Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Side 32
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR heitu Ioftslagi og þarna er, þar eð þau lotna svo afarfljótt í hitanum. í dögun næsta morgun, voru hásetarnir önnum kafnir við þiljuþvott og annan undirbúning undir jarðaförina. fJeir unnu af kappi og með góðu geði, þögulir, og bar svipur þeirra vott um virðingu þi, er þeir höfðu borið, og báiu ennþá, fyrir kapteininum. Aldrei höfðu líka þiljur freigátunnar verið hvít- þvegnari nje vandlegar hringaður upp hver dragreipsendi og kaðalspotti. Rekkjuhylkin voru klædd hvítum dúkum, rár allar nákvæm- lega þversettar og dragreipi öll þrautþanin. Er klukkan sló átta voru fánar og oddveifur dregnar í hálfa hæð. Hásetar voru sendir niður til máltíðar, en meðanáþví stóðgengu allir yfirmenn, æðri sem lægri, niður í farbúðina, til að kveðja þar sinn hrausUj kaptein, í hinsta sinn. Rað var að sjá á líkinu, að hann hefði dáið þjáningalaust, og háleit og þagnfögur ró hvíldi yfir andlitinu, sem þó var farið að taka breytingum, er þess báru vottinn, að þörf væri að greftruninni væri flýtt eins og auðið yrði. Við biðum meðan kistulagt var, og gengum svo hljóöir á burtu, Er búið var að negla aftur kistuna, bar bátshöfn stórbátsins hana upp á skutþiljur; var hún sett á málmgrind- urnar miðskips og hulin sambandsfána breska ríkisins. Hásetar biðu ekki eftir blísturmerkinu, en komu nú allir sjálfkrafa upp á þiljur, og var auðsjeð, að hver þeirra hreyfing stjórnað- ist af djúpri vitðingarblandinni lotningu. Alstað- ar ríkti ströng regla, hljóð og háleit virðing fyrir hinum látna, og er bátshöfnunum var boðið að fara í báta sína, var eins og þeir læddust þangað. Líkkistan var látin síga niður í stórbátinn og sett á skutpallinn. Lögðu svo hinir aðrir skips- bátar að og gengu í þá foringjar allir, liðþjálf- ar og hásetar þeir, er þátt skyldu taka í lík- fylgdarskiúðgöngunni. Er alt var tilbúið, ýttu slafnbúar stórbátsins frá, ræðararnir feldu árar í sjó, allir í senn, hávaðalaust, og reru mín- útutogum. Fylgdu honum svo aðrir bátar skipsins með jöfnu millsbil', og er síðasti bát- urinn lagði frá, dundu við mínútuskotin frá hinui hlið freigátunnar út yfir spegillygnan sjávarflötinn. Rár allar voru dregnar upp og niður til stjórnborðs og bakborðs, öllum drag- reipum slept lausum og hengd í lykkjur, svo sem til merkis um sorg og sinnuleysi. í sama mund hlupu milli 10 og 20 hásetar fyrir borð út með málkrúsir og bursta. Var jafnt bil milli þeirra. Og að fáum mínútum liðnum höfðu þeir málað með svörtum lit yfir hina breiðu hvítu rönd, er sýndi hina fögru skrokk- lögun freigátunnar, átti þetta að vera sorgar- kveðja skipsins til hins látna foringja síns. Fallbyssur virkisins svöruðu sorgarskotum okk- ar, kaupförin drógu fána sína í hálfa stöng og hásetar þeirra stóðu lotningarfullir með húfur sínar í hendinni meðan líkfylgdin reri framhjá upp að lendingunni. Áhöfn stóibátsins bar kistuna til kirkjugarðsins. Næstur kistunni gekk Falcon næstráðandi, þá allir foringjar skipsins, er kornist gátu fiá skipi; þeim næstir gengu hundrað háselar freigátunnar, tveir og tveir, og loks liðþjálfarnir og báru þeir byssur sínar öfugt. Virkisforingjarnir slógust með í líkfylgdina og setuliðið fylkti sjer til beggja hliða á götunum, Flljóðfærasveitin ljek sorg- argöngulag. Er hin venjulega greftrunarbæn hafði lesin verið og sorgarskotum hleypt af yfir gröfinni, snerum við allir til skips og var þungt um hjartaræturnar. Mjer fanst, og satt að segja með rjettu, að fljótt fyrntist yfir söknuðinn, því að strax og kom- ið var til skips var alt sett í samt lag, allir klæddust vinnufötum sínum og svo vár tekið til óspiltara málanna við hin ýmsu störf, því að það er mála sannast, að hásetar og hermenn hafa ekki tíma til að syrgja, og eftir tvo þrjá daga virtist Savage kapleinn öllum gleymdur, en svo var þó ekki í raun og veru. Hið fyrsta, er fyrir lá, var að afla neysluvatns handa skip- inu, og flytja tunnur í land undir vatnið. Stýrði jeg bátum þessum og var Swinburne varabátstjóri minn, eins og fyr. Pegar við rerum upp að ströndinni, var þar

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.