Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Qupperneq 38
76
DALURINN OG ÞORPIÐ
N.Kv.
það hafi sál, sagði drengurinn. Þið skuluð
passa ykkur með að stíga aldrei ofan á það,
því að það hefnir sín og sendir pöddur inn
í fæturna á ykkur. Eg stíg ekki ofan á það,
af því að það talar til mín, áður en ég er
k.ominn alveg að því. Ef þið hlustið vel,
heyrið þið suða í mýrinni. Það er jörðin að
tala við grasið.
Þau settust á túngarðinn. Hann endur-
tók orð sín um gljúfrabúann. Lengst í burtu
inn á milli fjallanna liggur djúpur dalur,
sagði hann. Þar er jörðin græn árið um
kring. Þar er líka annar gljúfrabúi og margt
fleira fólk. Allt eru þetta vinir mínir. Ég
liitti þá í draumi, og þegar ég er orðinn
stór, fer ég til þeirra og læri ýmislegt, sem
enginn hefur áður lært. Mér væri meira að
segja óhætt að kasta mér í fossinn, því að
gljúfrabuinn myndi áreiðanlega bjarga
mér.
Þannig var stóri bróðir.
Það var víst hollara að móðga ekki vin-
ina hans, hina voldugu, sem skóku fjöllin.
Þau trúðu, voru auðmjúk, létu hann ráða.
Hann píndi þau á afviknum stöðum. Þegar
hann var hýddur, náði hann sér niðri á þeim.
Hann var lcominn í hvarf, sá ekki bæinn
lengur. Hami lagði hendur á bak sér og
horfði ofan í strauminn, bláan bergvatns-
straum. Hvað skyldi annars vera langt út
að Á? — Hundrað mílur? Og þarna kemur
livolpurinn hlaupandi á eftir honum. Dreng-
urinn stanzaði og klappaði hvolpinum. •—
Ertu kominn, auminginn minn. Var galdra-
nornin farin að hrjóta í helli sínum?
Þeim sóttist ferðin seint. Drengurinn var
að einlægu dundi. Hann settist bak við stór-
ar. stein og hlustaði, lagðist endilangur í
grasið og horfði upp í loftið. Það söng lóa
í holti og stelkur í mýri, og enginn veitti
honum eftirför. Vafalaust hélt Finna, að
hann hefði stokkið upp í fjall að tína ber.
Skýin voru blá. Þangað horfði drengurinn.
Honum virtust skýin fjarlæg og óskiljanleg,
eins og dauði móður hans og hennar ódauð-
lega sál. Skýin eru víst afar langt í burtu?
Nú veit hann, að himinninn er ekki fastur
við fjöllin, heldur er hægt að ganga upp á
tindinn. Og stjörnurnar eru hnettir, sem
svífa um geiminn, aldeilis ekki bjartari en
jörðin, þó þeir sýnist þetta glitrandi. Það
•væri ekki úr vegi að vita eitthvað nánar um
þetta.
Hann gekk sundur skóna, síðan kom gat
á annan sokkinn. Það rökkvaði, og fjöllin
virtust iærast nær. Það féllu skuggar á ána
eins og af stórum vængjum. Síðan kom
myrkrið, Það seytlaði lækur fram hjá yfir
smásteina, lítill vingjarnlegur lækur. —
Drengurinn og félagi hans drukku báðir úr
læknum. Og hérna máttu þeir til með að
hvíla sig ofurlítið, áður en lengra væri
lialdið.
Hann hugsaði heim. Nú leið norninni
kannske ekki sem bezt, þegar hann var horf-
inn og sást ekki meir. Skyldi hún sofa í nótt?
Hún ætti að sofa, helzt að eilífu. Hann man,
að það er sprunga í lófanum á henni, stór
ljót sprunga, og það vætlar úr henni svart
blóð. Hrífuskaftið leikur um þessa sprungu,
og sápan fer í hana, þegar nornin þvær af
sér mjaltirnar, en aldrei að eilífu skal
drengurinn finna til með óvinum sínum.
Ekki þó þeir leggist í rúmið og deyi. Hvað
geta menn annars lifað lengi með svart
blóð, og er blóðið annars svartara í vondu
fólki en góðu? Er það eitrað? Hans eigið
blóð er Ijósrautt eins og blómið.
Getur það skeð, að hann hafi villzt af
Ifcið? Skelfing er langt út að Á. Drengurinn
stóð upp og hélt enn áfram yfir mó og síðan
eyri, alltaf með ánni. Það var áreiðanlega