Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 42
36 NÝJAR KVÖLD-VÖKUR frá þér. Þær voru stundir, að mér var eigi full ljóst, hvort það væri þú eða góð kerlaug, sem ég þráði mest“, bætti hann við í ertnisróm, um leið og Gaston kom inn með matinn. Henni skildist það á tali hans og fram- komu, að hún myndi eigi fá meira að vita að þessu sinni, enda var hún ánægð með að láta hitt bíða betri tíma. Nú var hann þá loksins kominn heim heill á hófi — a. m. k. um stundarsakir. Hún var því þög- ul, meðan hann borðaði í flýti. Og þótt hún væri afar glöð og hamingjusöm þessa stundina, óttaðist hún þó spurningu þá, er hún vissi að hann myndi leggja fyrir hana innan skamms. Loksins stóð hann upp og andvarpaði léttilega. Hann gekk til hennar og tók hana í faðm sér, og augu hans ljómuðu, er hann leit framan í hana. Og hann hvíslaði að henni ástarorðum, svo að hún kafroðnaði. Hún faldi andlit sitt við barm hans. Ahmed lyfti höfði hennar, svo að hún varð að horfast í augu við hann. „En hvað þú getur verið barnaleg, Dí- ana, eftir öll þessi ár“. Hann brosti og sleppti henni, sneri sér við og slökkti á lampanum. Og brosið lék enn um varir hans, er hann kom inn til hennar í innra herbergið. „Já, það er sennilega tilgangslaust, býst ég við, að spyrja þig, hvernig á því standi, að maður kemur að tjaldinu með öllum ljósum logandi á þessum tíma nætur. — En ég mætti ef til vill leyfa mér að spyrja, hvort þú yfirleitt hafir háttað nokkurn tíma, síðan ég fór að heiman. Og hafi þér verið það nauðsynlegt, elskan mín, að breyta nótt í dag, hvers vegna læturðu þá ekki lata soninn þinn vera hjá þér til skemmtunar? Ég þori að veðja, að hann hefir ekki lagt á sig vökur mín vegna“. Bros hans slokknaði, er honum varð lit- ið í augu hénni, og hann varð svipþung- nr, svo að allt andlit hans gerbreyttist. „Hvar er drengurinn, Díana?“ spurði hann í höstum og harðneskjulegum róm, sem hún hafði eigi heyrt árum saman, og augu hennar fylltust tárum, er hún sneri sér að honum. „Ég veit það ekki, Ahmed. Ég vildi óska, að ég vissi það“, sagði hún kjökr- andi. Hann tók hana í faðm sér og iðrað- ist þegar harðneskju sinnar. „í Guðanna bænum, gráttu ekki svona, elsku Díana. Ég er ekki að ávíta þig, held- ur strákinn. Ég áminnti hann, áður en ég fór, og gaf honum í skyn að ábyrgðin hvíldi á honum. Og hann átti að sjá um þig.....“ „En góði Ahmed, hann er svo ungur ennþá, bara barnið, og þú veizt, að ég hafði Yúsef og Gaston“. En höfðinginn hristi höfuðið. „Hann er fullorðinn, Díana. Og hann verður að svara fyrir þetta eins og maður. Mon dieu, að hann skuli ekki hafa meiri sómatil- finningu en þetta! Hve lengi hefir hann verið í burtu?“ „Sex vikur“, stamaði hún og kipptist við, er hún heyrði, hve hann blótaði. „Hverjir fóru með honum?“ „Ramadan og S’rír“. „Það var þá dálagleg þrenning“. sagði hann hæðnislega. „Og enga aðra fylgi- sveit, þótt honum væri kunnugt ástandið í landinu um þessar mundir, bölvuðum grænjaxlinum þeim arna“. Díana gafst alveg upp og hjúfraði sig í faðmi hans, og höfðinginn lyfti henni blíðlega upp og bar hana yfir að rúminu. „Svona, svona, vertu nú ekki hrædd um hann, elskan mín“, hvíslaði hann. „Þú getur verið viss um, að hann kemur aftur heill á hófi. — Þú manst þetta um ill- gresið. — Það ætti ég að vita, sem var miklu verri, heldur en hann getur nokk- urntíma orðið. Mon dieu. En Guð náði hann, þegar ég fæ tækifæri til að gera upp við hann“.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.