stjórnin í París hafði orðið alvarlega skelkuð og dró enga dul á það. Hvaða afleiðingar mundi almenn bylting í Algier hafa í för með' sér? Og á hvern hátt gæti það náð til Ah- med og hans manna? Hún náfölnaði og hana snarsvimaði sem snöggvast — svo- hleypti hún kjarki í sig. Hún treysti sín- um mönnum, og ef svo illa skyldi fara, að Ahmed neyddist til að taka þátt í því, sem fram færi utan hans landamæra — þá myndi Guð sennilega veita henni styrk. til að standa við hlið hans á erfiðum tím- um. Hún las skjalið enn á ný og gekk síðan. vel frá því. Hún ætlaði ekki að svara því í kvöld, heldur fresta því til morguns — því að hver gat vitað, hvað dagur sá myndi bera í skauti sér? Meðan hún vai að borða, reyndi hún að varpa frá sér öll- um áhyggjum og spjallaði fjörlega við Gaston um daginn og veginn, og til að gleðja hann, reyndi hún að neyða í sig dá- litlu af matnum. Er hún hafði drukkið kaffið, fleygði hún yfir sig skikkju og gekk út fyrir tjalddyrnar til að horfa á stjörnurnar. Það var kyrrlát og þögul nótt — hún gekk nokkur skref út í sandinn. Hægur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.