Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 28
66 N.Kv. VísDflþÁttur Framhald samkcppninnar. Margir hafa vikizt vel við að senda vísur í samkeppnina, og urðu þær alls um hundr- að og eru nær allar birtar. Sést það á, að enn hafa menn gaman af að glíma við að gera snjalla stöku. Við þökkum öllum þeim, sem sent hafa vísur, og nú er að bíða dóms lesenda, hverjir skulu fá verðlaunin. —- En hér halda vísurnar áfram: 12. Um sumarmál. Enn er norffan áttin rík, ísing leirinn krotar; þó viff kuml og klettabrík komi’ upp grænir sprotar. 13. Ástandið hér. Seint og snemrna á sælumiff suffur meyjar streyma. Eflaust lenda í ástandiff, engin giftist heima. 14. Ljóssins þrá ei leggst í dá, lífs er sterkur þáttur; hverjum vetri vinnur á vorsins geisla máttur. 35. Góffrar stöku hlýleg hót hjörtum gleffi veita; hvar sem eru manna-mót, má því henni beita. 16. Ofugstreymi. Margir líta öfugt á andans nýtu verkin, helga víta hugans þrá, háleit grýta merkin, 17. Veðurblíða. Glitrar blóma foldin fríff, fögnuff lundu veitir. Titra ómar, blædís blíff bárum sundin skreytir. 18. Óli og Sína. Gaman væri aff geta séff gegnum rökkurtjöldin, þegar Oli úti er meff ungfrú Línu á kvöldin. 19. Afmæliskveðja. (Til gamallar konu.) Skuggatjöldin geigvæn, grá, grimmri földuff pínu, nái völdum aldrei á ævikvöldi þínu. 20. Haust. Kuldablátt er heiðið hátt, hélugrátt er strindi. Norðanáttin næffir þrátt. Nú er fátt um yndi. 21. Vor. Blómin prýffa bala og hól, björk og víffir gróa. Geislum fríffum sumarsól signir hlíð og móa. 22. Júníblærinn andar yl yfir fagran dalinn. En fárra hjörtu finna til. Flest eru dauff og kalin. 23. Afmœlisvísa. Lifffu kát og leiktu þér laus við grát og trega. En lífs á báti lögmál er: Leik þér mátulega.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.