Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 45
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 39 ■er svo vel kunnugur hér um slóðir, að við höfum ekki verið stöðvaðir fyrir löngu 'síðan. Og nú krefst hervarnastjórnin þess, • að við höfum fylgdarlið með okkur, þang- að til við mætum mönnum föður þíns, -•höfðingjans. Eg held ekki, að þetta sé nauðsynlegt, en Mercier ófursti kostar kapps um að tryggja ferð okkar af fremsta megni“. — Hann þagnaði sem snöggvast og leit framan í Glencaryll. — i,Eg held, að þér hafi enn eigi skilist til fulls, Caryll, hvers virði þér er að vera sonur Ahmed Ben Hassan. Þú hefir fyllstu ástæðu til að vera hreykinn af döður þínum“. Saint Hubert hafði verið viðbúinn ein- hverjum mótmælum gegn þessu. En ekki °ðru eins gremju-gosi frá unga piltinum, °g raun varð á. „Eg hreykinn af föður mínum! Ætti ég að vera hreykinn af arabisku sníkjudýri, sexn. ... “ „Caryil!“ En Saint Hubert tókst ekki að þagga biður í piltinum. Það var margra ára mnibyrgð gremja, sem nú brauzt út. Car- yll sveiflaði hendinni, er hann skálmaði fram og aftur um gólfið, æstur og óró- legur. „Já, er það máske ekki satt? — Og get- Ur þú fært nokkur rök fyrir því, að ég setti að vera hreykinn af öðru eins? Ef til vill af því, að hann hefir vanrækt mig öll þessi ár, eða af því, að hann nærri því drap afa minn — með því að láta hann Eggja fyrir dauðanum án þess svo mikið sern að láta til hans? Og þú ætlast til, að ®g geti fyrirgefið honum það í fljótu bragði? Heldurðu, að ég hafi gleymt bana- stríði afa míns, þegar hann lá og hrópaði: „Sonur minn, sonur minn“, svo það voru eins og hnífstungur í brjóst mitt! Frá því ég var ofurlítill angi hefi ég skilið, hvað það var, sem eyðilagði líf afa mins,-og :ég veit‘einnig, hvers virði hon- um voru heimsóknir þínar. Það var sárt að horfa upp á hann í hvert sinn, er þú varst farinn, og enn sárara að sjá hann, er hann vænti komu þinnar. Og ég man svo vel, að ég heyrði- stundum, er þið voruð að tala um föður minn og hélduð, að ég væri hvergi nærri. Þá sagði hann hvað eftir annað, að hann öfundaði þig af því, að þú fengir að sjá hann og tala við hann, en hann aldrei! Og þó að ég væri þá aðeins smásnáði, hataði ég þó innilega mann þann, er hafði kvalið afa minn þannig. Jæja, og þú heldur ef til vill, að það hafi verið skemmtilegt fyrir mig að heyra talað um mig sem son „þessara tveggja skringilegu persóna, sem búa einhversstaðar úti á eyðimörkinni?“ Þetta er kannske ekki mikið að fást um, en ég hefi alltaf haft megna óbeit á öllu, sem vekur þess háttar tvíræða athygli. Líf mitt var mesta kvalræði, meðan ég var í heimavistarskólanum, og er ég kom til Eton háskólans, versnaði það um allan helming. Eg hataði nafn mitt og öll þessi leyndarmál,' sem við það voru tengd. Fé- lagar mínir töluðu um mig við stúlkurn- ar, eins og ég væri einskonar nýstárleg skepna. Eg var „einn þessara furðulegu Carylla“, og faðir minn var útilegumaður, eða hafði sennilega gert eitthvað fyrir sér sem — -- og var síðan útskúfaður! Hvernig hefði ég átt að geta skýrt þeim frá, að hann væri Arabahöfðingi? Araba- höfðingi —-- maður lifandi! Eg hefði ekki kært mig um neitt annað en að eiga venjulega foreldra, sem hægt væri að sýna og sjá eins og foreldra hinna pilt- anna. Annars er mér — í rauninni — al- veg sama, hvað sagt er um mig — ég tek mér það ekkert nærri. Nei - verst af öllu er, að ég skuli sjálfur verða að bera þá skömm að vera sonur manns, sem — sem —“ " 1 ' Hann hneig niður í' stólinn og faldi and- litið í höndum sór.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.