Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 15
N.Kv. BJÖRN í SYÐRA-GARÐSHORNI 53 báti bóndans þar. I öndverðum des. hætti hann róðrum. Olli hvorttveggja, aflaleysi og einnig það, að bústörf og þá einkum búfjár- hirðing beið hans heima. Snemma morguns lagði Björn af stað frá Sauðanesi einn á hyttu og hafði í farinu skreið nokkra og aflaföng. Logn var veðurs, en alda nokkur og veður svipillt. Segir ekki af ferðum Björns fyrr en hann er kominn innarlega á r svonefnt Osgrunn innarlega í Eyjafirði. Versnaði þá veður með skjótri svipan og varð stórhríð og dimmviðri með gaddi. Sagðist Björn þá hafa haft ærið að gera, ef hjarga skyldi lífi og farmi. Náði þó landi, þar sem hann hafði hugsað og tókst að hjarga byttunni og flutningnum undan sjó og gekk frá því starfi með þeim hætti, að hann hvolfdi farinu yfir flutninginn, og var þá orðið myrkt af nótt. Leitaði síðan bæja og komst heim lieill og hress um kvöldið. En þá eru þar gestir fyrir, sem lent höfðu í hríðinni þetta kvöld og treystu sér nú hvorki aftur eða fram og áttu þó heima þarna í ná- grenninu og kunnugir leiðum. Ur Kræklingahlíðinni flutti Björn að Karlsá á Ufsaströnd og bjó þar á hálfri jörð- inni. Þegar hér var komið, voru þau hjónin með ómegð allþunga, en búsefni í minna lagi. Sagði Björn mér, að ráðamönnum í Svarfaðardal hefði ekki getizt sem bezt að komu sinni í sveitina og óttazt fátækt sína og ómegð. Hafði Björn og um þetta leyti tekið fótarmein þrálátt, sem gerði honum erfitt um vinnu. Varð hann að ganga við staf útivið, og það hefi ég fyrir satt, að þannig á sig kominn gekk hann að heyskap upp á Karlsárdal og stóð við verk um daga. Missirum saman þjáðist hann af fótarmein- inu, en fékk síðast lækningu að mestu leyti hjá útlendum skipslækni, en har þó eymsli nokkur af þessu til dauðadags. Björn bjó á Karlsá um níu ár. Þá fór hann að Ufsum og bjó þar eitt ár. Þaðan fór hann að Brimnesi og dvaldist þar tveggja ára tíma. Náði þá ábúð á Syðra-Garðshorni, og þar mun hann hafa haft húskap um tíu ára skeið, en eftir það verið í húsmennsku hjá dóttur sinni Jóhönnu og Júlíusi Daníelssyni manni henn- ar fram á allra síðustu ár. Og þá fyrir all- löngu orðinn ekkjumaður. Það er víst, að Björn Jónsson var sjó- ferðamaður mikill, og frá æsku og fram á elliár stundaði hann sjómennsku hér við Eyjafjörð, bæði á fiskibátum og hákarla- skipum. Með skipstjórn fór Björn til há- karlaveiða um skeið, þó að ekki viti ég, hve lengi hann hafði þar forráð. Það sagði Björn mér, að eitt vor, þá er þeir íélagar voru að skipsbúnaði og hugðust hið bráðasta út að sigla, en skip gamalt og gisið, að þá tyggðu þeir sauðatólg, og' smurðu samskeyti og leituðust við að þétta svo skipið. Helzt minnir mig, að þetta væri Sauðanes-Hafrenningur gamli, sem þeir fóru svo með. Má af þessu sjá, hversu skipakostur sjómanna var á stundum fyrr á tímum og hvernig lífsöryggi skorti með öllu. Þar sem sótt var þó til fengs í veldi þess máttar, sem vísindi nútímans fá eigi með öllu rönd við reist, og vantar raunar mikið til. Sumarið 1882, sem ýmist er nefnt „ísa- sumarið“ eða „mislingasumarið“, var eitt hið bágasta, sem komið hefir hér um Norð- urland um langt skeið. Þá lá ís á Eyjafirði frá því snemma um vorið og allt fram um höfuðdag. Tepptust því skipagöngur um fjörðinn, og var því kornvörulaust á Akur- eyri allt sumarið. Engin var heldur sjósókn til fiskifangs vegna ísa. Grasspretta var hin lélegasta og það, sem verra var, svo miklir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.