Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 47
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 41 Pilturinn var lifandi eftirmynd hennar — hennar sem hann unni! Hugsunin skar eins og hvassar eggjar í opið sár. Og enn á ný varð hann í hjarta sínu að heyja harða baráttu gegn ást þeirri, er aldrei slokknaði, og þeirri sáru síungu þrá, sem var leyndarmál lífs hans. í tuttugu ár hafði hann nú leikið hlut- verk sitt sem vinur hennar og aldrei látið í ljósi leyndarmál sitt í orði né verki. Það var ást Ahmeds, sem hún hafði óskað sér — ekki hans. Og til að uppfylla þessa hjartans ósk hennar hafði hann barist gegn dauðanum og unnið sigur. Hann hafði gefið henni á ný manninn, sem hafði misbrotið sig svo stórlega gegn henni. Hamingja sú, er hann sjálfur þráði, hafði gengið fram hjá dyrum hans, en henni hafði hlotnast hún, og hamingja hennar var honum meira virði en eigin hamingja. Ahmed hafði meira að segja enga hugmynd um þetta leyndarmál hans. Og svo óeigingjarn var Raoul Saint Hubert, að hann þekkti ekkert til öfundar né gremju, og vinátta hans við höfðingj- ann hafði fyllilega staðist þessa erfiðustu allra rauna. Hann var vinur þeirra beggja og heimsótti þau eins oft, og honum var unnt. Og engan grunaði, hvílík kvöl þess- ar heimsóknir voru honum. Hann hrökk upp úr hugsunum sínum og áttaði sig. Það var orðið langt síðan Caryll hafði mælt orð af munni. Skyldi hann hafa orðið nokkurs var? Honum var ljóst, að heppilegasta leiðin út úr þessum háskalegu vandræðum var að láta á engu bera. Hann gerði sér upp hlátur, og þótt hann væri ofurlítið skjálf- raddaður, var hlátur hans eðlilegur. „Þá hefðir þú orðið Frakklendingur, minn góði John Bull,1) sagði hann glað- lega. „En bíddu nú bara, þangað til þú hefir séð hann föður þinn“. Algengt nafn á Bretum. Þý<). En Caryll gekk þungstígur út að glugg- anum. „Eitthvað gott býr ef til vill með hon- um, úr því að þú hefir getað kallað hann vin þinn. En þú verður að muna það, að þið hafið verið vinir frá æskuárum, og er því eigi vístt, að þú sért óvilhallur í dómum þínum. Þú getur ekki litið hann sömu augum og ég. Og það veit Guð, að ég hefi ekki ætlað mér að gera honum rangt til á nokkurn hátt. En þú hlýtur þó að vera mér sammála um það, að það er margt í fari hans, sem þarf skýringar við. Eg veit aðeins, að hann hefir einhverja ástæðu til — hver hún er veit hann bezt sjálfur — til að setjast að í eyðimörkinm eins og Arabi. Eg veit einnig, að þau móð- ir mín hittust þar og giftu sig. En þrátt fyrir það þótt honum geðjist að því að vera stór-burgeis á Austurlandavísu og höfðingi heilmargra skitinna og þjófskra þorpara, þá getur hann þó tæplega leitt hjá sér, að hann hefir skyldur og ábyrgð langt út yfir takmörk Algier“. „Einmitt þess vegna sendi hann þig til Englands í sinn stað“, sagði Saint Hubert rólega. — „Og þú getur eigi álasað hon- um fyrir það, að hann hefir á þann hátt reynt að sjá þér borgið“. „Já, en skilurðu þá ekki, að það er einmitt þetta, sem ég ásaka hann fyrir! Ganga eigi skyldur hans gegn ætt sinni og ættlandi á undan skyldunum gegn þessum skitnu Aröbum? Er hann máske ekki neinn Glenearyll?11 Pilturinn sneri sér snöggt að Saint Hu- bert með þungum reiðisvip. „Heyrðu mig nú, Caryll, gáðu að því, að faðir þinn var eldri, heldur en þú ert nú, er hann fékk að vita, að hann væri af Glencaryll-ættinni. Hann fæddist í eyði- mörkinni og ólst þar upp. Hann hafði kynnst og vanizt skyldum sínum við ætt- stofninn þar löngu áður, en hann vissi, að hann hafði aðrar skyldur að rækja. Hann 6

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.