Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Page 10
4D NÝJAR KVÖLDVÖKUft. Fríðu í dóttur stað; við eigum hvort eð er ekki nema eina dóttur, að við breytum við hana sem okkar börn — og þá mun andi móður hennar Ieggja blessun sína yfir okkur — og þá mun gleðin og hamingjan festa rætur á 'neimili okkar!< Rórunn svaraði engu. Hún hallaði höfðinu upp að brjósti hans og grjet hljóðlega. En úti hamaðist norðanstórhríðin. Vindur- inn þeytti freðnum snjókornunum, þjappaði þeim fast saman og fylti hverja lægð og hvert gil. En inni í baðstofunni á Fremra-Gili sátu þau Jón og Pórunn. Bæði voru þau hjartanlega glöð og ánægð. Loks stóð Pórunn á fætur. ÆMi það sje ekki mál komið, að ganga til rekkju? Klukkan er bráðum fimm.< Jón hló góðlátlega. »Við verðuin að sofa út í fyrramálið; mjer finst við ættum að láta það eftir okkur einn morgun, fyrst veðrið er svona vont!< »En jeg er of hamingjusöm til þess að geta sofið,« sagði Pórunn brosandi. »Gleðin getur haldið vöku fyrir manni, engu síður en sorgin.< (Endir). Flagð undir fögru skinni. Eftir Marie Corelli. (Framhald) — »Við getum ekki lifað saman svona lagað,< svaraði jeg og gengum við nú hægt heim að stimarbústaðnum. »Jú — sei sei! Pað getum við vel!« fuMyrti hún og glotti illúðlega. »Við getum breytt eins og aðrir breyta — þess gerist engin þörf, að við högum okkur öðruvísi en aðrir, eða eins og einhverjir fábjánar og ætlum að gera okkur að einhverjum fyrirmyndarhjónum — það verður okkur bara til ills og óvildar annara. Pað er betra að vera vinsæll en dygðugur — dygðin borgar sig aldrei. Líttu á! Þarna Itern- ur nú þýski þjónninn okkar til þess að segja okkur, að miðdagsmaturinn sje tilbúinn. Góði, vertu ekki svona eymdarskrokkslegur. Við höf- um ekki verið að rífast og það væri því heimsku- legt, að láta þjóninn haldaaðsvo hefði verið.« Jeg svaraði þessu engu og gengum við svo inn og fóium að borða. Síbyl hjelt uppi sam- ræðum, en jeg lagði ekki annað til málanna en fáein einsatkvæðisorð. Að loknum miðdeg- isverði settumst við út f gistihússgarðinn að vanda og hlustuðum á hljóðfærasláttinn. Margir þeirra, sem þar voru staddir, þekfu Síbyl, dáð- ust að henni og slógu henni gullhamra, og gekk hún milli þeirra og ávarpaði þá hvern af öðruni, en jeg sat þurr og þegjandalegur og horfði á hana með sívaxandi undrun og hræðslu. Mjer virtist fegurð hennar veia eins og ban- eitrað blóm, sem deyðir þann, er snertir það, enda þótt það sje fagurt útlils. Og um nótt- ina, þegar jeg vafði haua örmum og fann hjarta hennar slá, greip mig einhver ofboðs- legur ótti — ólti um það, að jeg mundi fyr eða síðar freistast til þess að kæfa hana, þar sem hún hvíldi í faðmi mínum — kæía hana eins og nienn kæfa blóðsuguna, sem sýgur úr manni merg og blóð. XXVII. Við snerum fyr aftur úr brúðkaupsferð okk- ar en ráð var fyrir gert í fyrstunni og settumst að á Willowsmere kringum miðjan ágúst. Jeg hafði sjálfur hugsað mjer ráð, sem veitti mjer óskiljanlega huggun. En ráðið var það, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.