Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 41
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
35
vindlingnum og saug djúpt að sér reyk-
inn, eins og væri gott tóbak nýnæmi, er
hann hefði saknað lengi.
„Ég var í dálítilli kreppu, og það var
um að gera að komast undan, hvað sem
tautaði. Til allrar hamingju voru þeir
mjög klaufskar skyttur“, sagði hann stutt
og laggott, og Díana vissi þegar af gam-
alli reynslu, að anriað og meira myndt
hún ekki fá að vita um þetta. Hann var
ekki margorður um sjálfan sig og það, er
hann taldi smámuni.
Hún fylgdi honum yfir að dívaninum,
og þar fleygði hann sér út af, endilangur,
en hún smeygði sér niður á nokkra kodda
að baki hans.
„Hefirðu svo getað ráðið fram úr því,
sem þú ætlaðir þér, monseigneur? Viltu
segja mér það í kvöld, eða ertu of þreytt-
ur til þess?“ spurði hún hikandi.
Hann tók utan um hana og dró bjart
höfuð hennar að brjósti sér. „Já, ég er
þreyttur“, játaði hann, „svo þreyttur, að
mér finnst ég gæti sofið heila viku!“
Hann hló hálf skömmustulega. „En ég get
sagt þér sumt í kvöld, a. m. k. þangað til
Gaston kemur. Hann kemur vonandi með
mat handa mér. Ég hefi ekki bragðað mat
í nærri tvo sólarhringa“. Hann hló, er
hann sá, hve skelkuð hún varð, og náði
sér í annan vindling.
Hann sat þögull um hríð, hnyklaði
brúnirnar og horfði framundan sér. „Þú
veizt, til hvers ég fór að heiman“, sagði
hann loksins. „Ég ætlaði að reyna að
komast fyrir upptök hinna furðulegu
óeirða, er virtust hafa breiðst út um allt
landið. Það hafði bryddað á þessu lengi.
Éyrst var það aðeins óljós grunur, en
hann jókst og magnaðist og varð að lok-
um að vissu. Hvar sem ég kom, rakst ég
á hið sama. Það eru einhverjir illgjarnir
náungar, er fremja leik þennan, og reyna
einhverra hluta vegna, að æsa ættflokka
hvern upp á móti öðrum, og eigi aðeins
það, heldur einnig að æsa þá upp á móti
frakknesku stjórninni. Ég heyrði allskon-
ar tröllasögur um sigurvegara einn, er
ætti að koma að norðan, sópa á brott nú-
verandi stjórnarvöldum og stjórna síðan
landinu sjálfur, eins og Sidí Okba ben
Nafí gerði fyrrum, er hann innleiddi ís-
lam í Algier. Og koma hans ætti að boða
sanna sæluöld hér í landi. Algier ætti að
verða land hins takmarkalausa frelsis og
takmarkalausra auðæfa, og útlendinga
alla og ókunnuga á að flæma á brott. —
Þetta eru þá kviksögurnar, sem ég fréttþ
en ég komst þó að nokkru, er gera mun
vissum mönnum dvöl sína hér í landi
harla óþægilega framvegis, svo framar-
lega, sem frakkneska stjórnin getur stað-
ist boðaföllin. Einhver ríkisstjórn í Norð-
urálfu hlýtur að hafa sent hingað menn
til áróðurs starfsemi meðal ættkvíslanna.
Ég hefi eigi enn komist til botns í máli
þessu, en ég er kominn á slóð þessara
djöfla, er .óeirðunum valda“, sagði hann
í svo heiftþrungnum málróm, að kulda-
hrollur fór um hana alla.
Nú hafði hún endurheimt hann, en að-
eins um hríð, unz hann á ný sneri sér að
þessum hættulegu störfum. Hún bægði
hugsunum þessum frá sér, og ásetti sér
að njóta hamingjunnar, meðan gæfi.
„En hvernig gaztu komist að þessu öllu,.
Ahmed? Þú ert svo alkunnur allsstaðar
hér nærlendis. Hvernig gaztu fengið þá
til að segja þér þetta?“ spurði hún hissa.
Hann benti á blettótt og rifin föt sín, er
alls eigi líktust hinum ríkmannlega og
lýtalausa búningi, er hann notaði venju-
lega. „Líttu á þessa tötra mína, ástin
mín“, sagði hann og brosti eins og kátur
drengur, „og þakkaðu hamingjunni fyrir,,
að þú sást mig ekki, fyrr en ég var búinn
að þvo af mér mesta skítinn. Ég hefi ver-
ið umferðaþrúður, hljóðpípuleikari, hesta-
prangari og heilagmenni — ógurlega skit-
ið heilagmenni, ma mie, — síðan ég fór
5*