Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 5? veit að honum ber að bjóða vinstri kinnina, ef einhver slær hann á þá hægri. Jeg þori að bölva mjer uppá það, að klípi jeg liann í hægra eyrað, snýr hann sjer við og býður mjer það vinstra.« Og um leið kleip hann mig fast í eyrað. Jeg lauk á hann og demdi honum flötum í gólfið. Purfti nú ekki meira til. Rýmt var til í klefanum t l þess að við gætum barist hindrunarlaust, og eftir koiteis bardaga, gafst mótstöðumaður minn upp. Jeg hafði líka fengið allmargar skráveifur og all- vænt glóðatauga. Mjer gafst naumast tími til að þvo mjer og fara úr blóðugri skyrtunni, því þá voru gerð þau boð, að jeg ætti að koma uppá skutþiljur. Hitti jeg þar næstráð- enda, er gekk þar um gólf. Hann leit hálf- hissa á mig, en Ijet þó kyrt vera að spyrja mig um orsakir þess, hvernig jeg leit út. • Herra Simple,« mælti hann. »Jeg hefi látið kalla á yður hingað til þess, að biðja yður fyrirgefningar á háttsemi minni gagnrart yður í gærkveldi, sem var ekki einungis fljót- færnisleg, heldur og órjettlát. Jeg hefi nú fengið vítneskju um, að ekki var yður um að kenna brotthlaup hásetanna. « Jeg komst við, er jeg heyrði þessi vingjarn- legu orð hans og sagði, að jafnvel þótt jeg væri saklaus um strok hinna tveggja háseta, hefði mjer þó orðið á, er jeg leyfði H ckmann að fara uppúr bátnum. Og hefði ekki lið- þjálfinn náð honum, hefði jeg að sjálfsögðu orðið að skilja hann eftir. Hefði því refsing sú, er jeg hlaut, verið að maklegleikum. »Jeg dáist að rjettlætistilfinningu yðar, herra Simple,« mælti næstráðandi. »Jeg hafði rangt í frammi eigi að síður, og ber því að beiðast afsökunar. Farið nú undir þiljur aftur. Jeg hafði ætlað mjer að biðja yður að gera mjer þá ánægju, að borða með mjer dögurð, en af þvi jeg sje á útliti yðar, að skeð hefir atburður, sem jeg hefði eigi látið afskiftalausan, ef öðru- vísi hefði staðið á, verð jeg að verða af þess- ari ánægju í þetta sinn.« Jeg kvaddi virðulega að sjóliða sið og gekk niður. En O’Brian hafði nú verið sjer úti um ábyggilegar upplýsingar um tildrög bardagans, og sagði næstráðanda upp alla söguna. Sagði hann mjer seinna, að herra Falcon væri mjer ekki minstu vitund reiður út af þessu. Enda sýndi næstráðandi í breytni sinni og atlæti við mig, að svo var, sem O’Brian sagði. Ljet hann mig jafnan fá þau störf að inna af hönd- um, er nokkur ábygð fylgdi og sýndi með því traust það, er hann bar til mín. Níundi kafli. Vestur um haf. Kapteinninn sýkist. Daginn eftir kom kapteinninn til skips með fyrirskipanir flotastjórnarinnar. Pær voru inn- siglaðar og mátti ekki brjóta innsiglin, fyr en komið væri suður með Spánarströndum. Síð- ari hluta dags var akkerum Ijett og undin upp segl. Við fengum gott norðanleiði og sjó- veður hið besta suður Spánarhaf. Við höfðum uppi öll hljesegl og brunaði freigátan suður með Spánarströndum með ellefu mílna hraða. Sakir þess, að j g gat ekki með góðu móti látið sjá mig uppi á skutþiljum, v.irð jeg að láta skrifa mig á sjúkraskrána, og er kapteinn- inn spurði lækninn hvað að mjer gengi, kvað hann það vera hornhimnubólgu eða eitt- hvað þesskonar. Ljet kapteinninn sjer nægja þetta, og gætti jeg þess, að verða ekki á vegi hans. Á kvöldin gekk jeg mjer til hressingar um stafnþiljurnar með herra Chucks og skeggræddi við hann um ýmislegt, er okkur var hugstætt í þann og þann svipinn. Sagði jeg honum æfintýri mín á Frakklandi, en hann leitaðist við að sanna mjer, að það væri einungis að þakka aðalsblóði því, er mjer rynni í æðUm, að jeg hefði komist klaklaust úr þeim þrautum öllum. En jeg var því nær búinn að gleyma að skýra frá atviki einu, er fyrir kom daginn sama og við ljetum í haf. Rví að eins og síðar mun sagt verða, hafði það mikil áhrif á framtíð 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.