Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 43
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 37 ÞRIÐJI KAFLI. Friðsæl ró hvíldi yfir eina gistihúsinu í Araba-þorpinu Touggourt. Inni í forsalnum sat gistihússeigandinn, feitur Frakklendingur, og hafði sigið saman í hrúgu í djúpum hægindastóln- um. Yfir andlit sér hafði hann breitt marglitan vasaklút og hraut svo kröft- uglega, að silkiklúturinn lyftist hægt og jafnt samfara andardrætti hans. Ut í gegnum salsdyrnar fyrir innan heyrðust áþekkir tónar, sem báru þess 'vott, að fleiri svæfu. Komu þeir frá heil- um hóp verzlunar-erindreka og vöru- bjóða, sem tóku sér blund til dægrastytt- ingar. Fyrir utan dyrnar sátu þrír-fjórir ara- biskir hlauparar á hækjum sínum og létu böfuðið síga ofan á bringuna. Þeir sátu þarna eins og táknmynd draumlausrar værðar og óhlutrænna, heimspekilegra heilabrota. I fulla klukkustund hafði engin lífvera gengið fram hjá gistihúsinu nema magur °g gelgjulegur köttur, sem þeyttist áfram nndan tveimur skellóttum flækings- bundum, og einnig þunglyndislegur asni, sem kom ráfandi að gistihúsinu og snuðr- aði eftir einhverju ætilegu. En í einu herbergi gistihússins sat mað- Ur önnum kafinn og niðursokkinn í starf sitt. Það var Raoul de Saint Hubert. Hann hafði nú unnið af kappi í fullar tvær klukkustundir eftir morgunverð, og aðeins gefið sér augnabliks hvíld til að kveikja í vindlingi. Og í hvert sinn og bann fleygði vindlingsbútnum í fulla bskuskálina, notaði hann tækifærið til að svara í stuttu máli öllum þeim urmul af sPurningum, sem ungur maður, er sat út við gluggann, beindi til hans. En svo taskkaði spurningunum smám saman og þssttu alveg að lokum, svo að Saint Hu- ert hugsaði, að nú myndi ungi maðurinn Vera sofnaður. En hefði hann gefið sér stundir til að líta um öxl, myndi hann fljótt hafa orðið þess vísari, að hinn ungi Caryll John Aubrey var allt annað en syfjaður. Hann lá í stólnum hörkulegur á svipinn og brúnaþungur og stárði út í bláinn, meðan hann var að velta fyrir sér hinum einstöku atriðum í samanhangandi við- burðarás, er honum geðjaðist miður og miður að, því lengra sem leið. Honum var sárgramt í geði við allt og alla, sem stuðlað höfðu að því, að hann hafði farið að heiman frá Englandi. En þar og hvergi annarsstaðar taldi hann sig eiga heima, og honum varð ferð þessi þvert um geð og ófúsari dag frá degi. Hann hataði þetta allt saman. Sérstaklega var honum þungt í skapi til föður síns, sem hann aðeins minntist eins og ein- hverrar myndar frá fyrstu bernskuárum sínum. Og er hann varð að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að það var hann sjálfur, sem hafði ákveðið för þessa, spurði hann sjálfan sig hvað eftir annað: „Hefi ég virkilega farið hyggilega að ráði mínu? Eða hefi ég hagað mér eins og samvizkusjúkur grasasni?" Dögum og vikum saman hafði hann hugsað þetta sama, án þess að eygja nokkra úrlausn. Hann var í rauninni of lítillátur og auðmjúkur að eðlisfari til þess að vilja viðurkenna, að það hefði eingöngu verið skyldurækni hans, sem knúði hann af stað í ferð þessa. Skyldu- ræknin var leiðarljós hans í lífinu. Hon- um hafði .verið hún innrætt frá blautu barnsbeini. Skyldan og sómatilfinningin, — skyldur hans við þjóðfélagið, ábyrgð sú, sem á honum hvíldi o. s. frv. Honum hafði aldrei verið skýrt frá, hvað það var, sem eyðilagt hefði líf og hamingju afa hans. Heldur eigi vissi hann það, að hið stranga uppeldi, er hann hafði fengið, átti að vera einskonar syndagjöld- fyrir æskubrek gamla mannsins.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.