Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 50
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Sanit Hubert tók upp úrið sitt og leit á það. . „Mon dieu“, hrópaði hann, „mig grun- aði ekki, að það væri orðið svona fram- orðið. Eg verð að þjóta af stað. Það er skömm, að ég skuli verða að fara frá þér núna, en ýmislegt veldur því, að eigi væri hyggilegt að lenda á öndverðum meið við caid’ann. Ef þér skyldi leiðast allt of mikið, þegar þú ert búinn að borða, gæt- irðu þá ekki boðið veitingamanninum upp til þín? Hann er duglegur náungi og spil- ar vel piqet.1) Eg þykist vita, að „Café Maure“ sé ekkert aðlaðandi fyrir þig“, sagði Saint Hubert, brosandi, um leið og hann kvaddi og fór. Caryll stokkroðnaði, og hann leit gremjulega til dyranna, sem Saint Hubert var nýhorfinn út um. En gremja sú beind- ist eigi gegn honum. Það sem Caryli gramdist mest var, að smámsaman tók að smeygja sér inn hjá honum snefill af samúð með þessu fólki, sem hann kapp- kostaði að fyrirlíta og hata og reyndi stöðugt að fá Saint Hubert á sína skoðun. En það var heldur ekki fólkið yfirleitt, sem hann var tekinn að líta öðrum aug- um, heldur aðeins ofurlítil sér-útgáfa af kynstofni þessum. Það var kornung stúlka. Sennilega voru það andstæðurnar, sem höfðu hrifið hann. Og auðvitað voru eigi tilfinningar hans í hennar garð annað en hrein og bein samúð og vorkunnsemi. Eins og t. d. er hann var sjónarvottur að illri meðferð á skepnum. Og hvað var hún svo sem annað, vesalingurinn litli? Hann varð enn rjóðari og heitari í andliti af gremju, er honum varð hugsað til fyrsta fundar þeirra. Það var fyrir hálfum mánuði. Hann hafði riðið út um morguninn með H Piqet eða piket er tveggja manna spil, með 32 spilum. Þýð. brezka þjóninum sínum í áttina til Tema- cin. Og þar eð hann var orðinn hundleið- ur á tilbreytingarlausu sléttlendinu, reið hann aðra leið heim aftur. Inni á milli sandhæðanna hafði hann allt í einu rekist á Araba, sem var að berja og misþyrma ungri, grannvaxinni stúlku, Hún streittist við að slíta sig úr höndum hans, en árangurslaust, og þrátt fyrir þá illu meðferð, er hún sætti, kveinkaði hún hvorki né hljóðaði. Caryll varð svo gagntekinn af óstjórn- legri bræði, að hann skeytti engu, hvaða afleiðingar afskiptasemi hans kynni að hafa. Hann kallaði þegar til mannsins og hleypti í áttina til þeirra og kreppti hönd- ina fast utan um svipuskaftið. Ólin þaut eins og kastsnara gegnum loftið og vafð- ist utan um hálsinn á Arabanum, svo að hann seig í kné. Hann sleppti stúlkunni og þreif utan um ólina og gat kippt svip- unni úr hendi Carylls. Síðan spratt hann á fætur, dró hníf sinn úr slíðrum og réð- ist bálreiður að Caryll; en hann veik hesti sínum snöggt til hliðar undan hnífsstung- unni, og Arabinn fékk eigi tækifæri til að gera nýja árás, því að nú kom þjónn Carylls á harða spretti. Hann hafði lært alla reiðmennsku á herrasetri Glencarylls og var síðan gerður að einkaþjóni unga lávarðarins. Nú hafði þjónninn þrifið svipuna, sem Arabinn hafði fleygt frá sér, sveiflaði henni í hendi sér og stefndi á fleygiferð beint á Arabann og hugðist að velta honum í koll. En risinn lagði þegar á flótta, og þótt jarðvegurinn væri mjög ósléttur og illt yfirferðar, var hann horfinn á svipstundu. Caryll hafði farið af baki og gengið til ungu stúlkunnar, sem lá hreyfingarlaus á grúfu. Hann hafði alltaf verið feiminn við konur, og var nú farinn að velta því fyrir sér, hvort þessi afskifti hans myndu ekki verða til ills eins. Hann klappaði henni gætilega á öxlina, en óskaði sér þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.