Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 29
N. Kv. VÍSNAÞÁTTUR 67 24. Augunmœtast. Augun mætast. Oskir rætast. Andinn kætist. Svellur blóð. Raunir bætast^ Brosi'ð sætast birtast lætur hjartans glóð. 32. Eitt metið öðru meira. Meyjan þyrst af mörgum kysst meydóm fyrst í vetur hefur misst, því lioldsins lyst hærra Kristi metur. 25. Duldir kostir. . Þótt eitthvað megi að öllum finna, sem eiga dvöl á jörðu hér, munt þú drýgri mörgum hinna, er meira láta yfir sér. 33. Að vorlagi. Bráðnar snær og bakkann þvær. Björt er kæra lindin tær. Andar blær og blánar sær. Blómið grær og fegurð nær. 26. Um hagyrðing og fróðleiksmann. Máls af sjóði myndar óð mætur ljóðavinur. Ærið fróður er um þjóð ættar- góður -hlynur. 27. Trúlofun. Auðar-Nanna ungum manni yndið sanna hefur veitt. Unað kannað ítur svanni, engu banni þar um skeytt. 28. Efnishyggjan og auraþráin. Efnishyggja og auraþrá andann sýkja löngum. Ljósið skyggja einatt á eftir beztu föngurn. 29. Á leynifundi. Leit ég sveiii og silkirein sitja á leynifundi. Sólin skein. Þau undu ein úti í reynilundi. 34. Kvénlýsing. Selur fæði. Saumar klæði. Sýnir gæðin fremur smá. Króka þræðir kæn í næði. Klækja- læðist -vegum á. 35. Minning sveinsins mun ei dvína. Mjúk og hlý var júnígolan, er setti liann undir ástmey sína 1800 króna folann. 36. Bláa skeiðar himins liind hálofts breiða vegi til að greiða lá og lind Ijós af heiðum degi. 37. Lyftir armi laufguð björk loftar harmi og livarmi — finnur bjarma mold og mörk meður varma og harmi. 30. Vorhret. Kári sveigir sinustrá, sólin eigi skína má, snærinn fleygist- foldú á, fölna og deyja blómin smá. 38. \ Er sem skori æðri sýn eld að þori mínu, sem á vori, vina mín, vex í spori þínu. 31. Staka, ort á sjúkrahúsi Hvítabandsins. 39. Fórnarlundin frjáls og hrein finnst hjá dætrum landsins. Glaðar létta margra mein meyjar Hvítabandsins. Lýgin er lágfætt, læðist og smýgur, — en heimskan er háfætt, hæðist og lýgur.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.