Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 51
ÞAÐ HREIF 45 langt í burtu. Hún titraði lítið eitt, er úann snerti hana, settist hægt upp og leit á hann. Augnaráð hennar lýsti hvorki 'Otta né forvitni, heldur var það athug- ullt og hugsandi. Hún hafði ekki kveink- að sér undan misþyrmingunum, og dökku augun hennar, voru táralaus, er hún horfði framan í hann. Ofurlítil blóðrák •seytlaði úr vör hennar niður eftir hök- unni og bar vott um kvalir hennar og hræðslu, þótt hún leyndi því svo vel. • Þetta skapgerðareinkenni hennar hafði vakið aðdáun hans og meðaumkun. Hann hafði stunið upp fáeinum orðum án þess þó að halda, að hún myndi skilja þau. En hún svaraði þegar á frönsku, með Þýðri en þreytulegri rödd, þótt tónninn sjálfur væri nærri því kærulaus: „Je m’en suis habituée". Hún væri þessu v°n! Hann kom varla upp orði fyrir reiði. Hann hafði reynt að fá hana til að segja sér frá kringumstæðum hennar, en hún hafði leitt það hjá sér. Hún virtist vera algerlega niðurbeygð og virtist ekki kæra sig vitund um hann, hjálp hans né nær- veru. En hann var samt kyrr, af því að hann hafði enga hugmynd um, hvað hann ætti frekar að gera. Meðan hann var að brjóta heilann um þetta, leit hann öðru hvoru feimnislega á hana. Það var eitthvað við hana, • sem hafði ómótstæðilega laðandi áhrif á hann, og í hvert sinn, er hann leit á hana, varð honum starsýnt á hina sjaldgæfu fegurð hennar, barnslega sakleysissvipinn og töfrandi yndisleik þann, er virtist hvíla yfir henni. Og þótt hún væri fátæklega klædd, var hún þó hrein frá hvirfli og niður á litlu fæturna nöktu. (Framhald). gSaki« (H. H. Munro): Það hreif —. ^að var seint um vorkvöld, að Ella Mc Charty sat á grænmáluðum stól í Kensington garðinum og horfði tómlátlega ut yfir garðana, sem breiddu sig út fram undan, en ljómuðu nú skyndilega af rauð- ^eitum bjarma kvöldsólarinnar um leið og ttiaðurinn, sem hún beið eftir, birtist í úálítilli fjarlægð. >,Halló, Bertie!“ hrópaði unga stúlkan ^gt, þegar pilturinn kom og settist í ^iálaða stólinn, sem næstur henni var, og ■tagfærði vandlega brotin í buxunum, „hefir þetta ekki verið yndislegt kvöld?“ Hvað Ellu tilfinningum viðvék, þá var þetta ekki satt hjá henni. Þetta kvöld hafði ekki verið henni skemmtilegt fyrr en Bertie kom. Bertie svaraði á viðeigandi hátt, en virt- ist vera spyrjandi. „Eg þakka þér kærlega fyrir þessa fall- egu vasaklúta“, sagði Ella, eins og svar við þessari ótöluðu spurningu. „Það var einmitt það, sem mig vantaði. Það var að- eins eitt, sem spillti ánægjunni með gjöf þinni“, bætti hún við með ólund. „Hvað var það?“ spurði Bertie kvíða- fullur; hann óttaðist það, að ef til vill hefði hann ekki valið hina réttu stærð af vasaklútum, sem voru við hennar kvert- lega hæfi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.