Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Side 32
70
VÍSNAÞÁTTUR
N.Kv.
72. Til konu minnar.
Þér gefin er ríflega góðvildin hlý
og göfginnar útvaldrar njóta,
og öðrum þú mælir í málinu því,
er mælingu vildir úr hljóta.
73. Afmælisósk.
Þér sígildu óskina sendi eg þá,
æ sigur þér auðnist að vinna,
og hittirðu ætíð J)á hamingju á
Jiína hilluna réttu að finna.
74. Morgunn í Reykjavík.
Ilér við þjóðar höfuðból
hrynur glóð um sæinn,
er að bjóða ylrík sól
öllu góðan daginn.
75. Leiðindi.
Vefur hugann vetrarhjarn,
vor er hvergi að finna,
ég er ekkert óskabarn
æskudrauma minna.
76. Vor.
Himneskt vor að hjarta snýr,
huggar allt sem grætur,
duftsins barni blærinn hlýr
býður góðar nætur.
77. Haust.
Norðri frá með nöpur hót
næða háir vindar,
himni bláum horfa mót
hélugráir tindar.
78. Þrastalundur.
Æskan hefur alla stund
elskað skógarvegi,
því er hjart um Þrastalund,
þó að halli degi.
r
79. A öræfum.
Við mér blasir víð og hrein
veröld sagna og minja,
þar sem fellur fast við stein
fáguð jökulbrynja.
80. Óhappadagur.
Elskað, hatað, öllu liætt,
enga ratað vegi,
ýmsu glatað, ekkert grætt
á þeim satans degi.
81. Viðskál.
Enn er bjart um unga sál,
auðgast hjartað snauða,
fagurt skartar skáldsins mál
skírt í „Svarta-dauða“.
82. Afmæliskveðja.
Meðan vakir vor í sál,
vígir stuðlaföllin,
dagsins harni dýra skál
drekk ég yfir fjöllin.
83. Leirskáldið.
Þig mun ætíð þrjóta ljóð,
þú sem fæddist kálfur,
láttu í friði land og þjóð,
leirinn éttu sjálfur.
84. Á veiðum.
Gein við agni silungssál,
söng í stöng og línu,
gullinn skrokkur glöpin hál
galt með lífi sínu.
85. Staka.
Oft er snauð af andans glóð
útlitsfögur stofa,
t meðan fæðist listrænt Ijóð
lágum moldarkofa.
86. Fyrsti sumardagur.
Felld við hlæinn lofnarljóð
landnámsbæinn gista,
syngur Bragi sólaróð
sumardaginn fyrsta.
87. Við Staupastein.
Meðan gleðin heið og hrein
hljómar endurborin,
rísa liátt við Staupastein
stuðlamál á vorin.