Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Síða 35
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 73 við mig í lágsveitinni, þar sem fleiri eru á ferð, sagði Steini með hægðinni. Það gerir þetta, að þú ert þar fæddur og upp alinn, sagði hreppstjóri. En sannaðu til, þú tekur tryggð við fjöllin, áður en lýkur. Forfeður vorir vissu, hvað þeir sungu, þeg- ar þeir reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, eins og skáldið kvað. Jarð- irnar mega ekki leggjast í eyði. Undir því er framtíð landsins komin. Hér hefir menn- ing þjóðarinnar lifað um þúsundir ára. Bóndinn er konungur, Þorsteinn minn. Bú- skapurinn, landbúnaðurinn, er lífæð þjóð- ar vorrar. Þeir segja það. En ég veit nú ekki, hvort það er rétt að kalla þetta hokur búskap, sagði Steini. Hreppstjórinn var óðar á verði. 0, bless- aður vertu. Það hefir verið hokur hjá okk- ur öllum til að hyrja með. Um að gera að sækja á, vinna sig upp og gera ekki of mikl- ar kröfur. Jarðirnar leggjast í auðn, og frelsi þjóðarinnar er í voða, einvörðungu í’.f því að menn gera of miklar kröfur. Hugsa sér Giljá hérna fyrir handan, þessa afbragðs jörð, hvað beit snertir og með al- veg sæmilegar engjar líka, konma í eyði fyrir löngu. Þetta skeður af því að þjóðinni er að fara aftur, góði. Það er langt, síðan henni byrjaði að fara aftur. Eg held, að það geti svo sem vel verið, sagði Steini. Gjörið þið svo vel að drekka meira kaffi, sagði frúin. Hreppstjórinn þakkaði, leit á konuna, fyrst á hendurnar á henni og síðan beint framan í hana. Kaffið var óaðfinnanlegt og bakkadúkurinn var gjöf frá þeirri ríku frú á Mörfelli og saumað í hann: Kaffið and- ann kætir, með rauðu og bláu. Finna átti Kka gestapör með bláum rósum. En hvernig var þetta með Giljá, sagði Finna. Fór hún ekki í eyði vegna snjóflóðs- ins, sem féll þarna um árið? Hreppstjórinn tók úrið upp úr vasanum og leit á það, áður en hann svaraði. Menn verða alltaf að hafa einhverja af- sökun, þegar þeir flýja land, og svo er um þetta, kona góð. Snjóflóð og snjóflóð. Ef ekki snjóflóð, þá eitthvað annað. Skapar- inn ræður lífi og dauða, hans reiði fær eng- inn umflúið, eða svo er okkur nú kennt. Þarna á Giljá hafði fólk húið, síðan á land- námstíð og ekki borið neitt á neinu, þang- ttð til allt í einu, að enginn fæst til að byggja úr rústunum nýjan bæ í trú á landið og fjöll- in. Nei, góðu hjón. Það er aldarandinn, sem hleypur í gönur með fólkið og annað ekki. Eg lield maður viti, að hann er ekki eins og hann á að vera, sagði Finna. Því miður, sagði hreppstjórinn. Það er því, eins og ég sagði áðan, alveg ómetan- legt að hitta fyrir menn, sem trúa á ein- staklingsframtakið og framtíð landbúnað- arins núna á þessum tímum, þegar flestir leita til kaupstaðanna í gjálífi og skemmt- anir og landið sjálft er að komast í auðn. Eg dáist að ykkur hjónum. Eg veit, að hér búnast ykkur vel og hér munið þið ala upp ykkar hörn til gagns og gleði fyrir þjóðfé- lagið. Steini gaf konunni hornauga og ókyrrð- ist í sætinu eins og honum líkaði ekki um- ræðuefnið. Hann sagði: Það er nú víst margt, sem á vantar til þess að hægt sé að kalla þetta uppeldi. Maður er ekki að þessu búskaparbasli, af því að maður sé fær um það, heldur af hinu, að allir þurfa einhvers staðar að vera. Hvaða! Hvaða! Hreppstjórinn var ekki kominn til að heyra neitt vol. Þeir ræddu ekki meira um framtak einstaklingsins og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.