Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 40
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR angurslaust. Hún velti sér fram og aftur stundum saman, og varð æ betur og bet- ur vakandi og óhamingjusamari. Að ut- an bárust nú engin hijóð. Skemmtuninni var fyrir löngu lokið. Ekkert rauf nætur- kyrrðina nema tifið i lítilli klukku rétt hjá henni, og að lokum þoldi hún það ekki lengur. Hún stökk upp úr rúminu og stöðvaði klukkuna með köldum, skjálf- andi fingrum. Hún fór ekki upp í rúmið aftur. Allt í einu gat hún ekki haldizt lengur við þarna inni. Hún smeygði sér í hlýjan morgunslopp og fór út í ytra herbergið. Þar logaði enn á tveim lömpum, sem hún hafði gleymt að slökkva á, eins og oft vildi til, er hún var alein heima. Hún tók einhverja bók út úr hillunni — setti sig upp á legubekkinn og fór að lesa, en er hún hafði lesið nokkrar blaðsíður, varð hún þess vör, að hugur hennar var þar hvergi nærri, hún fleygði því bókinni og stóð upp og strauk hárið frá röku enninu. Hún gekk út í tjalddyrnar til að anda að sér hreinu og svölu næturloftinu, svo lagðist hún aftur út af á dívaninn og reyndi að lesa. Og smám saman féll værð og hvíld á taugar hennar og limi, og hún hlustaði eigi framar með jafnmikilli eft- irvæntingu eftir hljóði því að utan, sem aldrei kom. — Loksins var hún rétt í þann veginn að sofna, er hún heyrði eitthvað, sem í einu vetfangi gerði hana glaðvakandi, svo að hún hrökk upp og hlustaði í ákafri eftir- væntingu, og með galopnum augum. Hún hélt andanum og þrýsti höndunum að brjósti sér og beið og hlustaði, svo aft það olli henni nærri því sársauka. Nú heyrðist sama hljóðið aftur — kumr í liggjandi úlfalda og taut í manni. Svo var tjaldskörunum þeytt frá, og hár mað- ur æddi inn í tjaldið. í næsta augnabliki lá hún í faðfni friánns síns, hlæjandí og grátandi 1 sehn.'aHún hjúfraði sig upp að honum, og hann þrýsti henni að sér, eins og hann aldrei myndi sleppa henni framar, og hann kyssti hana í sífellu. „Ma mie! Ma mie!“ hvíslaði hann, og djúp rödd hans titraði, og hið harðnéskju- lega augnaráð hans varð blítt og milt. „Var ég svona lengi í burtu, veslings, litla, einmana kona?. Heldurðu kannske ekki, að ég hafi talið dagana og næturnar, þangað til ég á ný gæti haldið þér í faðmi mínum? Mon dieu, hve ég hefi þráð þig, Díana!“ Hann þrýsti henni svo fast 1 faðmi sér, að það olli henni sársauka, en hún fann það varla. Hún hvíslaði að honum milli kossa, hve glöð og hamingjusöm hún nú væri, og hve hrædd og kvíðin hún hefði verið hans vegna. Og hún strauk í sífellu um háls hans og breiðu bringu, eins og til að ganga úr skugga um, að þetta væri hann sjálfur — hann, ljóslifandi, sem væri kominn aftur heill á hófi. Hvað eftir annað horfði hún spyrjandi augum fram- an í hann, eins og hún væri þar að leita svars við því, er hún vildi ekki segja með orðum. Er hann loksins hafði losað armlög sín, svo að hún gat hreyft sig betur, varð hún allt í einu náföl alveg út í varir og þagn- aði brátt. Hún hafði látið fingur sína strjúka frá brjósti hans inn í víða ermi hans, og þar rekist á eitthvað, sem eigi gat annað verið en einskonar umbúðir. — „Ahmed — þú ert særður!“ Hann brosti hughreystandi og ýtti henni blíðlega frá sér. „Það er ekkert, chérie! Handleggurinn er ekki brotinn. Eftir tvo-þrjá daga er þetta batnað“, sagði hann kærulaust og sneri sér frá hénni til að ná í vindling. „En hvernig — hvernig?“ stundi' hún upp og fylgdi honum með augunum. Hann yppti aðeins öxlum, eins og hann vildi leiða hjá sér spurninguna, kveikti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.